Thursday, April 19, 2018

Umslagakort


Ég hannaði þetta snið af umslagakortum fyrir um 2 árum, bjó síðan til smá sýnikennslu á aðferðinni fyrir snappið mitt. Ég hef oft verið beðin um að sýna þetta aftur. Nú datt mér í hug að þetta væri ágætlega geymt hér á þessu annars löngu gleymda bloggi. Mögulega verður þetta kannski til þess að blása smá lífi í það aftur, hver veit :Þ 

Kortin geri ég úr 12x12" pappírsörk og erum málin gefin upp fyrir þá stærð. Annars er alveg óþarfi að orðlengja þetta eitthvað frekar ;)  Myndir virka miklu betur :) 


Svo er bara að finna alskonar fallegan pappír og tapa sér í gleðinni :)  Wednesday, November 23, 2016

Hér er jólatré um jólatré

...frá jólatré...til jólatráa.

Já maður byrjar kannski á einu og svo er kominn heill skógur áður en maður veit af.  Þessi tré gerði ég fyrir Jólaföndur í Einingar-Iðju blaðinu 2013. Ég læt bara alla greinina vaða frá A-Ö og bæti svo kannski einhverju ögn við í lokin. Búið ykkur undir langloku :Þ

Þegar ég var beðin um að vera með smá jólaföndur í blaðinu velti ég því fyrir mér hvað sniðugt að gera. Hvað væri auðvelt, ódýrt en flott. Það væri líka kostur ef það krefiðst þess ekki að fólk þyrfti aðgang að verkstæði jólasveinanna til að framkvæma hlutinn. Eftir nokkrar andvökunætur kviknaði hugmyndin. Það er alveg merkilega erfitt að láta sér detta svona einfaldir hlutir í hug. Að búa til kramarhús er ekki ný hugmynd, og því síður er það mín uppfinning, aldeilis ekki.  Kramarhús hafa verið föndruð fyrir jólin í áratugi og notuð til skreytinga. Það sem gerir þetta skemmtilegt í dag er allt það efnisúrval sem er í boði. Hlaðnar hillur af dásamlegum pappír í allskyns munstrum og áferðum fá mig til að kikna í hnjánum. Möguleikarnir eru endalausir. Pappír er mjög meðfærilegt efni að vinna með. Það þarf ekki endilega að vera “drasl”.

Þessir krúttboltar voru fyrsta hugmyndin, einskonar skissuvinna. 3 arkir af pappír með ólíku munstri en í  sömu litatónum. Hæðin er á bilinu 20-30 cm. Trén eru misbreið, þessi eru á bilinu 7-10 cm. Það er hægt að kaupa munstraðan pappír í stærðnni 30x30 cm í flestum föndurverslunum. Svo má alltaf nota umbúðapappír. Snjókornin á toppnum eru klippt út með stórum munsturgatara. Það mætti líka hekla snjókorn eða kaupa eitthvað tilbúið skraut. Fæturnir á trjánum eru glös sem ég setti trén ofan á. Það gerir þau tignarlegri.Ég útbjó smá sýnikennslu á því hvernig eitt svona tré (það flóknasta) var búið til. Svo byrjaði ég að prufa mig áfram og áður en ég vissi af var ég búin að fylla stofuna af jólatrjám, það er svo gaman að stilla þessum elskum upp. Það er næstum hægt að setja þau með öllu.SÝNIKENNSLAN


  1.   Klippið út ¼ úr hring til að gera keilu.  Lengdin á beinu hliðinni verður hæðin á trénu. Þetta tré er 21 cm. eða eins stórt og hægt er að gera úr A4 blaði.
  2.  Mótið keiluna með því að rúlla pappírnum í höndunum svo hann verði mýkri og meðfærilegri.
  3.  Setjið lím á kantinn og límið saman. Ég notaði tvöfallt límband, en það má alveg nota fljótandi lím, heita límbyssu eða jafnvel heftara.
  4. Lím er missterkt, svo ef það mun ekki sjást þá er gott að setja 1-2 hefti til öryggis. Þá er keilan tilbúin til skreytingar
  5. Til að skreyta þessa keilu gerði ég slatta af litlum blómum með munsturgatara.
  6. Svo að blómin verði aðeins meira lifandi en ekki alveg flöt þá er gott að beygja aðeins blöðin á þeim. Já nei, ég er ekki að rugla í ykkur, það þarf ekki að krulla upp eitt og eitt blað í einu. Ég sópaði bara upp smá bunka af blómum, ca. 5-10 stykkjum og beygði þau öll saman. Það eru til sérstakir “hnífar” úr beini í svona verkefni, en það má líka bara nota, bitlausan hníf, reglustiku eða íspinnaspítu.
  7.  Þá er að líma öll sætu blómin á, fjúff!  Eitt, tvö, þrjú….. mig kveið pínu fyrir þessari aðgerð en þetta gekk síðan svona líka vel með því að setja bara nokkrar doppur af lími og klessa svo blómunum nokkrum blómum í.
  8. Jibbý! Hálfnuð! Neinei, þetta tók enga stund. Mér finnst þetta lím mjög gott því það er svo fljótt að þorna, en auðvitað er hægt að nota allskonar lím sem límir pappír.
  9.  Ég elska þessa perlupenna! Þeir eru alveg uppáhalds og gera allt svo fallegt! Maður sprautar bara litla punkta, dúbb, dúbb, dúbb, og hamingjan færist yfir.
  10. Taddaraaa! Litla sæta tréð er tilbúið. Punkturinn yfir i-ið var að festa eina rauða glerperlu á toppinn með títuprjóni. 
Þarna er svo dúllega sýnikennslutréð búið planta sér hjá kökudisknum mínum með dásamlega fallega hreindýrinu sem ég fékk í jólagjöf í fyrra. Ég skellti trénu á glas til að hækka það.  Síðan  gerði ég eitt lítið tré (16x6cm) svona því til samlætis. Það er ekkert skraut á því, mér fannst pappírinn alveg sjá um að skreyta það.Það vill svo til að ég á nokkur jólatré því ég er svolítið veik fyrir fallegum jólatrjám… og hreindýrum…  en þetta stóra þarna er eitt af mínum uppáhalds. Ég keypti það fyrir nokkrum árum, en það er í raun ekki mikið mál að búa það til. Það er í raun bara pappakeila sem búið er að líma hvítar fjaðrir utan á og nokkar perlur. Til að gera það þarf maður að byrja neðst og halda upp, ég mæli með límbyssu í verkið. Silfurlitaða tréð (30x8 cm) er úr glimmerpappír. Ég elska glimmer, á öllu, allstaðar. Utan um það er svo bara vafið móher garni. Endarnir eru límdir inní keilunni. Svo fékk eitt af skissutrjánum að fljóta með í þessa uppstillingu.


Hér er önnur mynd af fjaðratrénu og hreindýrinu fallega. Þau myndast bara svo vel.  Mér finnst svo gaman að sýna hvernig hægt að raða trjánum misjafnt upp, þau passa í raun flest saman. Litla rauða tréð gefur skemmtilegan lit í uppstillinguna og í AÐAL jólalitnum (eða svo segir maðurinn minn). En AÐAL númerið á þessari mynd er samt langa mjóa silfurtréð (30x5 cm.) Það er úr dýrðlegum umbúðapappír sem ég átti síðan í fyrra. Ég límdi svo þessa guðdómlegu blúndu neðan á það og setti það ofan á kertastjaka. Glæsilegt.Á þessu stigi var ég komin í ham. Stóra tréð (30x9 cm) er úr pappír sem er eins og úr gamalli bók. Á toppinn setti ég gamla tölu úr töluboxi sem amma mín gaf mér, fjársjóður! Þessi tala er með svona lykkju aftan á, alveg einstaklega heppilegt til að stinga toppnum í gegnum. Litla tréð (15x7.5 cm.) er líka úr glimmerpappír og eina sem ég gerði var að líma blúndu utan um það og setja það á kertastjaka. Fremsta tréð (20x7 cm.) er vafið með afgangi af reyrðu (litaskiptu) garni. Þetta er ullarblanda og er svo hlýlegt og vetrarlegt. Ég límdi nokkrar litlar silfurstjörnur á framhliðina, þegar jólin eru búin get ég snúið því við og haft það ennþá uppi. Stóra stjarnan er keypt og er í uppáhaldi, eins finnst mér sérstaklega gaman að stilla upp á bækur og ekki er það verra ef það eru gamlar ljóðabækur eftir afa.

Ég veit að ég á eftir að gera miklu fleiri tré. Þetta er einstaklega fljótlegt og gaman að raða saman litum og stærðum eftir því hvað hentar hverju sinni. Þetta gæti t.d. verið skemmtilegt vetrarborðskraut. Það væri hægt að nota veggfóðursafganga, pappírshringservíettur, klæða keiluna með efni eða blúndum, skreyta með bómull, setja myndir á eða prenta út fallegar myndir og gera keiluna úr því og fleira og fleira. Svo þarf ekki að bæta miklu við til að snúa keilunni við og hengja upp sem kramarhús.

Jólakveðja

Linda Óla,
föndurkerling, handverkskona, myndlistamaður

Það er skemmst frá því að segja að ég á, nota og elska enn þessi tré. Ég hef notað þau á hverju ári bæði til að skreyta hér heima og í borðskreytingar.  

Litlu jólin í vinnunni 2013Ég hef verið óttalega ódugleg við að mynda jólaskrautið mitt síðustu 2 ár. Ég er eiginnilega bara í sjokki :O en ég fann hér 2 myndir af einni uppstillingu frá jólunum 2014 en ALLS ENGAR frá 2015 :o en ég skreytti örugglega...held ég :D

og hér eru svo trén komin upp með vetrarskrautinu í ár.
Svo nú er bara að rífa upp pappír og heftara og búa til nokkur auðveld jólatré :) 

Umslagakort

Ég hannaði þetta snið af umslagakortum fyrir um 2 árum, bjó síðan til smá sýnikennslu á aðferðinni fyrir snappið mitt. Ég hef oft verið...