Monday, December 17, 2012

17. des - jólakonfekt

Jessssörrí! Við hjónin drifum bara í að byrja á jólakonfektinu um helgina. Jáá nei, við erum ekkert voða myndarleg! Ykkur er alveg óhætt að sleppa því að vera með eitthvað samviskubit, hér hefur ekkert verið bakað fyrir jólin, ekki EIN einasta smákaka. Held bara að það hafi varla verið kveikt á ofninum í desember. EN ég á voða flott kerti sem ég keypti í Ameríkunni í haust sem er með bökunarilm. : D Voða sniðugt! :)


Við höfðum auðvitað heldur ekkert mikinn tíma í svona dúllerí, búið að bjóða fólki í bröns daginn eftir og konfektið átti að vera með kaffinu.  Þannig að, þegar tíminn er naumur er gott að velja auðveldu leiðina sem lúkkar sem vel og ekki verra ef það bragðast ekki mjög illa heldur :)

Við náðum að gera þessar 2 tegundir á uþb. 2 klukkutímum..


Hvítu molarnir: Við notuðum skógarberjamarsipan frá Odense (GJÖÐVEIKT), flöttum það út með smá flórsykri (eins og maður notar hveiti í bakstri) og skárum í bita með pizzahjóli. Skelltum bitunum í frysti í 5-10 mín á meðan við bræddum súkkulaðið og gerðum klárt í dýfingarnar) Hjúpuðum þetta síðan með hvítu Odense súkkulaði (það er reyndar frekar seinlegt og við komumst að því að það þarf helst 2 umferðir) og að lokum sprautaði ég dökku súkkulaði yfir dýrgripina :)  

Dökku molarnir: Konfektmarsipan flatt út penslað með Grand Marnier og smurt með núggati, brotið saman (þannig að núggatið verði inní), skorið í bita og fryst eins og hitt. Dýft í dökkt Odense súkkulaði og það sem skiptir MESTU máli, áður en ég setti það á diskinn stimplaði ég með hvítu shimmerdufti, sem MÁ borða, fæst í partíbúðinni, alltíköku og örugglega víðar (hér verður bara prumpað glimmeri um jólin). Duftið er ekkert alveg fast á, þannig að það þýðir ekkert að gera svona og stafla því svo í kæli :Þ Ég get svo svarið það að molarnir voru betri á bragðið með svona glitrandi áttablaðarós :)


Held ég steli mér einum mola úr ískápnum núna :) 



14. 15. og 16. des - Borðskraut

Jájá, nú er ég alveg gjööörsamlega búin að klúðra þessu jóladagatali. Engir póstar um helgina. Það hlaut að koma að því! :Þ

EN fátt er svo með öllu illt að ei boði nokkuð gott :) Ég var nebblega voða dugleg um helgina að jólast svo nú hef ég eitthvað að sýna ykkur næstu daga. 


Á föstudaginn voru Litlu jólin í vinnunni. Þetta er voða heimilislegt hjá okkur. Við erum hættar að hafa makana með, það eru bara konur sem vinna þarna og við höfum það bara svaka huggulegt, eldum sjálfar matinn, borðum saman, syngjum falleg jólalög, lesum jólasögu og opnum pakka. Þeir eru reyndar extra skemmtilegir, því við höfum fært leynivinaleikinn (sem margir kannast örugglega við) yfir á litlu jólin. Þannig að í haust dró ég minn leynivin sem ég gef jólagjöf. Þannig að maður veit hverjum maður er að gefa gjöfina og getur því spögulerað aðeins meira í þessu. Þetta hefur vakið þvílíka lukku skal ég segja ykkur :)

Það vildi svo skemmtilega til að ég lenti í skreytinganefndinni, já eða uppdekkunarnefndinni þvi það er löngu búið að skreyta allt í vinnunni :)   En það þurfti að dekka upp og gera úber huggulegt á uþb. klukkutíma, svo við kæmumst nú heim í sparifötin fyrir kvöldið :)

Við settum afganga af furu í háa vasa, fylltum þá með vatni og settum slatta af ferskum trönuberjum ofaná. Það þurfti ekki einu sinni flotkerti því trönuberin eru svo létt að þau héldu auðveldlega uppi sprittkertum.


þessa jólalegu diska kom ein með að heima frá sér, einlitar servíettur og þetta var bara ægilega krúttað :) Settum svo líka sprittkerti í lítil glös við hvern disk svo við gætum slökkt ljósin og haft kósí. 


Trönuberjailmkerti úr nettó (eru reyndar hárauð og glasið líka, myndast bara svona asnalega bleik) Nokkrir könglar í óreglulegri "uppröðun" og allir hamingjusamir :)


Ljós í poka :) Pokar úr bútasaumsefni með krukku inní með kerti. Skemmtilega ævintýralegt :)


Fallegi fimmarma kertastjakinn var dreginn fram og settur með yndislegu greniskreytingunni sem samstarfskona gerði fyrir aðventuna.



og svona leit þetta út þegar búið var að dempa ljósin. 


og að lokum, frábærustu samstarfskonur í heimi :)

Gleðileg litlu jól!

Friday, December 14, 2012

13. des - Litlir hlutir

Láttiggi eins og þú sértikkjadna, ÉG SÉ ÞIG VEL!  :)
Það væri nú sætt ef þú kvittaðir í gestabókina, bara svona svo mér finnst ég ekki vera að eyða tímanum í vitleysu. :) 

Hvað langar þig að sjá? Það væri gaman að heyra það :)

Í dag lauk næstum allri aukavinnu fyrir jól. Vá hvað það verður æði!  Ekki það að ég elska allt sem ég geri, en nú vantar mig tíma í að jólast. ;) Planið er að íbúðin verði eins og glimrandi jólahús á sunnudag, ég bara ÞARF á því að halda :)  

Annars var ég með síðasta námskeiðið fyrir jól á Siglufirði í kvöld.  Frábært kvöld með skemmtilegum skvísum :) Á leiðinni heim var ég mikið að hugsa um þessa "litlu hluti".  Ég vildi að ég hefði getið myndað þetta allt fyrir ykkur, en ég veit að þið getið séð þetta fyrir ykkur. 

Jólaljósin á Sigló voru alveg dásemd, yndislegir ljóskrossarnir í nýja kirkjugarðinum. Myrkrið og stjörnubjartur himininn í Héðinsfirði ólýsanlegt, Ólafsfjarðarkirkja fallega upplýst, glitrandi snjórinn í bílljósunum í múlanum, skakkir girðingastaurar í snjósköflum, ævintýraleg birta við marga bæi á leiðnni  og fleira og fleira.  Ekki gleyma að taka eftir litlu hlutunum í jólaannríkinu.

og að lokum þá sagði ein góð kona við mig í kvöld eitthvað á þessa leið, "ef þú ættir eina ósk, hvers mundiru óska þér, ef óskin yrði að vera fyrir einhvern annan en þig"? Þetta finnst mér góð spurnig. Ég held við ættum að óska öðrum einhvers oftar! Ég ætla allavega að reyna það!










Wednesday, December 12, 2012

12. des - Hurðakrans


Obbosí, nú er mín komin aðeins á eftir áætlun.  Ég biðst velvirðingar á því :Þ 


Þessi krans er kominn á útidyrahurðina mína og það er næstum því eina jólaskrautið sem er komið upp á þessu heimili, égsverða! Langar svo að fara að gera jólalegt hérna að það er ruuusalegt! En vinnan situr fyrir og ýmsir aðrir viðburðir sem ég þarf að mæta á, en ég ber miklar væntigar til helgarinnar, það á ALLT að gerast þá! Ó hvað ég vona svo innilega að ég verði í ofurskreyti og þrif stuði.


Það er alveg vonlaust að mynda þessa elsku á hurðinni, það er svo lítið ljós þar, svo ég færðann í meiri birtu svo þið gætuð dáðst að hverju smáatriði :) 


Haldiði að ég hafi ekki fundið svona drop dead gordjöss stjörnu úr berki í Garðheimum um síðustu helgi! Réttupphend sem eru að fílana! :)


 

 
Kúlurnar tvær eru þæfðar, eins og á aðventukransinum.  Blómið er gert úr léttlopa og stjörnuanísinn hvíttaður með akríl málningu. 



Þessar dásamlegu bjöllur keypti ég í Byko og svo hvíttaði ég könglana eins og anísstjörnurnar (fást t.d. í Söstrene Grene) og límdi svo á með límbyssu. 


 Svo bara VARÐ ég að hafa smá glimmer, það eru nú jólin :) Litlu stjörnurnar eru úr Blómaval (minnir mig). Já og borðann fékk ég í Blómaval, guðdómlegur! Hemp bandið hvíttaði ég líka með akrílmálningunni. setti bara smá málningu í hendina og dró bandið í gegn nokkrum sinnum. 


Já og nótnapappírinn! hann fékk ég í IKEA um daginn. Hann var líka til hvítur, ég gat nottla ekki valið svo ég keypti BÁÐA! ofkors! :)

En ég skuggalega ánægð með þennan krans. Við hittumst nokkrar í vinnunni og gerðum hurðarkransa á mánudaginn. Þeir voru allir dásamlegir og skemmtilega ólíkir. 

Setjið þið eitthvað á útidyrnar ykkar?



Tuesday, December 11, 2012

11. des - Handgert jólaskraut

Það er nú ekkert grín að blogga svona á hverjum degi. Ég dáist að fólki sem gerir það allan ársins hring.  Þetta er sko þvílík vinna :) en skemmtileg vinna :D Nú geng ég um allan daginn (og ligg hálfa nóttina) og spái í hvað ég gæti bloggað um :Þ  

Í dag rak ég augun í þessar greinar sem við erum með í félagsmiðstöðinni hjá okkur í aðal handverksstofunni. Á greininni hanga nokkur ný og gömul sýnishorn sem við leiðbeinendurnir höfum gert fyrir þessi og síðustu jól. 


Kúlan lengst til vinstri er nokkura ára gömul. Hún er úr filti, skorin út í cuttlebug og saumuð með vöfflusaumi og perlum.  Rauðu og hvítu prjónuðu kúlurnar eru úr bændablaðinu í fyrra, sennilega fengnar frá myndarlegu herramönnunum sem voru að gefa út jólakúlubókina á íslensku núna. Stóra gyllta kúlan er máluð með OneStroke aðferð fyrir nokkrum árum.

 Hvar er Valli?  Ég varð nottla að troða mér inná myndina :) Gráa jólakúlan er prjónuð úr einbandi fyrir amk 2 árum. Snjókornið lengst til vinstri (sést nú ekkert voða vel, en það er heklað ásamt stóru jólabjöllunni og rauðu og hvítu hjörtunum hægra megin fyrir jólin í fyrra.

Glæra kúlan í miðjunni (sést betur hér á næstu mynd) er skreytt með útklipptum þríhyrningum sem voru límd á kúluna ásamt borðum og stjörnum. Svo er líka slatti af glimmeri inní henni :)  Voða dúlló :) Mig minnar að hún hafi verið gerð fyrir 2 árum.


Rauða hjartað er saumað úr filti, skreytt með borðum og hekluðu blómi með perlum í. Fillt með filti. Rauða kúlan með gulldoppunum er þæfð úr ull og stungið títuprjónum með perlum og pallíettum á í. 


Rauða kúlan hérna næst er líka skreytt eins og þessi glæra með pappírs"trjám" og málaður snjór undir þau + glimmer. Rauða hvíta og gyllta prjónaða kúlan var ég að enda við að prjóna í síðustu viku úr nýju jólakúlubókinni. og þarna er svo annað filthjarta með borðum og hekluðum blómum lengst til hægri. 


Ég var reyndar að fatta núna þegar ég hlóð inn myndunum að það vantar allar litlu hekluðu og prjónuðu bjöllurnar sem við eigum til, þær hafa gleymst inní skáp greyin. Ég verð að bæta þeim á greinarnar á morgun!





Monday, December 10, 2012

10.des. - jólapakkar


Fyrsti jólapakkinn er klár og kominn til ömmu. Ég pakkaði honum inn rétt áður en við fórum með hann suður um helgina. Amma fær gullpakka, hún er svo mikið gull :) ég notaði mohair og lopa í blómin og borðann. Skar út merkimiðann og límdi eitt blóm á.


Mig langar að leika mér meira með garn í ár í pakkaskrautinu. Sennilega verða þeir nú ekki mikið með gullpappír, kannski frekar maskínupappír, en það gengur alls ekki fyrir ömmu ;) Það er alls ekki nógu skrautlegt :)


Hvernig er það hjá ykkur, pakkið þið öllu inn í stíl, eða eru pakkarnir allir mismunandi? Leggið þið eitthvað í innpökkunina eða er skiptir það engu máli, þetta er hvorteðer allt rifið í tætlur ánúll níu?

Afsakið seinaganginn, ég skrifaði póstinn í gærkvöldi en gleymdi að ýta á send :Þ obbosí :)

Sunday, December 9, 2012

9. des - kanilkerti

Jæja elskurnar, þá er komin heim úr borgarferðinni og get farið að sinna ykkur betur :Þ  En í dag skal ég segja ykkur hvernig 3ja og síðasta kertið á myndinni er gert.



Maður raðar kanilstöngum utan um kertið. það er gott að festa þær t.d. með heitri límbyssu. Límið er ekki varanlegt en þetta tollir amk þar til maður er búin að binda borða utan um og festa það betur þannig. Svo þegar kertið fer að bráðna þá festist þetta betur með bráðnuðu vaxinu.   Smá skraut og kveikja og húsið ilmar fljótlega af kanil :)

Ég mæli með að nota amk 7 cm breið kerti, 8 cm er best. Svo muniði að skilja kerti aldrei eftir án eftirlits.

En ohh hvað það var indælt að skreppa svona í borgina, jólast svolítið og hafa það huggó. Mæli með þessu á aðventunni.


Túdíllú! :)

Saturday, December 8, 2012

8. Des - Kerti með mynd



Af því að nú erég bara í vellystingum í borgarferð þá slepp ég billega frá þessum pósti. kerti númer 2, eða stóra kertið með tréinu er gert nákvæmlega svona 

Eigið góða helgi ;)

Friday, December 7, 2012

7. des - Glimmerkerti

SJÖUNDI desember! Vá ég trúi þessu ekki. Vika búin af desember, sem þýðir að ég er búin að halda út að blogga uppá hvern einasta dag í heila viku.  :)  Kraftaverk!


En bloggið í dag er um :
Kertin maður KERTIN!  Það er allt að verða vitlaust útaf þessum kertum. Ég fæ endalausar fyrirspurnir og öll námskeið full. Já og ekki nóg með það, nánast öll hvít kerti á landinu uppseld. Hvað er það? :Þ


Ok, á myndinni eru 3 kerti, og ég var að spá í að svindla pínu, og segja ykkur frá þessu á 3 dögum, eitt kerti á dag. Já nú er ég að spara smá tíma, því ég er á leið í borgina um helgina. Hafa það huggó með kallinum og kíkja kannski eina eða tvær búðir. :)  já, nei það verða ekki fatabúðir, meira svona fööööndurbúðir og kannski búðir sem selja KERTI!


Ég ætla að byrja á einfaldasta kertinu, en það er þetta rauða með glimmerinu.  Það er alveg hrikalega auðvelt að útskýra það, svo ég komist nú snemma í háttinn í kvöld. :Þ


Þið takið svona scor-tape (tvöfalt límband fæst víða en scor-teipið er bara sterkast og mér finnst það virka best í þetta) Það fæst í skrappoggaman.is í nokkrum breiddum. Límið það utan um kertið, takið pappírinn af líminu og hellið lausu glimmeri yfir og þjappið því svolítið í límið.  (munið að hafa blað undir svo þið getið notað það til að hella afgangsglimmerinu aftur í dolluna).  Glimmer fæst víða en er MJÖG misfallegt, misgróft/fínt og mismikið sjæný. og við viljum hafa glimmer sjæný ef við ætlum á annað borð að nota glimmer. Ég get 100% mælt með glimmerinu frá Mörthu blessuninni Stewart en það fæst í ... já einmitt... skrappoggaman.is.  Það er alveg gordjöss, fínlegt og fabjúlus! :)

Takið svo mjúkan en nokkuð stífan pensil og dustið glimmerið af sem loðir við kertið á óæskilegum stöðum. :) 

Tilbúið! Bjútífúl glimmerkerti á innan við 10 mín.



Hafið það huggulegt um helgina elskurnar :) Það ætla ég svo sannarlega að gera! :)


Thursday, December 6, 2012

6. des - Laufabrauð


Eitt af uppáhöldunum mínum fyrir jólin er að gera laufabrauð.  Ég man eftir að sitja í brauðgerðinni hjá pabba sem krakki inná skrifstofu eða kaffistofu og skera og bretta laufabrauð. Já þannig var nú haft ofanaf fyrir manni í denntíð :)  En svo fór ég nú held ég að sækja í þetta því mér fannst og finnst ennþá alveg ólýsanlega dásamlega gaman að bretta laufabrauð.  Ég segi bretta, því ég nenni ekki hnoða deigið, og breiða það út og helst ekki að steikja það, en mér finnst draumur að skera og bretta, búa til ótal munstur og slappa af í annríkinu.  

Annars var nú ekki mikið slappað af í laufabrauðinu hjá pabba og mömmu þegar maður komst á unglingsárin, þá reif maður sig upp kl. 6 á morgnanna (ef ekki fyrr) um helgar til að hjálpa til við að fletja út laufabrauðskökur fyrir hálfann bæinn í bílskúrnum (bakaríinu) hjá pabba.  


Ég var líka svo heppin að eignast tengdafjölskyldu sem er með mjög ríka laufabrauðshefð. (já og bara eru upp til hópa algjör jólabörn, sér í lagi maðurinn minn, þessi elska! ) Þar taka allir laufabrauð saman og taka heilan dag í þetta, enda erum við að tala um mörg hundruð kökur. Í ár voru það 470 kökur. Takk fyrir pent :) Alveg nóg til að þessi skvísa hér fái útrás fyrir sköpunargleðina. :)


Takið eftir kirkjunni þarna vinstra megin :) Ég skar hana ekki út :Þ Það var einhver snillingurinn í fjölskyldunni :) 



 En ég skar þessa út. Alein!  :D



Og þarna er það komið á fína fatið mitt inná stofuborð og búnkinn(lesist með norðlenskum hreim) strax farinn að þynnast.  

Gerið þið laufabrauð?

Wednesday, December 5, 2012

5. des - Jólamerkimiðar


Það er svo ótrúlegt að þó að ég viti alltaf nákvæmlega hvenær 24. desember rennur upp, þá man ég aldrei eftir að gera merkimiðana á pakkana fyrr en á síðustu stundu. Ég redda þessu bara jafnóðum ef ég þarf að senda pakka og þannig. En annars er þeim flestum keyrt út á þorláksmessu eða aðfangadag og ég get svo svarið það að ég hef oftar en ekki verið að græja síðustu merkispjöldin korter í jól. Þó ég hafi stundum sýnt örlitla forsjálni, þá er eins og það vanti alltaf samt miða kl. 3 á aðfangadag. 

Að sjálfsögðu fer ég nú ekki að brjóta þessa hefð í ár og er því ekki búin að gera neina pakkamiða fyrir þessi jól ennþá. En ég hef stundum tekið mynd þegar ég hef haft eina auka mínútu og mér datt í hug að deila því með ykkur.  Það þarf ekki að kosta mikla vinnu að gera sæta pakkamiða.

 2011 
Skar kartonpappír í ferhyrninga, rúnnaði 2 horn með hornaklippum, Stimplaði með textastimpli  og embossaði með hvítu, silfruðu og túrkís. Gleðileg jól stimplað með svörtu dye bleki og setti svo bara eitthvað smá einfalt skraut á og gataði fyrir bandið. Ok þessir voru ekki gerðir á aðfangadag...


2010
 ...en þessir voru gerðir á aðfangadag! Rauður kartonpappír pönsaður (gataður fyrir ykkur sem kunnið ekki föndurlingóið :Þ) með merkimiðapöns (gatari sem þrykkir út form). Eitt pönsað (nú eiga allir að vita hvað pöns er) snjókorn límt á og smá bling í miðjuna :) Það er ekkert eðlilegt hvað ég hef notað þennan snjókornapöns mikið. Maðurinn minn er kominn með leið á honum :Þ  en ég ölskann enn :) (bæði pönsinn og manninn)


2009
Greinilega gert korter í jól, en virkar alveg. Ég setti ekki einu sinni band, bara límdi endann á pakkana með límbandi :Þ. Annars klippti ég bara pappír í frekar mjóar ræmur, ca 2-3 cm, pönsaði hjarta með í hvíta pappírinn, klippti uppí endanna og límdi svo mjórri rauðar ræmar undir.  Ég fann engar myndir af þessu svo þessi mynd er "sviðsett" en mig minnir að miðarnir hafi verið mismunandi á litinn eftir því hvað passaði við pappírinn og ekki allir með þessum ákveðna pöns, en þið skiljið hvað ég er að fara  :)


2008
Nýskollin á kreppa, þó ég sé nú ekki viss um að það hafi skipt miklu máli við gerð merkimiðana þetta árið, en þetta var eitt af þeim árum, þar sem ég notaði bara hringpönsinn minn og bjó til hringlótta merkimiða úr munstruðum skrapppappír og allskyns skrautlegum pappír sem ég átti til. Það er alveg kjörið að nota pappírsafganga (þið sem eigið pappír á lager) í svona merkimiða. og ef maður á ekki pöns, þá er ekki lengið verið að búa til smá snið og klippa bara út einföld form. T.d. er hægt að strika eftir piparkökumótum ;) 


2007

Fórum í sumarbústað í lok október og gerðum jólakort nokkrar kvinnur (Súper kósí, mæli með því, þó þetta sé í eina skiptið sem ég hef gert þetta, þá er þetta draumurinn á hverju ári, en það er nú ekki alltaf 2007 :Þ. Þetta eru jólakort sem dóttir mín gerði handa skólafélögum en merkimiðarnir voru með sama sniði það árið :) Rauður pappír á 3d púðum á lítil hvít kort. pönsuð lítil snjókorn í silfri og hvítu og límd ofaná. 

Ég fann ekki myndir lengra aftur. Enda hefur mér nú oftast ekki þótt ástæða til að mynda þessa miða sérstaklega. Ég man reyndar eftir einum jólum fyrir langa löngu þar sem ég var með einlitan pappír og límdi á hann ræmu eða eitthvað skraut úr jólapappírnum sem ég notaði við innpökkunina. Það var nú sennilega ekki mjög smart, en ég sé alveg fyrir mér að það kæmi flott út í dag, með öllum þessum guðdómlega fallega jólapappír sem fæst. Þá á maður líka alltaf pottþétt merkimiða í stíl við pakkann og kostnaðurinn í lágmarki :) Svo má líka nota doily servíettu til að skrifa á eða bara skrifa beint á pakkann. Ég hef nú einu sinni gert það :) og fannst það bara töff :)

 En í ár stefni ég á að "dúlla" mér við að gera (lesist: gera á núll níu) þessa miða amk 3 dögum fyrir jól. Ætli mér takist það?  


Tuesday, December 4, 2012

4. des - Aðventukrans - TJÉKK


Það er eitthvað alveg sérstakt við að kveikja á fyrsta aðventukertinu. Í öllu annríkinu finn ég frið og gleði í hjartanu og það hellist yfir mig löngun til að sitja bara, gera ekkert nema horfa á fallega ljósið á kransinum mínum. Mikið er það yndislegt.



Nú ilmar húsið af greni, Ég notaði greni, furu, silkifuru og búksus í kransinn.
Ég er nú ekkert sérstakt náttúrubarn (get ekki haldið lífi í einni einustu plöntu) en ég læt mig hafa það  einu sinni á ári að verða öll í harpix á höndunum og fá mold undir neglurnar.  :)

Ég ákvað að nota bara sama sujstemið og síðustu ár, enda alveg dásamlegt að geta notað blautt oasis á bakkann og vökvað grenið.  :) 


Ég gat ekki valið hvort ég ætti að setja texta á kertin eða tölur, svo ég gerði bara bæði :) 


Ég bræddi "Við kveikjum" vísurnar á hvert kerti, sýnikennsla hér.



Kúlurnar þæfði ég með nál á frauðkúlur (lærði það af nýju samstarfskonunni ;) og stjörnurnar bjó ég til úr blaðsíðu úr ónýtri bók og setti perlubrads í miðjuna (fást í skrappoggaman.is)


Gataði svo gamla stafi sem ég átti (Thickers) og stakk prjóni í gegn til að festa á kertið. Þeir verða svo bara færðir neðar þegar kertið brennur niður.



Hvað getur maður eiginnilega tekið margar myndir af einum kransi? Hér eru tvær í lokin svona kósí með engri aukalýsingu.



Það var orðið svo dimmt til að taka myndir að ég bjargaði mér með því að (haldiði ykkur) setja lampa á hausinn á mér á meðan ég tók hinar myndirnar. Já ekki neitt svona iðnarljós á hjálmi eða þannig, ó nei! ég greip bara næsta lampa sem er þessi sniðugi úr Tiger, hvítt blóm á svona sveigjuarmi. Ég beygði arminn þannig að ég gat sett lampann eins og kórónu á hausinn. Jedúddamía það sem maður gerir ekki til að standa sig í jólablogginu :) 

En semsagt, eitt stykki aðventukrans, TJÉKK!

Umslagakort

Ég hannaði þetta snið af umslagakortum fyrir um 2 árum, bjó síðan til smá sýnikennslu á aðferðinni fyrir snappið mitt. Ég hef oft verið...