Showing posts with label Scrapbooking. Show all posts
Showing posts with label Scrapbooking. Show all posts

Thursday, April 19, 2018

Umslagakort


Ég hannaði þetta snið af umslagakortum fyrir um 2 árum, bjó síðan til smá sýnikennslu á aðferðinni fyrir snappið mitt. Ég hef oft verið beðin um að sýna þetta aftur. Nú datt mér í hug að þetta væri ágætlega geymt hér á þessu annars löngu gleymda bloggi. Mögulega verður þetta kannski til þess að blása smá lífi í það aftur, hver veit :Þ 

Kortin geri ég úr 12x12" pappírsörk og erum málin gefin upp fyrir þá stærð. Annars er alveg óþarfi að orðlengja þetta eitthvað frekar ;)  Myndir virka miklu betur :) 


































Svo er bara að finna alskonar fallegan pappír og tapa sér í gleðinni :)  



















Tuesday, July 10, 2012

Ber og sultur - Berries and jams

Uppskriftabók
Recipe book



Mig hefur langað að gera svona litla sæta uppskriftabók lengi lengi.  Eina sem mig vantaði var hugmynd um hvað ætti að vera í henni. Ég á alveg ágætis svona "mömmu" uppskriftabók sem ég skrifa í uppskriftir... og bara nokkuð skipulagða skal ég segja ykkur. Svo hvað er sniðugt að setja í svona bók. Hah... hugmyndin koma eins og þruma úr heiðskýru lofti þegar ég sá þennan pappír í skrappoggaman.

I have wanted to do a cute little recipe book for so long. I just didn't know what kind of recipe book. I have a perfectly good "mum" recipe book I write my "best" recipes in.... it's even quite organized :) So what makes a cute recipe book? The idea struck me when I layed my eyes on this cute America crafts paper.

Sultur, hvað er sætara en það?
Jams, what can be more cute?

Ég var bara rétt byrjuð þegar ég sá hvað þetta væri frábær vinkonugjöf. Er það ekki alveg möst að hafa eins og einn bláberja mojito í bókinni. Brill, whoooh! þið trúið ekki hvað ég er happý með þetta.  Þannig að úr varð uppskriftabókin "Ber & Sultur".  Ég tíndi saman geggjaðar uppskriftir sem ég hef prófað. Reyndar hef ég líka lengi ætlað að taka saman svona "gjöðveikar" berjauppskeruuppskriftir. Hah! nú tími ég aldrei að gefana :Þ  

Þessi er bara lítil, 10x15 cm.  7 blöð (14 síður með bak og forsíðu). Síðasta og næstsíðasta síðan eru festar saman me borða svo að bókin standi auðveldlega á borði ; ) Ég notaði bara eina síðu fyrir hverja uppskrift enda frekar einfalt að gera sultu :) Það væri alveg hægt að hafa flóknari uppskriftir og nota þá bara 2 síður í hverja uppskrift.  EÐA hafa bókina bara helmingi stærri :) 

I had just started when I realized what a perfect gift for a friend this was. Isn't it a must to include a blueberry mojito in a berry book? YES!!!  Whooooh! you cannot belive how happy I am with this book. So out came the "Berries and jams" recipe book. I used my favorite recipes in it. Actually I have been planning to gather "summer crop" recipes for a long time. Hah! I think I will keep this one myself :) 

This book is just a small one, about 4x6". 7 cards (14 pages if you count the front an back) The last and second last cards have a ribbon between them so that the book can stand easily ; ) I only used one page for each recipe, jams are pretty easy to make :) But it would be easy to include more complicated recipes if you just used 2 pages for one recipe OR just make the book twice as big :)

Allur pappír og skraut er úr skrappoggaman.is

Nóg af blaðri, látum myndirnar tala :)
Enough babbling, let the photos speak for itself :)


Uppskriftir bæði fram og aftan á.
Recipes both in front and back.










Þarf að ná á vinkonu minni til að skrifa inn upskriftina, fann ekki mína.
Have to contact my friend for the recipe, I couln't find my copy of it.

Ég skildi eftir 2 auðar síður fyrir nýja gullmola :)
I left 2 pages blank, for new favorites :)



Baksíðan - sultugerðarráð :)
Backpage - jam making advice :)


Hér sést borðinn sem festir bókina saman. (engar uppskriftir þarna inní)
Here you can see the ribbon that keeps the page as a tent. (no recipes inbetween)

Nú þegar ég er búin er hausinn troðinn af hugmyndum af litlum uppskriftakrúttbókum, pööörfekt fyrir vinkonur mínar. Þemað færi eftir vinkonunum...t.d. Kokteilar, bökur, bollakökur, pönnukökur, hráfæði, súpur, ís, eftirréttir, kaffiréttir, Súkkulaði, konfekt.... eruði að sjá þetta fyrir ykkur!  já og svo skulum við ekki gleyma hinu íslenska æði... prjónabók! :)  

Now that I have finished my head is exploding with ideas of little recipecutebooks, puuuurfect for my friends.  The theme customized for each friend... i.e. Coctails, pies, cupcakes, rawfood, pancakes, soups, icecream, deserts, coffie, chocklates, candy.... can you visualize it?  yes and lets not forget the wold wide rage... a knitting book! :)

Ó, nú langar mig í glænýja sultu! já eða bara svalan mojito ;) 
aww, now I want a freshly made jam! or just one chill mojito ;)

Sunday, April 29, 2012

Ferðalag - Journey

Hamingjan er ekki áfangastaður heldur eins konar ferðalag... (S.J)
Happiness is not a destination but more of a journey...


Þessi mynd var tekin af okkur hjónakornunum síðasta sumar á ferðalagi með uppáhaldsferðafélögunum okkar, Hildi og Helga að öllum öðrum ólöstuðum...þið eruð líka æði! 
The photo was taken of us last summer while traveling with our favorite couple, Hildur og Helgi. (not to put down anyone else...we love you too)

Allt fallega dótið í þessa síðu fékk ég hjá skrappoggaman.is. Maður getur bara ekki annað en elskað þennan pappír, hann er svo sumarlegur og sætur.
All the beautiful stuff for this page I got at skrappoggaman.is. It is impossible not to love this MME paper, it is just so summerly and sweet.

Eins og þið takið eftir þá hef ég ákveðið að fara aftur út í það að blogga bæði á íslensku og ensku. Útlendingarnir eru ekki alveg að ráða við íslenskuna :Þ
As you may notice I have decided to blog again in both icelandic and english. The icelandic is a bit difficult to understand  for the rest of the world. :Þ I am hoping that it will make a difference to someone :)

Eru ekki allir að komast í smá sumarfíling?
Isn't everyone ready for a wonderful summer?


Sunday, April 22, 2012

Einn tveir og...

B I N G Ó!

Ég er búin að gera nokkrar tilraunir til að skrappa þessa fjölskyldumynd, en alltaf hefur hún verið lögð til hliðar í hálfnuðu verki og önnur mynd komið í staðinn. En NÚ tókst það!


Ég fékk þennan dásamlega pappír sendan frá Skrappoggaman.is í vikunni og hann var bara alveg fullkominn :) og ekki skemma elsku elsku Prima blómin.... alltaf svo mikil yndi þessar elskur! 

Sagan á bakvið myndina er að Amma mín í Reykjavík pantaði þessa mynd...en það gekk nú ekki þrautalaust... held að það hafi verið teknar yfir 100 myndir því það var ekki séns að við gætum öll verið  nokkuð eðlileg á sama tíma. Ekki af því að við myndumst illa...nei nei... við erum nú svo myndarleg öllsömul :Þ  það var bara alltaf einhver í hláturskasti :D

Kannist þið ekki við svona fjölskyldumyndatökur?  :)

Thursday, March 8, 2012

2ja vikna afrakstur


jæææææjaaaaaa....loksins er ég búin með síðuna sem er búin að vera í vinnslu í  2 vikur.
Myndin er af fallegu dóttur minni. :)

....og ó dear lord hvað það var sársaukafullt að rífa þennan dásamlega pappír! :Þ

Næstum allt stöffið fæst eða fékst hjá www.skrappoggaman.is , nema kannski EEELDgamli MME ramminn sem er á bakvið myndina.  Já það kemur alltaf rétti tíminn til að nota gamla stöffið :)



Fyrir skrappnördana :)

Mest allt dótið var blekað, stainað og málað með hvítri akrílmálningu, í mörgum, mörgum umferðum.


Þetta stóra blóm var beislitað og vínrautt köflótt og grófa laufblaðið ljósbrúnt. Bæði stainað fyrst með distress stain og svo málað með hvítri akríl málningu og svo blekað smá með svörtu bleki. Litlu laufblöðin voru græn og blúndan túrkíslitið og voru bara máluð hvít í nokkrum umferðum og blekuð með svörtu örlítið. Stóra laufblaðið þarna efst var hvítt, en málað með glimmer glam og svo með hvítu. Pappírsblúndan var pönsuð með MS munsturgatara, blekuð og krumpuð og svo þurrburstuð með hvítu.


Það var eins með þessi lauf en stóra blómið með hempbandinu á var hvítt, stainað með túrkís, málað með hvítu og svo blekað með svörtu. Rósin og minna blómið voru bæði túrkís og bara máluð með hvítu og svo blekuð með svörtu. Stafirnir eru frá Glitz.


Þessi fallegi ljósastaur er frá Prima og grunnpappírinn mistaður með chalkboard misti, túrkís og hvítu.


Jæja, hvað finnst ykkur um að ég útlisti síðurnar svona, setji linka á þær vörur sem eru til og þannig? 
er eitthvað gagn í því?






Wednesday, February 15, 2012

Nú er sko gaman að skrappa!



Nú þegar allt er orðið svona fínt í föndurherberginu, þá tók ekki langan tíma að skella þessari síðu saman. Myndefnið er fallega skvísan mín. Þessi guðdómlega pappír og megnið af skrautinu er frá þeirri frábæru verslun Skrappoggaman

Saturday, January 14, 2012

Fyrsta síða ársins



Það er svo dásamlegt þegar skrappandinn kemur yfir mann, þessa síðu skrappaði ég með gamalli mynd af sjálfri mér.  Megnið af dótinu í hana fæst í Skrappoggaman.is . Ég er alveg ástfangin af þessum slettustíl sem er svo mikið inn núna. Svona hóflega shabby.  Ég notaði hvíta akrílmálningu og ljóstúrkísbláatt kalkmist í sletturnar. Annars er síðan mjög einföld.

Eigið góða helgi :)

Sunday, January 8, 2012

Skrapparinn

Já krakkar mínir, hún Anna Sigga snillingur er með skrappblað á netinu sem heitir Skrapparinn. Hún bað mig um að gera síðu eftir skissu sem hún gerði og er með leik í gangi til 13. janúar. Hvet alla skrappara til að kíkja á þetta. Skissur eru líka frábærar fyrir þá sem eru að byrja að skrappa og vantar smá ramma til að vinna eftir :) Hér er linkur á blogið hennar http://networkedblogs.com/stzHR og þar veljið þið "Skrapparinn og skrollið niður að 5. tölublaði :) Það er súper auðvelt að fletta blaðinu beint á netinu, ekkert download og ekkert vesen :)

Hér er svo síðan sem ég gerði. Myndirnar eru frá því að við hjónin skelltum okkur með vinum okkar til Stokkhólms á tónleika með meistara Leonard Cohen.  Algjör draumur skal ég segja ykkur! :) takið bara eftir sælusvipnum á þeim þar sem við biðum eftir lestinn eftir tónleikana. Priceless!

Monday, November 28, 2011

Scrapbooking weekend fun

Packing  "a few" scrapbook necessities, pajamas and a toothbrush and going away to meet a few fun ladies at a hotel to scrapbook together for a long weekend must be one of the most fun scrapbook related things I do.  Unpacking when I get home...not so much :Þ

This fall I did just that... there was so much laughter, great food and an occasional glass of wine it was amazing I even managed to do a few layouts :) 

I had just gotten my dusty attic products and I just fell in love!  TFL! :)







Umslagakort

Ég hannaði þetta snið af umslagakortum fyrir um 2 árum, bjó síðan til smá sýnikennslu á aðferðinni fyrir snappið mitt. Ég hef oft verið...