Showing posts with label Jóladagatalið. Show all posts
Showing posts with label Jóladagatalið. Show all posts

Monday, December 17, 2012

17. des - jólakonfekt

Jessssörrí! Við hjónin drifum bara í að byrja á jólakonfektinu um helgina. Jáá nei, við erum ekkert voða myndarleg! Ykkur er alveg óhætt að sleppa því að vera með eitthvað samviskubit, hér hefur ekkert verið bakað fyrir jólin, ekki EIN einasta smákaka. Held bara að það hafi varla verið kveikt á ofninum í desember. EN ég á voða flott kerti sem ég keypti í Ameríkunni í haust sem er með bökunarilm. : D Voða sniðugt! :)


Við höfðum auðvitað heldur ekkert mikinn tíma í svona dúllerí, búið að bjóða fólki í bröns daginn eftir og konfektið átti að vera með kaffinu.  Þannig að, þegar tíminn er naumur er gott að velja auðveldu leiðina sem lúkkar sem vel og ekki verra ef það bragðast ekki mjög illa heldur :)

Við náðum að gera þessar 2 tegundir á uþb. 2 klukkutímum..


Hvítu molarnir: Við notuðum skógarberjamarsipan frá Odense (GJÖÐVEIKT), flöttum það út með smá flórsykri (eins og maður notar hveiti í bakstri) og skárum í bita með pizzahjóli. Skelltum bitunum í frysti í 5-10 mín á meðan við bræddum súkkulaðið og gerðum klárt í dýfingarnar) Hjúpuðum þetta síðan með hvítu Odense súkkulaði (það er reyndar frekar seinlegt og við komumst að því að það þarf helst 2 umferðir) og að lokum sprautaði ég dökku súkkulaði yfir dýrgripina :)  

Dökku molarnir: Konfektmarsipan flatt út penslað með Grand Marnier og smurt með núggati, brotið saman (þannig að núggatið verði inní), skorið í bita og fryst eins og hitt. Dýft í dökkt Odense súkkulaði og það sem skiptir MESTU máli, áður en ég setti það á diskinn stimplaði ég með hvítu shimmerdufti, sem MÁ borða, fæst í partíbúðinni, alltíköku og örugglega víðar (hér verður bara prumpað glimmeri um jólin). Duftið er ekkert alveg fast á, þannig að það þýðir ekkert að gera svona og stafla því svo í kæli :Þ Ég get svo svarið það að molarnir voru betri á bragðið með svona glitrandi áttablaðarós :)


Held ég steli mér einum mola úr ískápnum núna :) 



14. 15. og 16. des - Borðskraut

Jájá, nú er ég alveg gjööörsamlega búin að klúðra þessu jóladagatali. Engir póstar um helgina. Það hlaut að koma að því! :Þ

EN fátt er svo með öllu illt að ei boði nokkuð gott :) Ég var nebblega voða dugleg um helgina að jólast svo nú hef ég eitthvað að sýna ykkur næstu daga. 


Á föstudaginn voru Litlu jólin í vinnunni. Þetta er voða heimilislegt hjá okkur. Við erum hættar að hafa makana með, það eru bara konur sem vinna þarna og við höfum það bara svaka huggulegt, eldum sjálfar matinn, borðum saman, syngjum falleg jólalög, lesum jólasögu og opnum pakka. Þeir eru reyndar extra skemmtilegir, því við höfum fært leynivinaleikinn (sem margir kannast örugglega við) yfir á litlu jólin. Þannig að í haust dró ég minn leynivin sem ég gef jólagjöf. Þannig að maður veit hverjum maður er að gefa gjöfina og getur því spögulerað aðeins meira í þessu. Þetta hefur vakið þvílíka lukku skal ég segja ykkur :)

Það vildi svo skemmtilega til að ég lenti í skreytinganefndinni, já eða uppdekkunarnefndinni þvi það er löngu búið að skreyta allt í vinnunni :)   En það þurfti að dekka upp og gera úber huggulegt á uþb. klukkutíma, svo við kæmumst nú heim í sparifötin fyrir kvöldið :)

Við settum afganga af furu í háa vasa, fylltum þá með vatni og settum slatta af ferskum trönuberjum ofaná. Það þurfti ekki einu sinni flotkerti því trönuberin eru svo létt að þau héldu auðveldlega uppi sprittkertum.


þessa jólalegu diska kom ein með að heima frá sér, einlitar servíettur og þetta var bara ægilega krúttað :) Settum svo líka sprittkerti í lítil glös við hvern disk svo við gætum slökkt ljósin og haft kósí. 


Trönuberjailmkerti úr nettó (eru reyndar hárauð og glasið líka, myndast bara svona asnalega bleik) Nokkrir könglar í óreglulegri "uppröðun" og allir hamingjusamir :)


Ljós í poka :) Pokar úr bútasaumsefni með krukku inní með kerti. Skemmtilega ævintýralegt :)


Fallegi fimmarma kertastjakinn var dreginn fram og settur með yndislegu greniskreytingunni sem samstarfskona gerði fyrir aðventuna.



og svona leit þetta út þegar búið var að dempa ljósin. 


og að lokum, frábærustu samstarfskonur í heimi :)

Gleðileg litlu jól!

Tuesday, December 4, 2012

4. des - Aðventukrans - TJÉKK


Það er eitthvað alveg sérstakt við að kveikja á fyrsta aðventukertinu. Í öllu annríkinu finn ég frið og gleði í hjartanu og það hellist yfir mig löngun til að sitja bara, gera ekkert nema horfa á fallega ljósið á kransinum mínum. Mikið er það yndislegt.



Nú ilmar húsið af greni, Ég notaði greni, furu, silkifuru og búksus í kransinn.
Ég er nú ekkert sérstakt náttúrubarn (get ekki haldið lífi í einni einustu plöntu) en ég læt mig hafa það  einu sinni á ári að verða öll í harpix á höndunum og fá mold undir neglurnar.  :)

Ég ákvað að nota bara sama sujstemið og síðustu ár, enda alveg dásamlegt að geta notað blautt oasis á bakkann og vökvað grenið.  :) 


Ég gat ekki valið hvort ég ætti að setja texta á kertin eða tölur, svo ég gerði bara bæði :) 


Ég bræddi "Við kveikjum" vísurnar á hvert kerti, sýnikennsla hér.



Kúlurnar þæfði ég með nál á frauðkúlur (lærði það af nýju samstarfskonunni ;) og stjörnurnar bjó ég til úr blaðsíðu úr ónýtri bók og setti perlubrads í miðjuna (fást í skrappoggaman.is)


Gataði svo gamla stafi sem ég átti (Thickers) og stakk prjóni í gegn til að festa á kertið. Þeir verða svo bara færðir neðar þegar kertið brennur niður.



Hvað getur maður eiginnilega tekið margar myndir af einum kransi? Hér eru tvær í lokin svona kósí með engri aukalýsingu.



Það var orðið svo dimmt til að taka myndir að ég bjargaði mér með því að (haldiði ykkur) setja lampa á hausinn á mér á meðan ég tók hinar myndirnar. Já ekki neitt svona iðnarljós á hjálmi eða þannig, ó nei! ég greip bara næsta lampa sem er þessi sniðugi úr Tiger, hvítt blóm á svona sveigjuarmi. Ég beygði arminn þannig að ég gat sett lampann eins og kórónu á hausinn. Jedúddamía það sem maður gerir ekki til að standa sig í jólablogginu :) 

En semsagt, eitt stykki aðventukrans, TJÉKK!

Monday, December 3, 2012

3. desember - Jólakort

ALERT! mikið af myndum!

Ég náði ekki að gera aðventukransinn í gær *snökt* en það verður bara 1. í aðventu í kvöld hjá mér :) Dagurinn fór að mestu í að gera jólakort, ekki fyrir mig, heldur uppí pantanir frá ættingjum og vinum :)  Þetta bætist nottla við það sem ég geri fyrir okkur fjölskylduna en það er allt í lagi því mér finnst ÆÐI að gera kort.  Ég er reyndar búin að gera 2 prufur af kortum fyrir sjálfa mig, en þið fáið ekki að sjá þau strax, þau eru algjört jólaleyndó :)


Í haust keypti ég mér alveg dásemdar útskurðarmaskínu. Gripurin heitir Silhouette Cameo, er tengdur við tölvuna og virkar svipað og prentari, nema er með hníf en ekki bleki og sker út pappír.  

Þetta virkar sem sagt svona:  prentað í prentaranum (hægt að sleppa því samt)

skorið í skurðarvélinni

Voila! :)  ohh bæbæ skæri :)
Ég er enn að læra á þessa elsku en ég get bókstaflega látið hana skera út það sem mér dettur í hug.  Klikkað gaman :)


Að sjálfsögðu er nýji fjölskyldumeðlimurinn látinn púla við útskurð í jólakortin :) 45 kort búin, ca 150 eftir : O  Ég notaði vélina í flest kortin en líka pönsa, pappír, stimpla, blek, glimmerlím, perlupenna og eithtvað skraut. Margt af þessu fæst í Skrappoggaman.is

 
















Þessi kort gerði ég svo fyrir kortanámskeið sem ég var með í síðustu viku, vélin fékk ekki að koma nálægt þeim :Þ Ég held ég geri bara fleiri í þessum stíl, sérstaklega þessi með fuglunum og englunum, er alveg rosa ánægð með þau.




Eruði að taka eftir fallega fallega fallega glimmerpappírnum í bakgrunninum sem ég keypti í ömmuríki í haust. Ég get bara ekki hætt að horfa á hann hér á borðinu! Hann mun verða í aðalhlutverki seinna í jóladagatalinu, enda ekki beint svona pappír sem sættir sig við að vera í aukahlutverki :) 







Jæja gott fólk, nú er bara að rífa fram pappír, skæri og lím og byrja að föndra :)

fjúff þá er ég búin að ná í rassinn á mér með þetta jólablogg, 3 póstar á sólarhring! Ég hlýt að fá verðlaun! :)

Sunday, December 2, 2012

2. desember - 1. í aðventu

Elskurnar mínar, það er fyrsti í aðventu í dag og ég er að venju EKKI búin að gera aðventukransinn. Ég skil barekki hvernig þetta gerist ár eftir ár. Ég sem eeeeelska að gera aðventukransinn.  Ég er að vona að ég nái að dúllast í þessu í kvöld. Það er ekkert búið að ákveða hvernig hann verður, ekki einu sinni komið greni í hús, obbobbobb. En þetta stendur allt til bóta. 

en þangað til, Christmas past.....  



Það var pínu fyndið að rifja þetta upp, mér finnst þeir nú ekki allir alveg eins OSOMM og þegar ég gerði þá, meira að segja gretti ég mig við amk einum. hehehe. en þeir voru allir elskaðir á sínum tíma. :) Svona er tískan skemmtilega breytileg. 

Ég hef gert jólakrans síðan ég byrjaði að búa (fyrir rúmum 20 árum... OMG!)  Ég hef yfirleitt tekið myndir af þessum krönsum (misgóðar reyndar) og lengst af var kransinn kringlóttur með háum kertum. En síðustu 10 ár hefur þetta aðeins breyst.  Ég á því miður bara myndir á digital síðan 2003 og 2004 og 2005 bara finn ég ekki.  Eldri myndir eru bara til á filmu og það tæki mig of langan tíma að grafa það allt upp þó það væri reyndar ótrúlega gaman :) kannski finn ég tíma í það seinna.

Byrjum á kransinum í fyrra, brjálað hugrekki að hafa hann svona "óhefðbundinn" í lit fannst mér, átti alveg rosalega erfitt með það.  Ég hugsa að ég tóni þetta aðeins niður í ár aftur :) En þetta var skemmtileg tilbreyting.

2010 - Þessi krans var gerður á núll níu man ég. En hann er bara sætur samt, kertin falleg líka :)

 2009 - Kertin voru nú fjólublárri minninr mig, en myndast bara svona voðalega rauð. Þarna hafði ég rekið augun í þennan líka þægilega bakka undir kransinn í Rúmfó sem ég hef notað síðustu 3 ár. Spurning hvað ég geri í ár.... hvað finnst ykkur? 

2008 - Fjólublá tímabilið stóð yfir í 3 ár hehehe. 

2007 - Þessi mynd var nú tekin rétt áður en ég reif allt af honum og pakkaði niður jólunum. Hann stendur þarna ofan á kassa ásamt fullt af jóladóti á leið í geymsluna.


2006 - Ég man að ég keypti þessi kramarhús á útsölu eftir jólin 2005 því ég varð alveg ásfangin. og þessi krans var algjör bylting í kransagerðinni hjá mér. Silfur og hvítt bara. En mér finnst þessi krans ennþá bara fallegur :)



 2003 - Svona var kransinn lengst af (sést nú ekki vel þið skiljið fáið smá hugmynd) Há kerti og oftast með gulli. Skonsan mín þarna bara 8 ára að borða myndaköku og horfa á teiknimyndir á jóladag á meðan við foreldrarnir undirbjuggum jólaboð. (eigum við eitthvað að ræða þenna dýrindis lampaskerm sem ég klæddi..... í stíl við gardínurnar!!!!  múhahahaha)


Þá er það stóra spurningin, ætli þið fáið að sjá nýjan krans á morgun.... 




Umslagakort

Ég hannaði þetta snið af umslagakortum fyrir um 2 árum, bjó síðan til smá sýnikennslu á aðferðinni fyrir snappið mitt. Ég hef oft verið...