Sunday, July 8, 2012

Vasa makeover



Jedúddamía! ég hélt ég hefði svo mikinn tíma til að blogga í fríinu mínu. Ekki aldeilis! 

Ég fékk þessa GJÖÐVEIKU silfurmálningu frá Martha Stewart hjá skrappoggaman og datt í hug að prófa smá meikóver á einhverjum hlut með henni. Eftir smá pælingar í hlutunum á heimilinu fann ég fórnarlambið, þennan 25 ára gamla vasa. ÚFF...TUTTUGUOGFIMMÁRA ... er það ekki orðinn safngripur? og já, ég fékk hann þegar ég var 5 ára :Þ eða ekki

OMG I really thought I would have tons of time to blog this summer while i am off from work. Nahh not at all! 

I got this AMAZING metallic Martha Stewart paint at skrappoggaman and I thought I´d try a makeover with it. After exploring my house for a while I decided on this vase I've had for 25 years. Whoa TWENTY FIVE YEARS...does that count as antique?  

Eitt stykki vasi, sandpappírskubbur, málning og pensill. 
One vase, a sanding cube, paint and brush. 

Byrja á því að pússa glerunginn smá, svo málningin grípi betur. 
First, sand the enamel to make the paint stick better to the vase.


Mála svo eina umferð.  Hef ég sagt ykkur frá Tim Holtz non stick mottunni minni. Alveg snilld. Bara hægt að strjúka málninguna af með röku bréfi eða tusku. Þessar sem fást í bakaraofnana virka líka :)
Paint one coat. Have I told you about my Tim Holtz non stick mat. Genious! Just wipe the paint of with a damp cloth. You can also use the ones made for baking :)

Önnur umferð...
Second coat...

... og þriðja.  Þessi málning er svo geggjuð! Eruði að sjá áferðina? BJÚ-TÍ-FÚL!
... and thrid. This paint is just delicious! Can you see the finish? Bee-you-tee-ful!

Tilbúið! þá er bara að skreyta.
All done, now it is just a matter of decoration.

Kannski smá rómantíska blúndu...
Maybe a little romantic lace...

eða svarta blúndu...
or some black lace...

skrautlegt bling... :)
swirly blingies... :)

eða kannski einfaldara bling...
or maybe a simple row of rhinestones...

lóðrétt...
vertical...

Endalausir möguleikar :)
Endless possibilities :)

Ég prófaði að hengja smá blóm og krúttað stöff (splitti, stein og prjón) á svarta borðann. Voða sætt :) 
I tried some flower and stuff on the black ribbon. A little cute :)
  
En svo skipti ég um skoðun og setti blingið á og glimmeraði opið. Lakkaði svo yfir glimmerið 2x svo það væri til friðs. 
Then I changed my mind and put the blingy on and also glittered the opening. Put glossy accent 2x over it to stop it from falling off.


Það er bara eitt vandamál, ég finn ekki stað fyrir hann greyið.
Only one problem, I haven't found a place for it yet! 

Ok, hvað finnst ykkur, blúndan eða blingið? Það góða er að það er ekkert mál að skipta um eftir hentisemi. Sé alveg fyrir mér hvað hann verður flottur í jólafötunum :)
So, what do you think, the lace or the bling? The good thing is that it is so easy to change. Can you imagine how great it will look in it's christmas suit :)

Njótið sumarsins elskurnar!
Enjoy the summer everyone!


3 comments:

  1. Glæsilegt hjá þér !
    Ég hefði líka verið í vandræðum að velja, bara spurning um staðsetningu, hvað fer best á hverjum stað. Þú hlítur nú annars að eiga fleiri vasa ea krukkur :) er þaggi ?
    Sumarkveðja <3

    ReplyDelete
  2. Ég fíla blingið;) Æðislegt að geta málað og breytt gömlum vösum.

    Kv.Hjördís

    ReplyDelete
  3. Flott breyting hjá þér og góðar hugmyndir, gaman að sjá hvað það er hægt að breyta mikið með litlu :)

    ReplyDelete

Umslagakort

Ég hannaði þetta snið af umslagakortum fyrir um 2 árum, bjó síðan til smá sýnikennslu á aðferðinni fyrir snappið mitt. Ég hef oft verið...