Monday, November 14, 2016

Les fólk enn blogg?

Heil og sæl, góðan og blessaðan! :)  
eða hvað segir maður eftir margra ára fjarveru :oÉg hef sem sagt ákveðið að blogga aftur...já eða amk gera heiðarlega tilraun til þess. Ég lofa ekki að það verði daglega, en í tengslum við snappið mitt er þetta kannski góð viðbót :) Fólk kvartar oft yfir því að missa af einhverju á snappinu eða vildi getað haft aðgang að því lengur.  Ég ætla þó ekki að fara að sjónvarpa snapptjattinu hér í heild sinni, alls ekki.  Ef þið viljið fylgjast með ÖLLU sem ég geri neyðist þið víst til að horfa á snappið. :D Ég hef meira hugsað þetta blogg fyrir sýnikennslur og hugmyndabanka. En sjáum bara til hvernig þetta þróast :) Fæst orð bera minnsta ábyrgð :Þ 


Snappið mitt er opið öllum @ lindaolaART

1 comment:

  1. Hlakka til að fylgjast með blogginu þínu ;-) kveðja frá Danaveldi Maria

    ReplyDelete

Umslagakort

Ég hannaði þetta snið af umslagakortum fyrir um 2 árum, bjó síðan til smá sýnikennslu á aðferðinni fyrir snappið mitt. Ég hef oft verið...