Wednesday, March 14, 2012

Eninga meninga.....

....hvað á að gera við peninga?


Ég meina, þegar maður ætlar að gefa fólki peninga í tilefni af einhverju. 

Mágkona mín og svili eru að fara til Tælands í 5 (FIMM) vikur, (neinei ég öfunda þau ekki neitt :Þ). Þau eru búin að vera að plana þessa ferð í amk ár og okkur langaði til að gefa þeim smá tælensk baht uppá grín áður en þau færu. Þegar það svo tókst loks að redda peningunum, þá var spurningin hvernig við ættum að útfæra þetta. Alveg óvart fæddist þessi hugmynd og mér datt í hug að deila þessu með ykkur. 

Skirtan er sem sagt peningur sem er brotinn í origami brot. Það er hægt að finna alskyns peninga origami brot á youtube, ef maður slær inn "Origami money fold". Landakortið fann ég bara á google og prentaði út. Blekaði svo kantana á því og umslaginu, festi lítið snæri með splittum í hornin og hengdi skirtuna á með mini klemmum. Restin af peningunum fór svo bara í umslagið.  


Eruði að sjá hvað það væri flott að útfæra þetta sem fermingarkort?


4 comments:

  1. Fargans snilld!! Fæ að ræna þessari hugmynd og setja með í viðtalið þitt ;) kv. barbara.

    ReplyDelete
  2. Æðislegt, takk fyrir þessa hugmynd
    kv Valgerður

    ReplyDelete

Umslagakort

Ég hannaði þetta snið af umslagakortum fyrir um 2 árum, bjó síðan til smá sýnikennslu á aðferðinni fyrir snappið mitt. Ég hef oft verið...