Monday, April 30, 2012

Afgangar - Leftovers

Ekki alveg hætt í kvöld
Not quite finished tonight


Án djóks... þá er þetta algjört afgangakort. Ég bara tímdi ekki að henda þessum pappírssnifsum sem lágu eftir á borðinu mínu. Svo þá er bara að púsla. Ég notaði meiraðsegja umbúðirnar af prima blómum (glæran með skriftinni). Stimpilinn var ég búin að stimpla áðan til að prufa fyrir hitt kortið, "pönsaði" hann út, smá blóm og skraut...voila. :) ölska svona kvöld sem allt gengur upp :)

No kidding... this is made from complete leftovers. I just couldn't throw away those leftover paper pieces, which I would normally do. So I decided to try out a little puzzling. I even used the prima flower packaging (the clear plastic with script). The stamp I had already stamped as a test for the other card, punched that out added a couple of flowers and a little embellies and voila! :) I love nights like this one, when everything just falls together so easily :)

Já var ég búin að nefna það að þessar dásemdir fást í Skrappoggaman.is? ;)

Það er engin leið að hætta - Can't stop now

Ég bara elska þennan pappír frá My minds eye.
I am in love with these papers from My minds eye.


Hrein dásemd alveg
Perfect in every way


Já ég verð líka að segja að ég hef aldrei átt svona netta límmús. Það er alveg dásemd að nota hana í smáatriði og svo er ótrúlega auðvelt að stinga henni undir pappír sem er hálflímdur til að festa betur...brilljant! :)
I have to say that I have never had a glue tape roller that is as neat as this one. It is excellent for details and super easy to use for fixing loose paper edges, slips under easily. Brilliant! :)


Sunday, April 29, 2012

Ferðalag - Journey

Hamingjan er ekki áfangastaður heldur eins konar ferðalag... (S.J)
Happiness is not a destination but more of a journey...


Þessi mynd var tekin af okkur hjónakornunum síðasta sumar á ferðalagi með uppáhaldsferðafélögunum okkar, Hildi og Helga að öllum öðrum ólöstuðum...þið eruð líka æði! 
The photo was taken of us last summer while traveling with our favorite couple, Hildur og Helgi. (not to put down anyone else...we love you too)

Allt fallega dótið í þessa síðu fékk ég hjá skrappoggaman.is. Maður getur bara ekki annað en elskað þennan pappír, hann er svo sumarlegur og sætur.
All the beautiful stuff for this page I got at skrappoggaman.is. It is impossible not to love this MME paper, it is just so summerly and sweet.

Eins og þið takið eftir þá hef ég ákveðið að fara aftur út í það að blogga bæði á íslensku og ensku. Útlendingarnir eru ekki alveg að ráða við íslenskuna :Þ
As you may notice I have decided to blog again in both icelandic and english. The icelandic is a bit difficult to understand  for the rest of the world. :Þ I am hoping that it will make a difference to someone :)

Eru ekki allir að komast í smá sumarfíling?
Isn't everyone ready for a wonderful summer?


Sunday, April 22, 2012

Einn tveir og...

B I N G Ó!

Ég er búin að gera nokkrar tilraunir til að skrappa þessa fjölskyldumynd, en alltaf hefur hún verið lögð til hliðar í hálfnuðu verki og önnur mynd komið í staðinn. En NÚ tókst það!


Ég fékk þennan dásamlega pappír sendan frá Skrappoggaman.is í vikunni og hann var bara alveg fullkominn :) og ekki skemma elsku elsku Prima blómin.... alltaf svo mikil yndi þessar elskur! 

Sagan á bakvið myndina er að Amma mín í Reykjavík pantaði þessa mynd...en það gekk nú ekki þrautalaust... held að það hafi verið teknar yfir 100 myndir því það var ekki séns að við gætum öll verið  nokkuð eðlileg á sama tíma. Ekki af því að við myndumst illa...nei nei... við erum nú svo myndarleg öllsömul :Þ  það var bara alltaf einhver í hláturskasti :D

Kannist þið ekki við svona fjölskyldumyndatökur?  :)

Sunday, April 15, 2012

Hér eru kort....

um kort...frá kortum...til korta :)



Nú er sko búin að vera hasar í föndurhorninu. Lím, borðar blóm, blek og whatnot útum allt. Alveg eins og það á að vera :)

 Það er eiginnilega komin hefð á það að ég geri amk eina kortalínu á hverju ári. Ég hef reynt að hanna þessi kort þannig að þau henti við flest tækifæri, fer bara eftir litasamsetningunni, svo má líka alltaf bæta kveðju framan á kortið ef maður kýs það heldur.

Það er reyndar alveg merkilegt hvað það er óendanlega hægt að finna nýjar og nýjar útgáfur af "sama" kortinu og alveg ótrúlega gaman að sjá þau verða til, hver með sinn karakter.

Kortin sel ég á facebook á síðunni Gleym-mér-ey.

Svo líta þessar elskur svo út


































Saturday, April 14, 2012

Bleyjuterta

Hún litla yndislega systurdóttir mín kom í heiminn á föstudaginn langa og mér leið eins og þegar öll hin dásamlegu systkinabörn mín komu í heiminn....eins og ömmu :Þ híhíhí.

Barnið var ekki væntanlegt fyrr en eftir 2 vikur svo ég var ekki reddý með gjöf og hvað gerir maður þegar allt er lokað á föstudaginn langa..... jú...


... maður rýkur í einu búðina sem er opin...Samkaup... og kaupir sitt lítið af hverju og býr til bleyjutertu! 


Ekki ný uppfinning...en skemmtileg samt sem áður :)

Í kökuna sjálfa fóru 2 bleyjupakkar.  Í fyllinguna: blautþurkur, svali (sérstaklega fyrir mömmuna), tannkrem, plástur og grisjur. 



Kakan var svo skreytt með borðum sem ég reif niður efni og tjull í og svo átti ég borða til að binda saman bleyjurnar. Smá blóm og snuð bundin í slaufurnar.



Þessi sæti flóðhestur með sæta tannburstann trónuðu svo á toppnum. :)


Kortið: sætur kjóll :) 


Ég rétt náði svo að klára þessa peysu handa dömunni. 


Finnst svo fallega mildir litirnir í henni


Sætu tölurnar fundust í föndurdöllunum mínum :)


finnst þetta munstur voða fallegt. 

Thursday, April 12, 2012

Páskar....

voru páskar? :o



Á þessu heimili fóru nú frekar lítið fyrir páskaskreytingum enda lá mín í þessar líka fínu flensu. 2 vikur! Jesssörrí ! Ekki spennandi :I

En betra er seint en aldrei, aldrei er of seint gott að gjöra og að hika er sama og tapa. Aumur er iðjulaus maður en allt verður einhvernveginn að vera..... nei ok...ég er ekki enn með hita. 



Það eina sem ég náði að gera sérstaklega fyrir þessa páska var að setja 2 kerti á bakka...  Vúhúú :Þ


...og troða nokkrum blómum á þau. Kertin áttu að vera þrjú, en það þriðja beið alltaf eftir því að lasarusinn skellti bleikri doppóttri servíettu utan á það. En það gerðist aldrei og kertið fær því annað hlutverk seinna. Flest blómin fást í þeirri dásemdarverslun Skrappoggaman

Þennan yndislega kertastjaka og kertið gaf hún bestasta systir mín um daginn. Það fékk smá sona páskaskreytingu í leiðinni. Litla doppan með nótunum er splitti sem ég stakk bara í kertið. Mér finnst það alveg ótrúlega bjútífúl :) jább og þetta dót fæst líka í....aldrei er góð vísa of oft kveðin.....Skrappoggaman


Ég afrekaði líka að skipta um þessi kerti og setja svona soft túrkís kerti sem ég fékk í Europris á útsölu á spottprís :) 

Finnst ykkur þessar hænur ekki ÆÐI! úff hvað ég ÖLSKA þær. Bara tú kjút þessar elskur :) Ég veit ekki hvar þær fást, tengdó gaf okkur þær fyrir nokkrum árum.
Líka þessar :)  Sprellikallinn var keyptur í Puerto Rico í fyrra.

Ég bara stóðst ekki þessar í Europris um daginn. Eitthvað svo flöffí og sætar :)


Ég varð að taka mynd af þessari blómagrein sem ég hef átt lengi. Mér finnst hún bara svo vorleg og falleg eitthvað. En hún fær nú að vera uppivið lengur en bara á páskum :) 

Svo eru það þessar rósir, algjört augnakonfekt.  Keypti þær í fyrrasumar í Europris. Beygði stilkana á þeim og tróð þeim ofaní blómapott.  



Unginn í egginu er eitt af elsta páskaskrautinu mínu. Þenna fékk ég í afmælisgjöf fyrir löööngu. Afmælið mitt lendir oft á páskum og því læðist oftar en ekki eitthvað páskaskraut í eða á pakka. Bara gaman að því :)  

Þessi krúttbolti er 25 ára í ár :) 

  Tókuð þið eftir eggjunum á nokkrum myndunum?  Dóttir mín (16 ára) uppástóð það í fyrra að fara að blása úr eggjum og mála. Ég var nú ekki alveg að nenna að fara að sullast við að blása úr eggjum, en gaf henni leyfi til að reyna þetta sjálf. Ég hélt nú reyndar að hún myndi gefast upp fljótlega en sei sei nei. Gellan tæmdi tvo stóra eggjabakka og fór svo að dunda sér við að mála. Það leið nú ekki á löngu þegar "barnið" var búið að standa í öllu veseninu að mamman settist niður og málaði nokkur egg líka. :)


Bara sætt erþaggi? Eða kannski pínu skerí : D


Í upphafi skyldi endirinn skoða.... ég verð nebblega að segja ykkur frá þessari sætu ungafjölskyldu sem býr í þessum eggjabakka :) Ég keypti hann af eldri borgara sem býr þá til. Hún setur þá í eggjabakka bæði til að geyma þá og til að stilla þeim upp á sölubásnum. En ég vildi nottla fá eggjabakkann með. Finnst þetta alveg brill hugmynd :)



Allt tekur enda um síðir...  líka meðganga systur minnar (þessari bestustu).  ÉG eignaðist litla yndislega frænku um páskana.  :Þ  Til hamingju Helga og Villi með prinsessuna :)

 Hér er sko SÆTASTI páskaunginn :) eigum við eitthvað að ræða hárið á barninu!



Umslagakort

Ég hannaði þetta snið af umslagakortum fyrir um 2 árum, bjó síðan til smá sýnikennslu á aðferðinni fyrir snappið mitt. Ég hef oft verið...