Sunday, April 22, 2012

Einn tveir og...

B I N G Ó!

Ég er búin að gera nokkrar tilraunir til að skrappa þessa fjölskyldumynd, en alltaf hefur hún verið lögð til hliðar í hálfnuðu verki og önnur mynd komið í staðinn. En NÚ tókst það!


Ég fékk þennan dásamlega pappír sendan frá Skrappoggaman.is í vikunni og hann var bara alveg fullkominn :) og ekki skemma elsku elsku Prima blómin.... alltaf svo mikil yndi þessar elskur! 

Sagan á bakvið myndina er að Amma mín í Reykjavík pantaði þessa mynd...en það gekk nú ekki þrautalaust... held að það hafi verið teknar yfir 100 myndir því það var ekki séns að við gætum öll verið  nokkuð eðlileg á sama tíma. Ekki af því að við myndumst illa...nei nei... við erum nú svo myndarleg öllsömul :Þ  það var bara alltaf einhver í hláturskasti :D

Kannist þið ekki við svona fjölskyldumyndatökur?  :)

1 comment:

  1. Flott útfærsla !
    Þökk sé digimyndatökunum að á endanum er oftast hægt að finna eitthvað nothæft :)

    ReplyDelete

Umslagakort

Ég hannaði þetta snið af umslagakortum fyrir um 2 árum, bjó síðan til smá sýnikennslu á aðferðinni fyrir snappið mitt. Ég hef oft verið...