Sunday, December 2, 2012

2. desember - 1. í aðventu

Elskurnar mínar, það er fyrsti í aðventu í dag og ég er að venju EKKI búin að gera aðventukransinn. Ég skil barekki hvernig þetta gerist ár eftir ár. Ég sem eeeeelska að gera aðventukransinn.  Ég er að vona að ég nái að dúllast í þessu í kvöld. Það er ekkert búið að ákveða hvernig hann verður, ekki einu sinni komið greni í hús, obbobbobb. En þetta stendur allt til bóta. 

en þangað til, Christmas past.....  Það var pínu fyndið að rifja þetta upp, mér finnst þeir nú ekki allir alveg eins OSOMM og þegar ég gerði þá, meira að segja gretti ég mig við amk einum. hehehe. en þeir voru allir elskaðir á sínum tíma. :) Svona er tískan skemmtilega breytileg. 

Ég hef gert jólakrans síðan ég byrjaði að búa (fyrir rúmum 20 árum... OMG!)  Ég hef yfirleitt tekið myndir af þessum krönsum (misgóðar reyndar) og lengst af var kransinn kringlóttur með háum kertum. En síðustu 10 ár hefur þetta aðeins breyst.  Ég á því miður bara myndir á digital síðan 2003 og 2004 og 2005 bara finn ég ekki.  Eldri myndir eru bara til á filmu og það tæki mig of langan tíma að grafa það allt upp þó það væri reyndar ótrúlega gaman :) kannski finn ég tíma í það seinna.

Byrjum á kransinum í fyrra, brjálað hugrekki að hafa hann svona "óhefðbundinn" í lit fannst mér, átti alveg rosalega erfitt með það.  Ég hugsa að ég tóni þetta aðeins niður í ár aftur :) En þetta var skemmtileg tilbreyting.

2010 - Þessi krans var gerður á núll níu man ég. En hann er bara sætur samt, kertin falleg líka :)

 2009 - Kertin voru nú fjólublárri minninr mig, en myndast bara svona voðalega rauð. Þarna hafði ég rekið augun í þennan líka þægilega bakka undir kransinn í Rúmfó sem ég hef notað síðustu 3 ár. Spurning hvað ég geri í ár.... hvað finnst ykkur? 

2008 - Fjólublá tímabilið stóð yfir í 3 ár hehehe. 

2007 - Þessi mynd var nú tekin rétt áður en ég reif allt af honum og pakkaði niður jólunum. Hann stendur þarna ofan á kassa ásamt fullt af jóladóti á leið í geymsluna.


2006 - Ég man að ég keypti þessi kramarhús á útsölu eftir jólin 2005 því ég varð alveg ásfangin. og þessi krans var algjör bylting í kransagerðinni hjá mér. Silfur og hvítt bara. En mér finnst þessi krans ennþá bara fallegur :) 2003 - Svona var kransinn lengst af (sést nú ekki vel þið skiljið fáið smá hugmynd) Há kerti og oftast með gulli. Skonsan mín þarna bara 8 ára að borða myndaköku og horfa á teiknimyndir á jóladag á meðan við foreldrarnir undirbjuggum jólaboð. (eigum við eitthvað að ræða þenna dýrindis lampaskerm sem ég klæddi..... í stíl við gardínurnar!!!!  múhahahaha)


Þá er það stóra spurningin, ætli þið fáið að sjá nýjan krans á morgun.... 
No comments:

Post a Comment

Umslagakort

Ég hannaði þetta snið af umslagakortum fyrir um 2 árum, bjó síðan til smá sýnikennslu á aðferðinni fyrir snappið mitt. Ég hef oft verið...