Monday, December 17, 2012

14. 15. og 16. des - Borðskraut

Jájá, nú er ég alveg gjööörsamlega búin að klúðra þessu jóladagatali. Engir póstar um helgina. Það hlaut að koma að því! :Þ

EN fátt er svo með öllu illt að ei boði nokkuð gott :) Ég var nebblega voða dugleg um helgina að jólast svo nú hef ég eitthvað að sýna ykkur næstu daga. 


Á föstudaginn voru Litlu jólin í vinnunni. Þetta er voða heimilislegt hjá okkur. Við erum hættar að hafa makana með, það eru bara konur sem vinna þarna og við höfum það bara svaka huggulegt, eldum sjálfar matinn, borðum saman, syngjum falleg jólalög, lesum jólasögu og opnum pakka. Þeir eru reyndar extra skemmtilegir, því við höfum fært leynivinaleikinn (sem margir kannast örugglega við) yfir á litlu jólin. Þannig að í haust dró ég minn leynivin sem ég gef jólagjöf. Þannig að maður veit hverjum maður er að gefa gjöfina og getur því spögulerað aðeins meira í þessu. Þetta hefur vakið þvílíka lukku skal ég segja ykkur :)

Það vildi svo skemmtilega til að ég lenti í skreytinganefndinni, já eða uppdekkunarnefndinni þvi það er löngu búið að skreyta allt í vinnunni :)   En það þurfti að dekka upp og gera úber huggulegt á uþb. klukkutíma, svo við kæmumst nú heim í sparifötin fyrir kvöldið :)

Við settum afganga af furu í háa vasa, fylltum þá með vatni og settum slatta af ferskum trönuberjum ofaná. Það þurfti ekki einu sinni flotkerti því trönuberin eru svo létt að þau héldu auðveldlega uppi sprittkertum.


þessa jólalegu diska kom ein með að heima frá sér, einlitar servíettur og þetta var bara ægilega krúttað :) Settum svo líka sprittkerti í lítil glös við hvern disk svo við gætum slökkt ljósin og haft kósí. 


Trönuberjailmkerti úr nettó (eru reyndar hárauð og glasið líka, myndast bara svona asnalega bleik) Nokkrir könglar í óreglulegri "uppröðun" og allir hamingjusamir :)


Ljós í poka :) Pokar úr bútasaumsefni með krukku inní með kerti. Skemmtilega ævintýralegt :)


Fallegi fimmarma kertastjakinn var dreginn fram og settur með yndislegu greniskreytingunni sem samstarfskona gerði fyrir aðventuna.og svona leit þetta út þegar búið var að dempa ljósin. 


og að lokum, frábærustu samstarfskonur í heimi :)

Gleðileg litlu jól!

2 comments:

  1. vasarnir með trönuberjunum koma mjög vel út!

    ReplyDelete
  2. Very great post. I simply stumbled upon your blog and wanted to say that I have really enjoyed browsing your weblog posts. After all I’ll be subscribing on your feed and I am hoping you write again very soon!

    ReplyDelete

Umslagakort

Ég hannaði þetta snið af umslagakortum fyrir um 2 árum, bjó síðan til smá sýnikennslu á aðferðinni fyrir snappið mitt. Ég hef oft verið...