Saturday, January 7, 2012

2012

Gleðilegt nýtt ár! Desember flaug bara út um gluggann hjá mér, ótrúlegt hvernig tíminn flýgur þegar það er gaman :)  Við nutum aðventunnar í botn og merkilega lítið stress sem fylgdi jólunum í ár. Dásamlegt. 

Nú er nýtt ár gengið í garð og ég hef ákveðið gott fólk, að skipta yfir í íslenskuna hér á þessu bloggi.  

Er ekki bara fínt að byrja á því að sýna ykkur nokkrar myndir af jóladótinu mínu...svona rétt áður en ég pakka því niður.  

Fallega stjarnan sem ég keypti fyrir jólin og átti að fara í gluggann, en ég snarhætti við það þegar ég sá svona stjörnu hjá henni Dossu snillingi :)


Skreyting sem ég skutlaði saman og átti að vera til bráðabirgða í byrjun aðventu, en svo var ég bara svo ánægð með hana að hún fékk að standa. Stundum gerast hlutir bara óvart! Hvíta jólatréð er úr Ilvu, silvurlitaða tréð, hreindýrin (ótrúlega falleg fyrir 500 kall), snjókornin, snjórinn og könglarir úr RL. Kertið...síðan á jólunum í fyrra. :o


og hér er fallega fallega hreindýrið sem ég fékk í Pier fyrir jólin. Ég notaði svo afganginn af greninu sem fór í aðventukransinn og setti það í vatn í vasa.


áður en ég brenndi kertin


Þessi engill varð 40 ára um jólin, þetta er spiladós og er mill ALLRAheilagasta jólaskraut.  Englarnir tveir gaf snillingurinn hún tengdamamma mín okkur. En hún býr til jólaskraut og gefur börnunum sínum og barnabörnum um hver jól. Yndi :)


Jólagjöfin frá tengdó í ár :) Þvílíkar dúllur :)


Aðventukransinn, svona rétt áður en hann verður tekinn í sundur. Mér finnst hann alltaf fallegri þegar kertin eru svona brunnin niður.


Litið sætt jólasveinapar frá tengdó, snjókúla sem ég setti mynd og smá skraut inní af dóttur minni og svo jólakötturinn. Snilldarverk eftir Aðalheiði listakonu :)


Önnur stjarnan sem ég keypti fyrir jólin fékk að fara í gluggann, alveg risastór og hún er sko komin til að vera :)


Þessi jólaskreyting er alveg dásemd. Hún fer bara í poka eftir jólin og er svo sett aftur upp næstu jól. Ætli þetta séu ekki 5. jólin hennar. En á hverjum jólum geri ég alltaf smá breytingar á henni, t.d. setti ég núna snjókornin á hana. Í fyrra var ég með stór fjólublá snjókorn á henni. (því þá var fjólublátt þema hjá mér..heheh) Jólasveinninn er að sjálfsögðu frá Himneskum herskörum, eeeelska dótið hjá þeim :)


Þá er það baðið. Við endurnýjuðum baðið fyrir 2 árum og það er svo gaman að skreyta þar. Mér finnst bara allt verða svo fallegt þar inni :)

Ogguponsusveinar frá Svíþjóð, og Prjónuð karfa sem ég nota fyrir þvottastykki á baðinu.


já, ég verð eiginnilega að segja ykkur frá þessari körfu, því bossinn minn, hún Olga, er svo frábær að hún prjónaði 11 svona körfur handa okkur skvísunum í vinnunni fyrir jólin í fyrra. Ekkert venjulegur boss þar á ferð! Já og Þvottaklemmujólinn kemur frá Hvammstanga. Mæli með að kíkka í handverkshúsið þar :)


Þessa sætu jólakalla gerði mamma mín handa okkur. Sætur, sætari, sætastur !


Þessa kappa fann ég fyrir nokkrum árum í 10-11... skemmtilegir. Dúkurinn er úr RL.  Svo leyfði ég bara veskinu að vera með á myndinni...það er nebblega svo fallegt :)


Hér sést svo inná baðið. Það er alveg ótrúlega lítið en ég sýni ykkur það kannski seinna. Nokkrar skemmtilegar lausnir þar.


Fjúff...þetta var rosalegt myndaflóð. Vona að ég hafi ekki gert útaf við ykkur í fyrsta bloggi ársins...

Njótið helgarinnar elskurnar!







No comments:

Post a Comment

Umslagakort

Ég hannaði þetta snið af umslagakortum fyrir um 2 árum, bjó síðan til smá sýnikennslu á aðferðinni fyrir snappið mitt. Ég hef oft verið...