Tuesday, January 17, 2012

Tiltekt

Ég datt í einhvern rosalegan tiltektargír fyrir helgi og er búin að eyða þremur dögum hér í vinnuherberginu við djúphreinsun á allt áratugsgömlu uppsöfnuðu dóti. Það er merkilegt hvað maður nær að sanka að sér af dóti og DRASLI! ÞRÍR fullir svartir ruslapokar komnir út í gám og ég loksins farin að sjá fyrir endann á þessu, þá dettur mér í hug að fara að mála herbergið. Svo þið verðið að bíða ögn eftir myndum. 

Annað verkefni sem hefur lengi verið á tú dú listanum mínum fór loks í framkvæmd rétt fyrir jól. Að hengja upp fjölskyldumyndir. Það er bara eitthvað svo huggulegt og heimilislegt við það. Rammarnir eru héðan og þaðan, nokkrir áttu einmitt orðið lögheimili í einni hrúgunni í vinnuherberginu og biðu þess að fá æðra hlutverk. 

Ég ætlaði fyrst að setja þetta allt í eina stóra þyrpingu á ákveðinn vegg, en svo fannst mér þetta miklu betra svona, í tveimur þyrpingum á tveimur minni veggjum.  Rammarnir eru svo miklu meira happý núna...ég bara finn hvað þeir eru glaðir :)
 

Ég bjó til tússtöflu úr einum rammanum sem fóru á vegg í eldhúsinu. Eina sem ég gerði var að setja skrapppappír í rammann í staðinn fyrir mynd. Fyrir jólin notuðum við hana sem aðventudagatal og svo voru teiknaðar jólamyndir og oþh um jólin. Núna er hún notuð fyrir matseðil vikunnar (siður sem ég er að reyna að venja mig á), innkaupalista, spakmæli og skilaboð. Ég var var hins vegar ekki fyrr búin að dáðst að þessu þegar kallinn var búinn að hengja þetta upp þegar þau feðgin fóru að nota töflutússpennann til að teikna inná hinar myndirnar :Þ Mér hafði ekki dottið sá möguleiki í hug. En þetta gekk yfir og nú fá fínu myndirnar að vera í friði.....jaaa eða svona að mestu :)Spakmæli dagsins: 

HINKRAÐU
...áður en þú gagnrýnir
HLUSTAÐU
...áður en þú bregst við
HUGSAÐU
...áður en þú talar
REYNDU
...áður en þú gefst upp

1 comment:

  1. Haha, óþekka fjölskyldan krotandi út um allt! Þetta er svo fínt hjá þér :)

    kv.Soffia

    ReplyDelete

Umslagakort

Ég hannaði þetta snið af umslagakortum fyrir um 2 árum, bjó síðan til smá sýnikennslu á aðferðinni fyrir snappið mitt. Ég hef oft verið...