Mér datt í hug að kannski hefði einhver gagn eða gaman að því að sjá skreytingarnar í fermingunni hennar.
Við (ég) vorum svo óheppin að standa í fermingarundirbúningi veturinn eftir hrunið, ekki mjög heppilegt fyrir föndurkonu eins og mig sem á bara eina dóttur og var búin að plana að dúlla mér við skreytingar og annan undirbúning allan veturinn. Þær urðu ófáar ferðirnar sem ég skannaði búðir í leit að skrauti, fatnaði og þess háttar. Það var sko ekki mikið um dýrðir í verslunum á þessum tíma, og ef ég fann eitthvað fallegt, þá kostaði það yfirleitt hönd og fót. Flestar búðir voru líka mjög seinar með skreytingar, og því eitthvað erfitt að finna skemmtilegar hugmyndir. Þetta endaði því flest með því að ég bjó allar skreytingar til sjálf.
fallega fermingarbarnið mitt
Fermingarbarnið fékk að sjálfsögðu að velja litaþemað fyrir veisluna og varð eplagrænn fyrir valinu. Móðirin hefði getað hugsað sér annan lit í upphafi (bleikan), en tók djúpt andann og leyfði barninu að velja. Þegar svo vöruskorturinn kom í ljós, varð fljótt ljóst að okkur (mig) vantaði annan lit með til að gera þetta aðeins líflegra. Aftur fékk barnið að velja.....og þá fyrst fór nú mamman að svitna yfir litavalinu...júbbb... krakkinn vildi fjólubláan! Grænt og fjólublátt! Vikurnar liðu og eftir að hafa skoðað allt skreytingarúrvalið á Akureyri 12 sinnum og amk 1 sinni í Reykjavík, þá ákvað ég að gera tillögu að þriðja litnum. Dóttir mín er auðvitað smekkmanneskja og samþykkti þennan lit strax :) Plómufjólubleikur... eða hvað sem má kalla hann. Þetta varð því niðurstaðan.
Ein ábending til ykkar sem eruð að fara að ferma. Fáið einhvern ættingja eða vin til að taka myndir, af ÖLLU. Fermingarforeldrar hafa oftast í nógu að snúast (við vorum samt með fólk í eldhúsinu) og það gefst ekki svo mikill tími til að mynda allt í bak og fyrir.
Jæja vindum okkur í þetta :)
Ég var svo ljónheppin að fá sal með grænu áklæði á stólunum, jibbý! eitt-núll fyrir mér :)
Svona var innkoman í salinn. Við komumst að því að með því að skáa borðunum, þá var mun rýmra um borðin. Veisluborðið sjálft var svo í miðjum salnum.
Við skiptum borðinu með upphækkun þvert yfir það (Froðuplastkubbar). Aftan við upphækkunina voru matardiskarnir (og seinna kaffidiskarnir) Maturinn var svo framan við.
þessi mynd var tekin áður allur maturinn var kominn á borðið
Ég fékk lánaða þessa 3 glervasa sem eru á upphækkuninni. Batt tjullborða utan um þá og raðaði svo í hvern þeirra þremur gerfi gerberum (úr IKEA), fyllti með vatni og setti svo flotkerti ofaná.
Ótrúlega ódýr og flott lausn.
Við leigðum hvíta dúka í þvottahúsi, og reyndist það ekki dýrara en að fara að nota bréfdúka eða kaupa efni í RL og klippa niður. Ég setti líka slaufur á hornin (með nælum) og í miðjunni á þeim hangir kristalsdropi (plast) sem ég keypti held ég í Blómaval á útsölu. ;)
Í salum var þetta fína (en ljóta) "bakkarennuborð". Alveg hreint tilvalið undir glösin svo ég keypti bara ódýran jarðvegsdúk og skellti yfir hann. Allt annað líf bara.
Bollarnir voru svo settir þarna eftir matinn.
Servíetturnar voru keyptar í Býflugunni og blóminu og fíberdúkarnir í Blómabúð Akureyrar. Það er alveg lygilegt hvað meterinn af svona fiberlengjum kosta. Sérstaklega þessum ljósari. Svo til að þurfa aðeins færri metra, þá klippti ég þá styttri og hafði svo ódýrari mjóar ræmur yfir. Ég komst svo að því að það var bara betra að láta ekki lengjurnar ná útaf endunum, þeir hefðu verið á fleygiferð þannig. Litlu blómin fann ég í Blómaval og kostuðu eitthvað lítið og Kertastjakarnir voru í RL á útsölu, mig minnir að þeir hafi kostað 99 kr. 2 saman. SWEET :D Ég verð svo að játa það að ég er með smá komplexa þegar kemur að ódýrum hnífapörum (hver hefur sinn djöful að draga) svo það var farið í að safna saman sparihnífapörum úr fjölskyldunni (ég efast um að nokkur hafi tekið eftir því nema ég samt) en það gladdi mitt litla hjarta :)
Ein af séróskum fermingarbarnsins var að hafa svona hlaupkúlur. Þetta eru svona pínulitlar kúlur (svipuð og hrogn, en þegar þær eru lagðar í bleyti draga þær vatnið í sig og verða stærri. Eina vesenið var að þetta er rándýrt...ja, allavega ef maður þarf nokkra poka af þessu. En glæru kúlurnar voru MIKLU ódýrari en þær sem voru litaðar, svo ég ákvað að redda mér. Tók þessar glæru og lagði í bleyti eins og uppskriftin á pakkanum sagði, nema ég skellti smá matarlit í vatnið fyrst ;) Kúlurnar urðu þó ekki nógu litmiklar svo ég hrærði bara meiri matarlit útí eftirá, þar til ég var ánægð með litinn. Ég fékk þessa glervasa lánaða á öll borðin, keypti stráin og blómin í blómabúð(mörg á hverri grein), klippti niður og setti í vasana með kúlunum. Fermingarbarnið happý :)
Ó hvað ég vildi að ég hefði átt fallegan kertastjaka undir fermingarkertið. En það var kreppa :I
Gestabókina keypti ég í Europris og skreytti að utan og innan ásamt kertinu.
Blómunum var stungið í með prjónum.
Hér sést hin hliðin
og smá svona díteils :)
Vá hvað þetta er orðið langt!
Hér sést svo pakkaborðið, en þar voru líka gestabókin og albúm með fermingarmyndunum, en þær voru tilbúnar fyrir veisluna. Skreytinguna gerði ég líka sjálf, en held ég eigi því miður ekki betri mynd af henni. Hún var með gerfiblómum, svo ég gat gert hana löngu áður.
Svo voru myndir af fermingarbarninu látnar rúlla á tölvuskjá.
Svo verð ég að láta eina mynd af frænkunum hér inn. Þær eru bara svo sætar og alveg í stíl ;)
Vá mér datt ekki í hug að þetta gæti orðið svona langt þegar ég byrjaði á þessum pósti, og ég er enn með efni í annann. Kökurnar sko....KÖKURNAR! :)
Framhald fljótlega elskurnar.....