Tuesday, February 7, 2012

Af hverju að skipta um umræðuefni...


þegar umræðuefnið er svona skemmtilegt og vinsælt, höldum áfram að skreyta kerti :)
Núna er einmitt tími kerta og kósíheita :)

  


Mér datt í hug að sýna ykkur hvernig hægt er að stimpla á kerti.  Eins og þetta silfraða hér að ofan (hitt er úr sýnikennslunni um daginn)

Það sem þarf, er kerti (daaaa), stimpill og blekpúða. (Blek er mjög mismunandi, svo þið verðið eiginnilega að gera prufu t.d. á afgangskertastubb).  Ég notaði Archival blek sem fæst hjá skrappoggaman.is og gamlan stimpil sem ég ööölska og er frá Lil' Davis stamps.



Fyrri hluti: Leggið stimpill á bakið og blekið hann vel. (þetta er auðveldi hlutinn) :)



Seinni hluti: Nú þarf maður að setja tunguna út og vanda sig :)
Haldið með BÁÐUM höndum á kertinu og rúllið því hægt en örugglega eftir stimplinum. (þessi og næsta mynd voru feikaðar, því ég gat ekki bæði haldið á myndavélinni og rennt kertinu yfir ;Þ ).




VOILA :) Tilbúið !!!!  (þrífið stimpilinn vel ef ykkur þykir vænt um hann)



Það væri alveg hægt að nota kertið bara svona. 




En ég gat nottla ekki hætt og fór að leita að perlu til að setja í miðjuna.....

...Stóra.......


......litla.......


...eða kannski túrkís.... Það er svo hentugt að máta þessar sjálflímandi perlur við allt mögulegt.


Ef þið eruð ekki með sjálflímandi perlur eða skraut, þá er þetta lím aaaaalgjör snilld :)  (jújú, fæst í Skrappoggaman.is)

Svo datt mér í hug að nota perlupenna til að gera "gervi" perlur allan hringinn.


Þarna hefði ég átt að hætta, en ég gat ekki stillt mig um að prófa að setja smá silfur glimmer, en mér fannst það svo ekki vera að gera sig.


Og þarna eru þau svo saman. Marimekko kertið og nýja stimplaða kertið.

Hér er svo annað svona kerti sem ég gerði í fyrravetur.  Þarna notaði ég hvítt Stazon blek,  munsturgataða pappírsræmu og snjókorn, blóm og borða.


Alveg í stíl við kortið sem fylgdi með, en ég á ekki mynd af því, en það var eins og þessi, nema í sömu litum og kertið :)


Var ég búin að segja hvað ég ööölskennan stimpil :)

6 comments:

  1. Big like!! Er einmitt búin að vera að stimpla á kerti :)

    ReplyDelete
  2. Svaka flott og geggjaður stimpill :)
    kv.Auður

    ReplyDelete
  3. mig laaaangar svo í hann..... Já ennþá.. Hann er geðveikur...
    kv. Signý

    ReplyDelete
  4. LOL Signý, ég VEIT...hann er GEÐVEIKUR! ég held að hann sé enn fáanlegur á netinu ef þú leitar vel :)

    ReplyDelete

Umslagakort

Ég hannaði þetta snið af umslagakortum fyrir um 2 árum, bjó síðan til smá sýnikennslu á aðferðinni fyrir snappið mitt. Ég hef oft verið...