Thursday, February 9, 2012

Ég get ekki beðið lengur....

með að sýna ykkur hvað ég er búin að vera að dúlla mér í þvottahúsinu. Eða finnst ykkur ekkert gaman að þvo þvott?  .....nei ekki mér heldur...eða mér FANNST það ekki gaman.  En það standa endurbætur yfir í þvottahúsinu sem eru alveg að klárast. Það eina sem vantar eru hurðar á skápana og borðplata yfir þvottavélina og þurkarann og það verður einhver smá bið eftir því, EN það er strax orðið MIKLU skemmtilegra að þvo þvott! Á ég að segja ykkur af hverju?


Jú það eru allir litlu hlutirnir  : )


Þvottaefnið fékk stóra fína krukku til að búa í....
  

...og mýkingarefnið svona úber sæta flösku


Uppþvottaduftið leigir í þvottahúsinu, enda uppþvottavélin bara handa við vegginn. Miklu þægilegra en að bogra í vaskaskápnum :)


Ég fékk krukkurnar í Pier en flöskuna í Nettó og dundaði mér svo við að skreyta þetta smá :)


Skrautið er úr Skrappoggaman og fleiri fallegum föndurbúðum.


Ég stóðst ekki þennan blómapott í IKEA, svo fallegur :) 


 og þessi vasi og vatnsúðakanna fundust í Tiger :)


Þetta hjarta gerði ég þegar ég fór á námskeið til henna Dísu í Auskulu. Dásemd!


og þar sem ég er búin að vera að drita niður myndum út um alla íbúð þá varð ég að setja eina í þvottahúsið. Þetta er fallega dóttir mín að telja táslurnar sínar :)  Dregur fram bros hjá mér í hvert sinn sem ég geng inní þvottahúsið :)


Rammann fékk ég annaðhvort í RL design eða Tiger design. Nema að hann var silfurlitaður. Ég spreyjaði hann svo svartan, nema mér lá svo mikið á og spreyjaði hann í hörkufrosti úti á palli. EKKI gáfulegt :Þ  Lakkið varð allt krumpað sums staðar. Ekkert voða smart. En neyðin kennir naktri konu að spinna. Ég prófaði að pússa rammann en þurftið að pússa of mikið til að ná krumpunum. Nú þá datt mér í hug að finna bara sætan túrkís litaðan pappír og klæða yfir messið. Jú það var bara fínt...NEMA mér tókst að skemma aðeins pappírinn á síðustu metrunum í einu horninu. Nú... finnum bara blóm og eitthvað til að fela þetta :Þ

Jább stundum gerast hlutirnir bara svona óvart! : )

9 comments:

 1. Awesome :) Ég myndi samt örugglega þurfa 10 lítra krukku undir þvottaefnið fyrir þetta heimili ;)
  kv. Barbara.

  ReplyDelete
 2. Barbara, það kemst lygilega mikið þvottaefni í þessa krukku. 2.3 kg þvottaefniskassi smellpassaði í hana. Ég var að fylla á hana í fyrsta sinn í 3 mánuði :Þ

  ReplyDelete
 3. svo dásamlagt hjá þér.
  Má ég koma með þvottinn minn til þín og þvo?
  kv Stína

  ReplyDelete
 4. Mikið ofsalega er þetta flott allt saman :) Langar líka að sjá betur filmuna (með greinunum) sem er í þvottahúsglugganum, dásemd!!

  ReplyDelete
 5. Takk stelpur :) Dossa, ég sýni ykkur betur þvottahúsið svona í heild, þegar ég fæ hurðarnar á skápana :)

  ReplyDelete
 6. Æðislega flott hjá þér og já langar einmitt mikið að sjá filmuna betur. Hlakka til að sjá lokaútkomuna;)

  Kv.Hjördís

  ReplyDelete
 7. Þetta lofar svakalega góðri útkomu, hlakka til að sjá allt þvottahúsið þegar þið eruð búin með það. Það verður örugglega krúttlegasta og sætasta þvottahús norðan Alpafjalla :O)

  ReplyDelete
 8. Það hafa svo margir spurt út í filmuna í glugganum. Ég fékk hana hjá auglýsingastofunni Stíl hér á Akureyri. Þeir eru með heimasíðu þar sem hægt er að skoða filmur sem þeir bjóða uppá. Mæli með þeim, frábær og fagleg þjónusta. http://still.is/vid-bjodum/sandblastursfilmur

  ReplyDelete

Umslagakort

Ég hannaði þetta snið af umslagakortum fyrir um 2 árum, bjó síðan til smá sýnikennslu á aðferðinni fyrir snappið mitt. Ég hef oft verið...