Wednesday, January 25, 2012

"Nýtt" vinnuherbergi


Taaadddaaaraaaaa! Tiltektinni ógurlegu er lokið og litla vinnuherbergið er eins og nýtt :) Mikið er þetta gaman!  Ég skil ekki af hverju ég var ekki LÖÖÖÖNGU búin að þessu.  En það er dálítið oft þannig með verkefni sem ég klára en hef látið sitja á hakanum lengi. Þetta er einhvernvegin alltaf minna mál en maður hélt....eruð þið ekki svona líka?

En allt í allt fóru um 7 (SJÖ) fullir svartir ruslapokar út úr þessu herbergi, meirihlutinn fór á haugana (fyrirgefið mér húnvetningar) restin fékk nýtt heimili :)

Eftir margra daga sorteringar á dóti (það var sko líka tekið til í skápunum) málaði ég svo herbergið í súkkulaðibrúnu til að fá svona hlýju í herbergið. Ég var svolítið smeyk við að mála svona lítið herbergi svona dökkt, en gömlu skáparnir hafa alveg stórlagast við þetta og ég er alveg rosalega sátt með þennan lit.

Ahhhh....nú verður sko gaman að föndra :)








Viljiði sjá fyrir myndirnar líka?  úff....ég fæ hnút í magann við tilhugsunina að setja þessar myndir á netið.... en jæja...þetta er soltið fyndið að bera þetta saman.



Fyrir


Eftir

Fyrir                             

 

Eftir:



Fyrir


Eftir:



Finnst ykkur þetta ekki bara orðið hið huggulegasta vinnuherbergi ? :)

4 comments:

  1. Vá, mikið er þetta flott hjá þér :) Finnst ég meira að segja kannast smá við brúna litinn, getur það verið? Alveg geggjað!

    Hugsa að það geti líka verið flott að setja vegglímmiða í svörtu eða hvítu á skápana :)

    kv.Soffia

    ReplyDelete
  2. Takk fyrir innlitið Dossa mín, ég veit ekki með brúna litinn...valdi hann í litalandi. Litanúmerið á honum er S7010Y50R. :)

    Já það gæti verið flott að setja vegglímmiða á skápana. Hef augun opin :)

    ReplyDelete
  3. Frábærar hirslur í þessu vinnuherbergi. Ætla að skoða þetta blogg upp til agna og hlakka mikið til. Takk fyrir að deila með öllum:)
    Hanna

    ReplyDelete
  4. Takk fyrir það Hanna. Ég ætti kannski að blogga um hirslurnar sem eru inni í skápunum...þær eru nokkrar :)

    ReplyDelete

Umslagakort

Ég hannaði þetta snið af umslagakortum fyrir um 2 árum, bjó síðan til smá sýnikennslu á aðferðinni fyrir snappið mitt. Ég hef oft verið...