Monday, February 6, 2012

Meiri kerti



Vá hvað það er gaman að sjá svona traffík síðustu 2 daga....og takk fyrir öll kommentin. Það er gott að vita að maður er ekki bara að samkjafta hérna :Þ  ég er nebblega soltið góð í því. híhí :D

Ég æstist bara öll upp (vá hvernig ætli þetta þýðist á google translate..hohoho) við þessar frábæru móttökur svo ég gat ekki stillt mig um að gera fleiri kerti.

Þetta er sama aðferð og ég notaði í sýnikennslunni (þið finnið hana HÉR) en núna notaði ég einhvern þunnan pappír sem ég átti og prentaði á hann. Mig minnir að þetta hafi verið þunnur vélritunarpappír, eða einhver pappír sem var notaður til að draga upp í gegnum (ca 20 ára gamall :Þ). En allavega, þá er gott að nota pappír sem er mjög þunnur, t.d. silkipappír. Ég held að hvítur silkipappír fáist í Hvítlist og etv. er hægt að finna hann í föndurbúðum eða blómabúðum.

Ég bjó til myndirnar með burstum í photoshop. En það er hægt að nota hvaða myndir sem er auðvitað. *hint hint...ljósmyndir á fermingarkertin*

Prentarinn minn tók pappírinn sem ég notaði og prentaði á hann eins og venjulegan pappír. En ef þið lendið í vandræðum með að setja þunnan pappír í prentarann ykkar þá er ágætt ráð að klippa hann aðeins minni en A4 og líma (með límbandi) á venjulegan A4 prentarapappír. Þá ætti þetta að ganga eins og í sögu :)

Hér er blaðið beint úr prentaranum, ég prentaði það í hlýjum dökkgráum tón, ekki svörtum svo það væri aðeins mildara.

Svo greip ég 2 kerti sem voru ekki alveg búin eftir jólin.

Sneið til pappírinn þannig að hann passaði á kertið og setti svo vaxpappírinn utan um og hitaði.

Fjarlægði vaxpappírinn og VOILA, pís of keik :)

 klippti svo út ljósakrónuna...bara svona ca. En þið megið alveg vera nákvæmari ef þið viljið. Eða klippa bara ferning. Útlínurnar verða mjög ógreinilegar með þessari aðferð.


Sama system, pappír á kertið og vaxpappírinn yfir. Takiði eftir því hvað pappírinn er krumaður?  Jebb...ég var í smáááá vandræðum, því myndin var aðeins of stór þannig að ég þurfti að láta hana ná uppí þar sem kertið var brunnið og beyglað. En það slapp til. Best er að vaxpappírinn sé aaaalveg sléttur.


Skohh...bara allt í lagi :)

Kertin fóru svo bara aftur á sinn stað. Ég þarf svo að skella myndum á þessi litlu við tækifæri og/eða kannski setja smá borða á eitt eða tvö kerti :)

awwww....svo faaallllegt! :)

Voruði að spá í könglana?  Sko...Dossa segir að könglar séu ekki bara jóla, heldur líka vetrarskraut :) og ég trúi öllu sem Dossa segir :Þ

Adíoss :)

10 comments:

  1. Amen sister, ég myndi ekki ljúga þessu með könglana :)

    Glæsilegt hjá þér!!!

    ReplyDelete
  2. Var að finna síðuna þína og hún er sko komin í mitt uppáhald, ásamt Dossu og fleiri góðum konum.
    Takk fyrir mig
    Kolbrún

    ReplyDelete
  3. Þetta er æði, nú skelli ég mér í þetta, takk kærlega fyrir frábæra síðu:)
    Kv. Sigga

    ReplyDelete
  4. Þessi koma líka æðislega flott út og sýnikennslan súper góð :O) (en ekki hvað ?)

    ReplyDelete
  5. snillingur ertu! ;)

    Ertu að nota bara sama vaxpappírinn aftur og aftur?

    ReplyDelete
  6. Úpps...gleymdi alveg að segja ykkur það. Ég nota vaxpappírinn bara einu sinni.

    Takk fyrir að vera svona æðislegar! :)

    ReplyDelete
  7. Sæl Linda, ég" datt " einhvernvegin inn á síðurnar þínar og mikið rosalega er þetta flott hjá þér :) þetta er eins og góð glæpó- bók...maður getur ekki lagt frá sér tölvuna fyrr en maður er búin að sjá aaaallt :):)þú bjargaðir deginum hjá mér! kv, kolla

    ReplyDelete
  8. Glæsilegt. Ein spurning maður verður að leggja prentið að kertinu er það ekki? Ég var að spá í 1,2,3,4, og vil auðvitða ekki fá það öfugt! Fór á þína síðu þegar ég setti inn leitarorðið " Að setja mynd á kerti" TAKK FYRIR AÐ DEILA :-)

    ReplyDelete
  9. Sæl Margrét, gaman að sjá að hér er enn traffík þrátt fyrir framtaksleysi mitt að setja eitthvað nýtt inn. En það skitpir engu máli með hvort prentið snýr út eða inn. Ég sný því alltaf út. Bara auðveldara, þarf þá ekki að spegla neinu í tövlu og þannig :) Ég held ég hafi bara ekki einu sinni prófað að snúa því inn, get ímyndað mér að þá verði liturinn á prentinu kannski aðeins daufari, en það fer líka eftir pappírnum sem prentað er á. Því þynnri pappír sem þú kemur þessu á, þeim mun betra :)

    ReplyDelete

Umslagakort

Ég hannaði þetta snið af umslagakortum fyrir um 2 árum, bjó síðan til smá sýnikennslu á aðferðinni fyrir snappið mitt. Ég hef oft verið...