Jessssörrí! Við hjónin drifum bara í að byrja á jólakonfektinu um helgina. Jáá nei, við erum ekkert voða myndarleg! Ykkur er alveg óhætt að sleppa því að vera með eitthvað samviskubit, hér hefur ekkert verið bakað fyrir jólin, ekki EIN einasta smákaka. Held bara að það hafi varla verið kveikt á ofninum í desember. EN ég á voða flott kerti sem ég keypti í Ameríkunni í haust sem er með bökunarilm. : D Voða sniðugt! :)
Við höfðum auðvitað heldur ekkert mikinn tíma í svona dúllerí, búið að bjóða fólki í bröns daginn eftir og konfektið átti að vera með kaffinu. Þannig að, þegar tíminn er naumur er gott að velja auðveldu leiðina sem lúkkar sem vel og ekki verra ef það bragðast ekki mjög illa heldur :)
Við náðum að gera þessar 2 tegundir á uþb. 2 klukkutímum..
Hvítu molarnir: Við notuðum skógarberjamarsipan frá Odense (GJÖÐVEIKT), flöttum það út með smá flórsykri (eins og maður notar hveiti í bakstri) og skárum í bita með pizzahjóli. Skelltum bitunum í frysti í 5-10 mín á meðan við bræddum súkkulaðið og gerðum klárt í dýfingarnar) Hjúpuðum þetta síðan með hvítu Odense súkkulaði (það er reyndar frekar seinlegt og við komumst að því að það þarf helst 2 umferðir) og að lokum sprautaði ég dökku súkkulaði yfir dýrgripina :)
Dökku molarnir: Konfektmarsipan flatt út penslað með Grand Marnier og smurt með núggati, brotið saman (þannig að núggatið verði inní), skorið í bita og fryst eins og hitt. Dýft í dökkt Odense súkkulaði og það sem skiptir MESTU máli, áður en ég setti það á diskinn stimplaði ég með hvítu shimmerdufti, sem MÁ borða, fæst í partíbúðinni, alltíköku og örugglega víðar (hér verður bara prumpað glimmeri um jólin). Duftið er ekkert alveg fast á, þannig að það þýðir ekkert að gera svona og stafla því svo í kæli :Þ Ég get svo svarið það að molarnir voru betri á bragðið með svona glitrandi áttablaðarós :)
Held ég steli mér einum mola úr ískápnum núna :)