Tuesday, December 11, 2012

11. des - Handgert jólaskraut

Það er nú ekkert grín að blogga svona á hverjum degi. Ég dáist að fólki sem gerir það allan ársins hring.  Þetta er sko þvílík vinna :) en skemmtileg vinna :D Nú geng ég um allan daginn (og ligg hálfa nóttina) og spái í hvað ég gæti bloggað um :Þ  

Í dag rak ég augun í þessar greinar sem við erum með í félagsmiðstöðinni hjá okkur í aðal handverksstofunni. Á greininni hanga nokkur ný og gömul sýnishorn sem við leiðbeinendurnir höfum gert fyrir þessi og síðustu jól. 


Kúlan lengst til vinstri er nokkura ára gömul. Hún er úr filti, skorin út í cuttlebug og saumuð með vöfflusaumi og perlum.  Rauðu og hvítu prjónuðu kúlurnar eru úr bændablaðinu í fyrra, sennilega fengnar frá myndarlegu herramönnunum sem voru að gefa út jólakúlubókina á íslensku núna. Stóra gyllta kúlan er máluð með OneStroke aðferð fyrir nokkrum árum.

 Hvar er Valli?  Ég varð nottla að troða mér inná myndina :) Gráa jólakúlan er prjónuð úr einbandi fyrir amk 2 árum. Snjókornið lengst til vinstri (sést nú ekkert voða vel, en það er heklað ásamt stóru jólabjöllunni og rauðu og hvítu hjörtunum hægra megin fyrir jólin í fyrra.

Glæra kúlan í miðjunni (sést betur hér á næstu mynd) er skreytt með útklipptum þríhyrningum sem voru límd á kúluna ásamt borðum og stjörnum. Svo er líka slatti af glimmeri inní henni :)  Voða dúlló :) Mig minnar að hún hafi verið gerð fyrir 2 árum.


Rauða hjartað er saumað úr filti, skreytt með borðum og hekluðu blómi með perlum í. Fillt með filti. Rauða kúlan með gulldoppunum er þæfð úr ull og stungið títuprjónum með perlum og pallíettum á í. 


Rauða kúlan hérna næst er líka skreytt eins og þessi glæra með pappírs"trjám" og málaður snjór undir þau + glimmer. Rauða hvíta og gyllta prjónaða kúlan var ég að enda við að prjóna í síðustu viku úr nýju jólakúlubókinni. og þarna er svo annað filthjarta með borðum og hekluðum blómum lengst til hægri. 


Ég var reyndar að fatta núna þegar ég hlóð inn myndunum að það vantar allar litlu hekluðu og prjónuðu bjöllurnar sem við eigum til, þær hafa gleymst inní skáp greyin. Ég verð að bæta þeim á greinarnar á morgun!





No comments:

Post a Comment

Umslagakort

Ég hannaði þetta snið af umslagakortum fyrir um 2 árum, bjó síðan til smá sýnikennslu á aðferðinni fyrir snappið mitt. Ég hef oft verið...