Wednesday, December 5, 2012

5. des - Jólamerkimiðar


Það er svo ótrúlegt að þó að ég viti alltaf nákvæmlega hvenær 24. desember rennur upp, þá man ég aldrei eftir að gera merkimiðana á pakkana fyrr en á síðustu stundu. Ég redda þessu bara jafnóðum ef ég þarf að senda pakka og þannig. En annars er þeim flestum keyrt út á þorláksmessu eða aðfangadag og ég get svo svarið það að ég hef oftar en ekki verið að græja síðustu merkispjöldin korter í jól. Þó ég hafi stundum sýnt örlitla forsjálni, þá er eins og það vanti alltaf samt miða kl. 3 á aðfangadag. 

Að sjálfsögðu fer ég nú ekki að brjóta þessa hefð í ár og er því ekki búin að gera neina pakkamiða fyrir þessi jól ennþá. En ég hef stundum tekið mynd þegar ég hef haft eina auka mínútu og mér datt í hug að deila því með ykkur.  Það þarf ekki að kosta mikla vinnu að gera sæta pakkamiða.

 2011 
Skar kartonpappír í ferhyrninga, rúnnaði 2 horn með hornaklippum, Stimplaði með textastimpli  og embossaði með hvítu, silfruðu og túrkís. Gleðileg jól stimplað með svörtu dye bleki og setti svo bara eitthvað smá einfalt skraut á og gataði fyrir bandið. Ok þessir voru ekki gerðir á aðfangadag...


2010
 ...en þessir voru gerðir á aðfangadag! Rauður kartonpappír pönsaður (gataður fyrir ykkur sem kunnið ekki föndurlingóið :Þ) með merkimiðapöns (gatari sem þrykkir út form). Eitt pönsað (nú eiga allir að vita hvað pöns er) snjókorn límt á og smá bling í miðjuna :) Það er ekkert eðlilegt hvað ég hef notað þennan snjókornapöns mikið. Maðurinn minn er kominn með leið á honum :Þ  en ég ölskann enn :) (bæði pönsinn og manninn)


2009
Greinilega gert korter í jól, en virkar alveg. Ég setti ekki einu sinni band, bara límdi endann á pakkana með límbandi :Þ. Annars klippti ég bara pappír í frekar mjóar ræmur, ca 2-3 cm, pönsaði hjarta með í hvíta pappírinn, klippti uppí endanna og límdi svo mjórri rauðar ræmar undir.  Ég fann engar myndir af þessu svo þessi mynd er "sviðsett" en mig minnir að miðarnir hafi verið mismunandi á litinn eftir því hvað passaði við pappírinn og ekki allir með þessum ákveðna pöns, en þið skiljið hvað ég er að fara  :)


2008
Nýskollin á kreppa, þó ég sé nú ekki viss um að það hafi skipt miklu máli við gerð merkimiðana þetta árið, en þetta var eitt af þeim árum, þar sem ég notaði bara hringpönsinn minn og bjó til hringlótta merkimiða úr munstruðum skrapppappír og allskyns skrautlegum pappír sem ég átti til. Það er alveg kjörið að nota pappírsafganga (þið sem eigið pappír á lager) í svona merkimiða. og ef maður á ekki pöns, þá er ekki lengið verið að búa til smá snið og klippa bara út einföld form. T.d. er hægt að strika eftir piparkökumótum ;) 


2007

Fórum í sumarbústað í lok október og gerðum jólakort nokkrar kvinnur (Súper kósí, mæli með því, þó þetta sé í eina skiptið sem ég hef gert þetta, þá er þetta draumurinn á hverju ári, en það er nú ekki alltaf 2007 :Þ. Þetta eru jólakort sem dóttir mín gerði handa skólafélögum en merkimiðarnir voru með sama sniði það árið :) Rauður pappír á 3d púðum á lítil hvít kort. pönsuð lítil snjókorn í silfri og hvítu og límd ofaná. 

Ég fann ekki myndir lengra aftur. Enda hefur mér nú oftast ekki þótt ástæða til að mynda þessa miða sérstaklega. Ég man reyndar eftir einum jólum fyrir langa löngu þar sem ég var með einlitan pappír og límdi á hann ræmu eða eitthvað skraut úr jólapappírnum sem ég notaði við innpökkunina. Það var nú sennilega ekki mjög smart, en ég sé alveg fyrir mér að það kæmi flott út í dag, með öllum þessum guðdómlega fallega jólapappír sem fæst. Þá á maður líka alltaf pottþétt merkimiða í stíl við pakkann og kostnaðurinn í lágmarki :) Svo má líka nota doily servíettu til að skrifa á eða bara skrifa beint á pakkann. Ég hef nú einu sinni gert það :) og fannst það bara töff :)

 En í ár stefni ég á að "dúlla" mér við að gera (lesist: gera á núll níu) þessa miða amk 3 dögum fyrir jól. Ætli mér takist það?  


1 comment:

Umslagakort

Ég hannaði þetta snið af umslagakortum fyrir um 2 árum, bjó síðan til smá sýnikennslu á aðferðinni fyrir snappið mitt. Ég hef oft verið...