Sunday, December 9, 2012

9. des - kanilkerti

Jæja elskurnar, þá er komin heim úr borgarferðinni og get farið að sinna ykkur betur :Þ  En í dag skal ég segja ykkur hvernig 3ja og síðasta kertið á myndinni er gert.



Maður raðar kanilstöngum utan um kertið. það er gott að festa þær t.d. með heitri límbyssu. Límið er ekki varanlegt en þetta tollir amk þar til maður er búin að binda borða utan um og festa það betur þannig. Svo þegar kertið fer að bráðna þá festist þetta betur með bráðnuðu vaxinu.   Smá skraut og kveikja og húsið ilmar fljótlega af kanil :)

Ég mæli með að nota amk 7 cm breið kerti, 8 cm er best. Svo muniði að skilja kerti aldrei eftir án eftirlits.

En ohh hvað það var indælt að skreppa svona í borgina, jólast svolítið og hafa það huggó. Mæli með þessu á aðventunni.


Túdíllú! :)

No comments:

Post a Comment

Umslagakort

Ég hannaði þetta snið af umslagakortum fyrir um 2 árum, bjó síðan til smá sýnikennslu á aðferðinni fyrir snappið mitt. Ég hef oft verið...