Wednesday, January 25, 2012

"Nýtt" vinnuherbergi


Taaadddaaaraaaaa! Tiltektinni ógurlegu er lokið og litla vinnuherbergið er eins og nýtt :) Mikið er þetta gaman!  Ég skil ekki af hverju ég var ekki LÖÖÖÖNGU búin að þessu.  En það er dálítið oft þannig með verkefni sem ég klára en hef látið sitja á hakanum lengi. Þetta er einhvernvegin alltaf minna mál en maður hélt....eruð þið ekki svona líka?

En allt í allt fóru um 7 (SJÖ) fullir svartir ruslapokar út úr þessu herbergi, meirihlutinn fór á haugana (fyrirgefið mér húnvetningar) restin fékk nýtt heimili :)

Eftir margra daga sorteringar á dóti (það var sko líka tekið til í skápunum) málaði ég svo herbergið í súkkulaðibrúnu til að fá svona hlýju í herbergið. Ég var svolítið smeyk við að mála svona lítið herbergi svona dökkt, en gömlu skáparnir hafa alveg stórlagast við þetta og ég er alveg rosalega sátt með þennan lit.

Ahhhh....nú verður sko gaman að föndra :)








Viljiði sjá fyrir myndirnar líka?  úff....ég fæ hnút í magann við tilhugsunina að setja þessar myndir á netið.... en jæja...þetta er soltið fyndið að bera þetta saman.



Fyrir


Eftir

Fyrir                             

 

Eftir:



Fyrir


Eftir:



Finnst ykkur þetta ekki bara orðið hið huggulegasta vinnuherbergi ? :)

Tuesday, January 17, 2012

Tiltekt

Ég datt í einhvern rosalegan tiltektargír fyrir helgi og er búin að eyða þremur dögum hér í vinnuherberginu við djúphreinsun á allt áratugsgömlu uppsöfnuðu dóti. Það er merkilegt hvað maður nær að sanka að sér af dóti og DRASLI! ÞRÍR fullir svartir ruslapokar komnir út í gám og ég loksins farin að sjá fyrir endann á þessu, þá dettur mér í hug að fara að mála herbergið. Svo þið verðið að bíða ögn eftir myndum. 

Annað verkefni sem hefur lengi verið á tú dú listanum mínum fór loks í framkvæmd rétt fyrir jól. Að hengja upp fjölskyldumyndir. Það er bara eitthvað svo huggulegt og heimilislegt við það. Rammarnir eru héðan og þaðan, nokkrir áttu einmitt orðið lögheimili í einni hrúgunni í vinnuherberginu og biðu þess að fá æðra hlutverk. 

Ég ætlaði fyrst að setja þetta allt í eina stóra þyrpingu á ákveðinn vegg, en svo fannst mér þetta miklu betra svona, í tveimur þyrpingum á tveimur minni veggjum.  Rammarnir eru svo miklu meira happý núna...ég bara finn hvað þeir eru glaðir :)
 

Ég bjó til tússtöflu úr einum rammanum sem fóru á vegg í eldhúsinu. Eina sem ég gerði var að setja skrapppappír í rammann í staðinn fyrir mynd. Fyrir jólin notuðum við hana sem aðventudagatal og svo voru teiknaðar jólamyndir og oþh um jólin. Núna er hún notuð fyrir matseðil vikunnar (siður sem ég er að reyna að venja mig á), innkaupalista, spakmæli og skilaboð. Ég var var hins vegar ekki fyrr búin að dáðst að þessu þegar kallinn var búinn að hengja þetta upp þegar þau feðgin fóru að nota töflutússpennann til að teikna inná hinar myndirnar :Þ Mér hafði ekki dottið sá möguleiki í hug. En þetta gekk yfir og nú fá fínu myndirnar að vera í friði.....jaaa eða svona að mestu :)



Spakmæli dagsins: 

HINKRAÐU
...áður en þú gagnrýnir
HLUSTAÐU
...áður en þú bregst við
HUGSAÐU
...áður en þú talar
REYNDU
...áður en þú gefst upp

Saturday, January 14, 2012

Fyrsta síða ársins



Það er svo dásamlegt þegar skrappandinn kemur yfir mann, þessa síðu skrappaði ég með gamalli mynd af sjálfri mér.  Megnið af dótinu í hana fæst í Skrappoggaman.is . Ég er alveg ástfangin af þessum slettustíl sem er svo mikið inn núna. Svona hóflega shabby.  Ég notaði hvíta akrílmálningu og ljóstúrkísbláatt kalkmist í sletturnar. Annars er síðan mjög einföld.

Eigið góða helgi :)

Sunday, January 8, 2012

Skrapparinn

Já krakkar mínir, hún Anna Sigga snillingur er með skrappblað á netinu sem heitir Skrapparinn. Hún bað mig um að gera síðu eftir skissu sem hún gerði og er með leik í gangi til 13. janúar. Hvet alla skrappara til að kíkja á þetta. Skissur eru líka frábærar fyrir þá sem eru að byrja að skrappa og vantar smá ramma til að vinna eftir :) Hér er linkur á blogið hennar http://networkedblogs.com/stzHR og þar veljið þið "Skrapparinn og skrollið niður að 5. tölublaði :) Það er súper auðvelt að fletta blaðinu beint á netinu, ekkert download og ekkert vesen :)

Hér er svo síðan sem ég gerði. Myndirnar eru frá því að við hjónin skelltum okkur með vinum okkar til Stokkhólms á tónleika með meistara Leonard Cohen.  Algjör draumur skal ég segja ykkur! :) takið bara eftir sælusvipnum á þeim þar sem við biðum eftir lestinn eftir tónleikana. Priceless!

Saturday, January 7, 2012

2012

Gleðilegt nýtt ár! Desember flaug bara út um gluggann hjá mér, ótrúlegt hvernig tíminn flýgur þegar það er gaman :)  Við nutum aðventunnar í botn og merkilega lítið stress sem fylgdi jólunum í ár. Dásamlegt. 

Nú er nýtt ár gengið í garð og ég hef ákveðið gott fólk, að skipta yfir í íslenskuna hér á þessu bloggi.  

Er ekki bara fínt að byrja á því að sýna ykkur nokkrar myndir af jóladótinu mínu...svona rétt áður en ég pakka því niður.  

Fallega stjarnan sem ég keypti fyrir jólin og átti að fara í gluggann, en ég snarhætti við það þegar ég sá svona stjörnu hjá henni Dossu snillingi :)


Skreyting sem ég skutlaði saman og átti að vera til bráðabirgða í byrjun aðventu, en svo var ég bara svo ánægð með hana að hún fékk að standa. Stundum gerast hlutir bara óvart! Hvíta jólatréð er úr Ilvu, silvurlitaða tréð, hreindýrin (ótrúlega falleg fyrir 500 kall), snjókornin, snjórinn og könglarir úr RL. Kertið...síðan á jólunum í fyrra. :o


og hér er fallega fallega hreindýrið sem ég fékk í Pier fyrir jólin. Ég notaði svo afganginn af greninu sem fór í aðventukransinn og setti það í vatn í vasa.


áður en ég brenndi kertin


Þessi engill varð 40 ára um jólin, þetta er spiladós og er mill ALLRAheilagasta jólaskraut.  Englarnir tveir gaf snillingurinn hún tengdamamma mín okkur. En hún býr til jólaskraut og gefur börnunum sínum og barnabörnum um hver jól. Yndi :)


Jólagjöfin frá tengdó í ár :) Þvílíkar dúllur :)


Aðventukransinn, svona rétt áður en hann verður tekinn í sundur. Mér finnst hann alltaf fallegri þegar kertin eru svona brunnin niður.


Litið sætt jólasveinapar frá tengdó, snjókúla sem ég setti mynd og smá skraut inní af dóttur minni og svo jólakötturinn. Snilldarverk eftir Aðalheiði listakonu :)


Önnur stjarnan sem ég keypti fyrir jólin fékk að fara í gluggann, alveg risastór og hún er sko komin til að vera :)


Þessi jólaskreyting er alveg dásemd. Hún fer bara í poka eftir jólin og er svo sett aftur upp næstu jól. Ætli þetta séu ekki 5. jólin hennar. En á hverjum jólum geri ég alltaf smá breytingar á henni, t.d. setti ég núna snjókornin á hana. Í fyrra var ég með stór fjólublá snjókorn á henni. (því þá var fjólublátt þema hjá mér..heheh) Jólasveinninn er að sjálfsögðu frá Himneskum herskörum, eeeelska dótið hjá þeim :)


Þá er það baðið. Við endurnýjuðum baðið fyrir 2 árum og það er svo gaman að skreyta þar. Mér finnst bara allt verða svo fallegt þar inni :)

Ogguponsusveinar frá Svíþjóð, og Prjónuð karfa sem ég nota fyrir þvottastykki á baðinu.


já, ég verð eiginnilega að segja ykkur frá þessari körfu, því bossinn minn, hún Olga, er svo frábær að hún prjónaði 11 svona körfur handa okkur skvísunum í vinnunni fyrir jólin í fyrra. Ekkert venjulegur boss þar á ferð! Já og Þvottaklemmujólinn kemur frá Hvammstanga. Mæli með að kíkka í handverkshúsið þar :)


Þessa sætu jólakalla gerði mamma mín handa okkur. Sætur, sætari, sætastur !


Þessa kappa fann ég fyrir nokkrum árum í 10-11... skemmtilegir. Dúkurinn er úr RL.  Svo leyfði ég bara veskinu að vera með á myndinni...það er nebblega svo fallegt :)


Hér sést svo inná baðið. Það er alveg ótrúlega lítið en ég sýni ykkur það kannski seinna. Nokkrar skemmtilegar lausnir þar.


Fjúff...þetta var rosalegt myndaflóð. Vona að ég hafi ekki gert útaf við ykkur í fyrsta bloggi ársins...

Njótið helgarinnar elskurnar!







Umslagakort

Ég hannaði þetta snið af umslagakortum fyrir um 2 árum, bjó síðan til smá sýnikennslu á aðferðinni fyrir snappið mitt. Ég hef oft verið...