Tuesday, March 27, 2012

Alveg óvart....

...varð þetta dúllulega hjarta til og tekur nú svo glaðlega á móti manni í glugganum á hjónaherberginu.


Það vildi nebblega þannig til að ég fór að ganga frá einhverju dóti um daginn, sem hafði safnast saman í dalli í hjónaherberginu. (gerist það nokku heima hjá ykkur?) Uppúr dallinum kemur svo þessi krans sem ég hafði gert fyrir öskudaginn í einhverju hendingskasti.  Þar sem ég stóð með hann í höndunum og var ekki alveg að nenna að fara að rífa hann í sundur og ganga frá öllum perlunum og blómunum á sinn stað, fannst mér mun fljótlegra að nota hann í eitthvað. Ég beygði kransinn á tveimur stöðum, snéri mér í einn hring þar sem ég stóð og smellti honum svo hjá blómunum. Alveg eins og hann hefði alltaf átt að vera þarna. Muniði eftir þessu?


Skemtilegt þegar hlutir koma svona að sjálfu sér, finnst ykkur ekki :)Monday, March 26, 2012

Gamalt munstur....

...nýtt lúkk :)


Hér á árum áður var vinsælt að sauma þetta fallega gamla munstur í ullarboj, með litríku ullargarni. 
Ég minnkaði munstrið töluvert og saumaði það svo út í gráum tónum. Garnið er af mörgum sortum og gerðum, s.s. Bródergarn, DMC útsaumsgarn, ullargarn, metalgarn og perlugarn.

Hér er nærmynd af saumnum.
  

Ég saumaði púðann fyrir nokkrum árum, en hef aldrei notað hann. Fyrir löngu var ég búin að sjá hann fyrir mér á hjónarúminu. Það er að segja, þegar ég væri búin að fá mér nýtt rúmteppi.


Ég fann svo rúmteppið loksins í RL eftir jólin. Það er svart hinu megin svo það er hægt að breyta til :) 
Svörtu púðana keypti ég líka í RL á 500 kr. stykkið :)
(tókuði nokkuð eftir því að það er enginn rúmgafl....það er sko í vinnslu!)


Ég er svo ánægð með að púðinn minn sé loksins búinn að fá heiðurssæti, það tók sko alveg nokkra klukkutíma að sauma hann :ÞJæja dömur mínar (og herrar ef einhverjir) nú er bara að taka upp nál og byrja á eins og einum púða...erhaggi bara?Sunday, March 25, 2012

Maskros Makeover


Við tókum svefnherbergið í gegn í haust. Það er reyndar ekki alveg búið, því það vantar hurðir á fataskápinn. Þetta veldur óhjákvæmilega örlítillri sjónmengun svo ég get ekki sýnt allt herbergið strax. En ég get sýnt ykkur smá díteila sem ég hef "föndrað" :)

Byrjum á Maskros Ikea ljósinu, sem er orðið til á öðru hverju heimili. Það er bara svo fallegt! :)

Mig langaði aðeins að breyta því og gera það meira vetrarlegt yfir veturinn. Ég breyti því svo kannski bara aftur núna fyrir sumarið ; )  Mér finnst það nebblega líka alveg rosalega fallegt bara eins og það er.

Það er sum sagt þetta ljós sem við erum að tala um...Í staðinn fyrir að setja bifurnar á ljósið, þá tók ég pappírsdúllur og límdi á endana. Bætti svo tveimur pönsuðum snjókornum ofan á, úr þunnum pergament pappír og þykkum silfruðum pappír. Punkturinn yfir i-ið er svo glær steinn í miðjunni. Smá bling :) og taddaraaaa!


Það sem kom síðan skemmtilega á óvart var hversu flottir skuggar myndast þegar kveikt er á ljósinu. Yndi bara! 


Dúllurnar fékk ég í Húsasmiðjunni, en pönsana í skrappoggaman


Viljiði sjá meira?Saturday, March 17, 2012

Námskeið í nálarorkeringu


Nú eru nálarnar komnar í hús hjá Beggu, hannyrðaverslun og við erum á fullu að skrá á námskeið sem verða haldin þar næstu vikur.
 Fyrstu tvö námskeiðin verða næsta þriðju- og miðvikudagskvöld, kl. 19-22. 

Áhugasamir geta haft samband við mig á netfanginu mínu eða hjá Beggu.


Hér eru svo nokkrar myndir af orkeruðum menum sem ég hef verið að gera.


Hér er linkur á Facebook síðuna mína með menunum mínum.

Wednesday, March 14, 2012

Eninga meninga.....

....hvað á að gera við peninga?


Ég meina, þegar maður ætlar að gefa fólki peninga í tilefni af einhverju. 

Mágkona mín og svili eru að fara til Tælands í 5 (FIMM) vikur, (neinei ég öfunda þau ekki neitt :Þ). Þau eru búin að vera að plana þessa ferð í amk ár og okkur langaði til að gefa þeim smá tælensk baht uppá grín áður en þau færu. Þegar það svo tókst loks að redda peningunum, þá var spurningin hvernig við ættum að útfæra þetta. Alveg óvart fæddist þessi hugmynd og mér datt í hug að deila þessu með ykkur. 

Skirtan er sem sagt peningur sem er brotinn í origami brot. Það er hægt að finna alskyns peninga origami brot á youtube, ef maður slær inn "Origami money fold". Landakortið fann ég bara á google og prentaði út. Blekaði svo kantana á því og umslaginu, festi lítið snæri með splittum í hornin og hengdi skirtuna á með mini klemmum. Restin af peningunum fór svo bara í umslagið.  


Eruði að sjá hvað það væri flott að útfæra þetta sem fermingarkort?


Thursday, March 8, 2012

2ja vikna afrakstur


jæææææjaaaaaa....loksins er ég búin með síðuna sem er búin að vera í vinnslu í  2 vikur.
Myndin er af fallegu dóttur minni. :)

....og ó dear lord hvað það var sársaukafullt að rífa þennan dásamlega pappír! :Þ

Næstum allt stöffið fæst eða fékst hjá www.skrappoggaman.is , nema kannski EEELDgamli MME ramminn sem er á bakvið myndina.  Já það kemur alltaf rétti tíminn til að nota gamla stöffið :)Fyrir skrappnördana :)

Mest allt dótið var blekað, stainað og málað með hvítri akrílmálningu, í mörgum, mörgum umferðum.


Þetta stóra blóm var beislitað og vínrautt köflótt og grófa laufblaðið ljósbrúnt. Bæði stainað fyrst með distress stain og svo málað með hvítri akríl málningu og svo blekað smá með svörtu bleki. Litlu laufblöðin voru græn og blúndan túrkíslitið og voru bara máluð hvít í nokkrum umferðum og blekuð með svörtu örlítið. Stóra laufblaðið þarna efst var hvítt, en málað með glimmer glam og svo með hvítu. Pappírsblúndan var pönsuð með MS munsturgatara, blekuð og krumpuð og svo þurrburstuð með hvítu.


Það var eins með þessi lauf en stóra blómið með hempbandinu á var hvítt, stainað með túrkís, málað með hvítu og svo blekað með svörtu. Rósin og minna blómið voru bæði túrkís og bara máluð með hvítu og svo blekuð með svörtu. Stafirnir eru frá Glitz.


Þessi fallegi ljósastaur er frá Prima og grunnpappírinn mistaður með chalkboard misti, túrkís og hvítu.


Jæja, hvað finnst ykkur um að ég útlisti síðurnar svona, setji linka á þær vörur sem eru til og þannig? 
er eitthvað gagn í því?


Friday, March 2, 2012

Fermingar.....kökur...


...eins og ég lofaði :)

Vona að þið hafið haft gaman að fermingarskreytingunum í síðasta pósti :)

Kamilla við kökuborðið

En eins og vera ber, þá er varla hægt að halda veislu án þess að bjóða uppá eitthvað :Þ og eins og með flest annað í sambandi við fermingu dóttur okkar, þá fékk hún að ráða hvort það ætti að vera matur eða kaffi.  Núhh... þar sem að barnið er eitthvað skylt mér, þá vildi hún hafa BÆÐI! 

Foreldrarnir íhuguðu þetta í smá tíma og komust svo að samkomulagi um að það væri hægt að hafa bæði, með því að hafa matinn einfaldan og "bara" fermingartertu og kransaköku í desert og gera kannski bollakökur fyrir krakkana. Sammþykkt! :) Það var svo ákveðið að setja mörkin við 3 rétti sem fermingarbarnið valdi, kjúklingarétt, sweetchili hakkbollur og lambalæri með tilbehör :) Við bættum svo við reyktum og gröfnum laxi (svona í forrétt).

Allir voða glaðir með þetta allt. Það var hægt að gera bollurnar og kjúklingaréttinn áður og setja í frysti. Pís of keik :)   Fjölskyldan var vel virkjuð í það sem þurfti að gera daginn fyrir og samdægurs svo þetta gekk allt eins og í sögu.

Ömmurnar vildu endilega hjálpa til :) og ekki slær maður nú hendinni á móti því :) Önnur bauðst til að gera voða góðan sjávarréttakokteil og hinni fannst nú ekki alveg nóg að hafa "bara" fermingartertu og kransaköku með kaffinu og stakk uppá að gera marengs og rís"kransa"köku fyrir krakkana :) og þessu var bætt við.  Allt í einu varð 3ja rétta maturinn að hlaðborði og "desertinn" að kökuhlaðborði! :Þ  Obbosí! O jæja, við fermum bara einu sinni :Þ

Við erum svo heppin að pabbi minn er bakari og var svo yndislegur að sjá um að gera kransakökuna og fermingartertuna með mér (ég sá bara um skreytingarnar).

Því miður gleymdist að taka mynd af öllum matnum á borðinu, En þarna vantar aðalréttinn á borðið, lambalærið og kartöflurnar.

Jæja, nóg um matinn. Eru ekki allir að bíða spenntir eftir kökunum :)


 Fermingarkakan, það hljóp nú eitthvað aðeins frá okkur pabba tíminn í eldhúsinu, svo það endaði með því að fermingartertan var skreytt á núll níu, bókstaflega. Ég held það hafi í alvörunni tekið 3 mínútur. Muniði eftir blómunum sem ég notaði í vasana. Þeim var bara skellt á kökuna, borða og skrautblómi. Stafina var ég búin að sprauta með súkkulaði áður á bökunarpappír og var síðan bara raðað ofan á marsipanið. 

 Súkkulaðiræmurnar þarna með greinunum, er eitthvað sem maður getur keypt tilbúið.


Litlu grænu blómin eru þau sömu og voru notuð sem borðskraut. 


Fallega muffinsið :)

Muffinsið og rískakan slóu þvílíkt í gegn hjá krökkunum og þær hurfu eins og dögg fyrir sólu. 

Rís "kransa" kakan sem mamma gerði. 
Kransakakan!


Ó hvað ég ööölska kransakökur.  Ég hef nú séð eina og eina kransaköku sem pabbi minn hefur gert um ævina, en OMG þessi finnst mér sú fallegasta og STÆRSTA! 24 hæðir eða yfir 60 cm há, fyrir utan styttuna. Rískakan varð bara eins og kríli við hliðina á henni, en þó var hún samt 18 hæða.

 Ég vildi bara hafa hana einfalda og skreytta með lifandi blómum. 

 Ég var mikið búin að spá í hvað ég ætti að setja á toppinn. Ég er ekki sérstakur aðdáandi plaststyttna úr bakaríum. En einn daginn þegar ég var að leyta að einhverju allt öðru í blómabúð, sá ég hvað þessi var algjörlega pööööfekt á kransakökuna. Plús að hún var ekkert dýrari en bakaríisstytta og prýðir nú herbergi fermingarbarnsins í stað þess að húka einhversstaðar inní skáp. Kannski engin geimvísindi að fatta uppá þessu, en samt einn af hápunktunum í undirbúningnum fyrir mig :)

Nú þar sem að veisluföngin fóru aðeins úr böndunum, þá var SMÁÁÁ afgangur og því var opið hús heima hjá okkur daginn eftir, sem kom sér vel fyrir ferðalanga og dásamlegt framhald og gæðastund með fólkinu fyrir okkur :) 
 Já og svo fann ég myndir af blessaðri skreytingunni sem ég fann ekki í fyrradag.


Ég man ekki hvort ég sagði ykkur það, en skreytingarefnið fékk ég að mestu í blómaval og vasann átti ég. Sparaði mér heilan helling með því að gera þetta sjálf.Eigiði góða helgi elskurnar og þið sem eruð að fara að ferma...njótið þess að undirbúa þennan dag með barninu ykkar og fáið fólk til að hjálpa ykkur. Ekkert stress! Búið ykkur til ánægjulegar minningar!

ok...svo stenst ég ekki að setja inn eina mynd af fallegustu stelpunni minni. Fermingarmyndirnar voru teknar af Páli Pálssyni ljósmyndara á Akureyri.


...já eða tvær.....

....því ég mundi bara núna að við fórum með fermingargjöfina í myndatökuna, sem var viku fyrr. Kamilla vissi ekkert um það og pakkinn var bara þarna á gólfinu í stúdíóinu og svo í lok myndatökunnar setti ljósmyndarinn pakkann inná mitt gólfið og lét hana stilla sér upp við hann á alla kanta í því yfirskini að þetta væri svona platpakki sem hann hefði látið útbúa fyrir sig fyrir fermingarmyndatökurnar.  Kamillu grunaði ekkert. Þegar hann bað hana svo að opna annan endann gerði hún það ofurvarlega til að skemma ekki "propsið". hehehe...  Stuttu seinna uppgötvaði hún að þetta var hennar pakki og ljósmyndarinn náði undrunarsvipnum og gleðinni á filmu. Umslagakort

Ég hannaði þetta snið af umslagakortum fyrir um 2 árum, bjó síðan til smá sýnikennslu á aðferðinni fyrir snappið mitt. Ég hef oft verið...