Sunday, January 8, 2012

Skrapparinn

Já krakkar mínir, hún Anna Sigga snillingur er með skrappblað á netinu sem heitir Skrapparinn. Hún bað mig um að gera síðu eftir skissu sem hún gerði og er með leik í gangi til 13. janúar. Hvet alla skrappara til að kíkja á þetta. Skissur eru líka frábærar fyrir þá sem eru að byrja að skrappa og vantar smá ramma til að vinna eftir :) Hér er linkur á blogið hennar http://networkedblogs.com/stzHR og þar veljið þið "Skrapparinn og skrollið niður að 5. tölublaði :) Það er súper auðvelt að fletta blaðinu beint á netinu, ekkert download og ekkert vesen :)

Hér er svo síðan sem ég gerði. Myndirnar eru frá því að við hjónin skelltum okkur með vinum okkar til Stokkhólms á tónleika með meistara Leonard Cohen.  Algjör draumur skal ég segja ykkur! :) takið bara eftir sælusvipnum á þeim þar sem við biðum eftir lestinn eftir tónleikana. Priceless!

No comments:

Post a Comment

Umslagakort

Ég hannaði þetta snið af umslagakortum fyrir um 2 árum, bjó síðan til smá sýnikennslu á aðferðinni fyrir snappið mitt. Ég hef oft verið...