Saturday, February 4, 2012

Kerti og servíettur...




Það er svolítið smart að setja eina af servíettunum sem á að nota í matarboðið  eða afmælisveisluna utan um kerti til að hafa í boðinu, já eða bara nota afgangservíettu á kerti og gefa góðri vinkonu :)

Þessi aðferð sem ég nota er ekki ný, ég lærði þetta af vinkonum mínum í ammeríkunni fyrir möööörgum árum, en eina vandamálið var að ég fékk hvergi vax pappír hér á okkar ylhýra. Þar til í fyrir einu eða tveimur árum, þá rakst ég á þennan pappír í Megastore, á 398 kr jú nó :)  Mín soltið happy þann daginn skal ég segja ykkur. Ég veit ekki hvort þessi pappír fáist ennþá þar en það er alls ekki ólíklegt :)

Ég er oft spurð hvort vaxpappír sé eins og bökunarpappír.... svarið er nei...alls ekki eins pappír, en ég reyndi á sínum tíma að nota bökunarpappír og það gekk ekki vel skal ég segja ykkur. Það er svo vont að ná pappírnum af kertinu og hann vill dökkna af hitanum.

Í þessari sýnikennslu nota ég Marimekko servíettu til að setja utan um allt kertið. Það er líka hægt að setja bara á hluta af kertinu, t.d. rönd upp og niður eða hringinn. Þessa aðferð má líka nota með þunnan pappír. Silkipappír hentar mjög vel í það. T.d. er hægt að prenta á hann eða stimpla myndir og/eða texta og jafnvel lita.

Eníhú, þá ákvað ég bara að búa til smá svona sýnikennslu í þessu. Vippum okkur bara í þetta....

Það sem maður þarf er: Kerti (best að nota ljóst), servíetta, vaxpappír, hitablásari (nei hárblásari virkar ekki, svona hitarar fást t.d. í föndurverslunum) og skæri/skeri.


Fyrst flettir maður ysta laginu af servíettunni

Svo mælir maður hvað maður þarf að klippa eða skera mikið af servíettunni.

Mér finnst betra að nota skera, því þá verður skurðurinn svo beinn og fínn.

Rífið bút af vaxpappírnum sem nær vel utan um kertið. Svo er servíettunni vandlega vafið utan um kertið og ef hún er of löng, þá klippið þið af það sem er umfram. Ég læt servíettun ná svona ca 1 cm saman.

því næst vef ég vaxpappírnum þétt utan um (vaxhliðina að kertinu) og held pappírnum saman með höndunum. Það má líka festa hann með t.d. títuprjónum.

Þá er að hita. Passið að hita ekki of lengi á sama stað, þá rennur vaxið á kertinu of mikið. En það þarf samt að hita nógu mikið. Það sést vel þegar vaxið er komið í gegnum servíettuna, þá dökknar vaxpappírinn, eins og sést vel á þessari mynd.

 Svo heldur maður bara áfram að hita þar til maður er kominn allan hringinn.

Stundum er erfitt að ná allan hringinn í fyrstu hitun. Hitabyssan er rosalega heit og það þarf að passa að brenna ekki dýrmætu puttana sína :)  Þess vegna bræði ég oftast bara uþb helminginn af kertinu, eða eins mikið og ég get, því vaxpappírinn má ekki vera krumpaður, þá verður kertið krumpað (nema maður sé að sækjast eftir þannig áferð). Ég tek vaxpappírinn af og legg svo nýjan utan um kertið og hef þá miðjuna á vaxpappírnum, þar sem ég átti eftir að hita kertið. Ef þið lendið í því að það komi krumpur, þá er alltaf hægt að hita aftur með nýjum sléttum pappír.
  Voila, vaxpappírinn farinn og kertið tilbúið :)


Skelltið þessu svo á smá undirskál og kveikti á Marimekko kertinu mínu, sem tók mig 14 mínútur að gera. (helmingi lengri tíma en venjulega, því ég þurfti alltaf að vera að taka myndir :Þ


Servíettan bræðist í raun inní kertið, þannig að það verður þunn vaxhúð utan um hana. Þegar kertið brennur svo niður verður hólkur eftir. Servíettan er ennþá úr pappír svo hún getur brunnið, en ef kertið er nógu vítt, þá ætti loginn ekki að ná í hana. En ef þið eruð smeik við þetta, þá má bara klippa af servíettunni jafnóðum og kertið brennur innan úr. Það kviknar ekki í servíettunni fyrr en nánast allt vaxið er farið af henni.  


Hér er mynd af kerti sem ég gerði fyrir jólin og setti í svona smá aðventukörfur handa vinum og ættingjum :)



og hér er annað sem fylgi með í pakka til vinkonu :)



Verði ykkur að góðu elskurnar :)



17 comments:

  1. Mjög flott hjá þér en ég keypti einmitt óvart vaxpappír í Krónunni í staðinn fyrir bökunarpappír svo það er spurning hvort að hann fáist ennþá þar;)

    Kv.Hjördís

    ReplyDelete
  2. Súper sýnikennsla hjá þér Linda !!!!
    Var einmitt að kaupa kerti í dag til að skreyta (ekki hvít), hlakka til að sjá hvernig kemur út í lit.

    ReplyDelete
  3. Takk stelpur :) Hjördís, það er flott að vita það, eflaust einhverjir sem fara að leyta að vaxpappír á næstunni :)

    Jóna, já það verður gaman að sjá það, ég hef reyndar prófað að nota t.d. rauð kerti, og það var ekki að virka vel. Málið er að af því að vaxið fer utan um servíettuna þá sést myndin illa ef það er litur á kertinu. En um að gera að prófa :)

    ReplyDelete
  4. takk æðislega fyrir þetta, verður gaman að prófa

    ReplyDelete
  5. Flott hjá þér ég þarf að prófa þetta.

    ReplyDelete
  6. Frábær kennsla hjá þér Linda! Takk, verð að nálgast svona vaxpappír einhversstaðar :)

    ReplyDelete
  7. Helga H. HelgadóttirFebruary 5, 2012 at 1:37 PM

    Snilld, ég hlakka til að prófa þetta :)

    ReplyDelete
  8. Geggjað, verður gaman að prófa þetta! Er hægt að gera þetta við venjulegan pappír í staðinn fyrir servéttu, ef maður td. prentar út flotta mynd út?? Takk kærlega fyrir þetta:) Kv. Sigga

    ReplyDelete
  9. Sigga, Í þessari sýnikennslu nota ég Marimekko servíettu til að setja utan um allt kertið. Það er líka hægt að setja bara á hluta af kertinu, t.d. rönd upp og niður eða hringinn. Þessa aðferð má líka nota með þunnan pappír. Silkipappír hentar mjög vel í það. T.d. er hægt að prenta á hann eða stimpla myndir og/eða texta og jafnvel lita.

    ég var að gera 2 svona kerti með prentuðum myndum. Sýni ykkur það á morgun :)

    ReplyDelete
  10. Æði, takk fyrir þetta, er svo mikið búin að leita að leiðbeiningum fyrir kerti. Hefur þú prófað öðruvísi aðferðir, td. candle and soap, mér skilst að það myndi góðan hólk en hef ekki prófað. Finnst svo flott þegar hólkur myndast þegar kertið brennur niður utan um logann. Þín kerti eru líka æðísleg og takk aftur fyrir að deila þessu með okkur.
    kv Sigga

    ReplyDelete
  11. já, ég hef prófað candle and soap og fleira. áferðin verður allt öðruvísi. C&S er svona "lakkhúð" sem er glansandi en þessi aðferð er mött því að vaxið bráðnar í gegn um servíettuna eða pappírinn. þannig er miklu auðveldara að fela t.d. útlínur á útklipptum pappír sem sjást greinilega með C&S. C&S þarf að bera á með pensli eða svampi og skilur þ.a. eftir sig áferð. hins vegar ef þú ætlar að nota lituð og þá sérstaklega dökk kerti þá virkar illa að bræða vaxið svona í gegn því að liturinn á vaxinu fer yfir myndina. þá gæti verið betra að nota C&S :)

    ReplyDelete
  12. Vá hvað þetta er flott og frábærar útskýringar, ég þarf að prufa þetta, bestu kveðjur Guðný :)

    ReplyDelete
  13. Snillingur!
    kv. barbara.

    ReplyDelete
  14. Vonandi er þér sama að ég sendi einni þetta á facebook sem langar svo að gera svona kerti.. Ég hef eitthvað reynt að sýna henni þetta.. En þú snillingur kennir þetta á svo flottann hátt..
    kv. Signý

    ReplyDelete
  15. Auðvitað Signý, Bloggið er opið öllum :)

    ReplyDelete
  16. Vaxpappírinn hefur fengist í Krónunni. Kv Hanna

    ReplyDelete

Umslagakort

Ég hannaði þetta snið af umslagakortum fyrir um 2 árum, bjó síðan til smá sýnikennslu á aðferðinni fyrir snappið mitt. Ég hef oft verið...