Tuesday, July 10, 2012

Ber og sultur - Berries and jams

Uppskriftabók
Recipe bookMig hefur langað að gera svona litla sæta uppskriftabók lengi lengi.  Eina sem mig vantaði var hugmynd um hvað ætti að vera í henni. Ég á alveg ágætis svona "mömmu" uppskriftabók sem ég skrifa í uppskriftir... og bara nokkuð skipulagða skal ég segja ykkur. Svo hvað er sniðugt að setja í svona bók. Hah... hugmyndin koma eins og þruma úr heiðskýru lofti þegar ég sá þennan pappír í skrappoggaman.

I have wanted to do a cute little recipe book for so long. I just didn't know what kind of recipe book. I have a perfectly good "mum" recipe book I write my "best" recipes in.... it's even quite organized :) So what makes a cute recipe book? The idea struck me when I layed my eyes on this cute America crafts paper.

Sultur, hvað er sætara en það?
Jams, what can be more cute?

Ég var bara rétt byrjuð þegar ég sá hvað þetta væri frábær vinkonugjöf. Er það ekki alveg möst að hafa eins og einn bláberja mojito í bókinni. Brill, whoooh! þið trúið ekki hvað ég er happý með þetta.  Þannig að úr varð uppskriftabókin "Ber & Sultur".  Ég tíndi saman geggjaðar uppskriftir sem ég hef prófað. Reyndar hef ég líka lengi ætlað að taka saman svona "gjöðveikar" berjauppskeruuppskriftir. Hah! nú tími ég aldrei að gefana :Þ  

Þessi er bara lítil, 10x15 cm.  7 blöð (14 síður með bak og forsíðu). Síðasta og næstsíðasta síðan eru festar saman me borða svo að bókin standi auðveldlega á borði ; ) Ég notaði bara eina síðu fyrir hverja uppskrift enda frekar einfalt að gera sultu :) Það væri alveg hægt að hafa flóknari uppskriftir og nota þá bara 2 síður í hverja uppskrift.  EÐA hafa bókina bara helmingi stærri :) 

I had just started when I realized what a perfect gift for a friend this was. Isn't it a must to include a blueberry mojito in a berry book? YES!!!  Whooooh! you cannot belive how happy I am with this book. So out came the "Berries and jams" recipe book. I used my favorite recipes in it. Actually I have been planning to gather "summer crop" recipes for a long time. Hah! I think I will keep this one myself :) 

This book is just a small one, about 4x6". 7 cards (14 pages if you count the front an back) The last and second last cards have a ribbon between them so that the book can stand easily ; ) I only used one page for each recipe, jams are pretty easy to make :) But it would be easy to include more complicated recipes if you just used 2 pages for one recipe OR just make the book twice as big :)

Allur pappír og skraut er úr skrappoggaman.is

Nóg af blaðri, látum myndirnar tala :)
Enough babbling, let the photos speak for itself :)


Uppskriftir bæði fram og aftan á.
Recipes both in front and back.


Þarf að ná á vinkonu minni til að skrifa inn upskriftina, fann ekki mína.
Have to contact my friend for the recipe, I couln't find my copy of it.

Ég skildi eftir 2 auðar síður fyrir nýja gullmola :)
I left 2 pages blank, for new favorites :)Baksíðan - sultugerðarráð :)
Backpage - jam making advice :)


Hér sést borðinn sem festir bókina saman. (engar uppskriftir þarna inní)
Here you can see the ribbon that keeps the page as a tent. (no recipes inbetween)

Nú þegar ég er búin er hausinn troðinn af hugmyndum af litlum uppskriftakrúttbókum, pööörfekt fyrir vinkonur mínar. Þemað færi eftir vinkonunum...t.d. Kokteilar, bökur, bollakökur, pönnukökur, hráfæði, súpur, ís, eftirréttir, kaffiréttir, Súkkulaði, konfekt.... eruði að sjá þetta fyrir ykkur!  já og svo skulum við ekki gleyma hinu íslenska æði... prjónabók! :)  

Now that I have finished my head is exploding with ideas of little recipecutebooks, puuuurfect for my friends.  The theme customized for each friend... i.e. Coctails, pies, cupcakes, rawfood, pancakes, soups, icecream, deserts, coffie, chocklates, candy.... can you visualize it?  yes and lets not forget the wold wide rage... a knitting book! :)

Ó, nú langar mig í glænýja sultu! já eða bara svalan mojito ;) 
aww, now I want a freshly made jam! or just one chill mojito ;)

5 comments:

  1. Ekki amalegt að vera vinkona þín! Mig hefur einmitt alltaf langað að gera einhverskonar uppskriftarbók og vona að ég eigi það eftir. Geggjað flott hjá þér!!!

    ReplyDelete
  2. VÁ !!! þetta er æðislegt, vildi vera vinkona þín ;)

    ReplyDelete
  3. Stór snjallt og flott *asjúsjúal* !

    ReplyDelete

Umslagakort

Ég hannaði þetta snið af umslagakortum fyrir um 2 árum, bjó síðan til smá sýnikennslu á aðferðinni fyrir snappið mitt. Ég hef oft verið...