Friday, November 30, 2012

Aðventublogg?

Krakkar mínir komiði sæl, ég er jólasveinninn...jólahvað? Við önsumessekki!

Já ég lái ykkur það ekki ef þið eruð fyrir LÖNGU búin að gefast upp á mér ;Þ ég hef varla litið hér inn síðan í sumar. Svo var ein góð kona sem minnti mig á að ég væri nú ekki að sinna þessu bloggi nógu vel. Svo nú er ég að spá í hvort það sé einhver áhugi fyrir smá bloggmaraþoni, eitt blogg á dag á aðventunni. Aðventublogg, er það ekki flott nafn á svoleiðis.  (fjúff, þegar ég set þetta svona niður svart á hvítu þá er ég aðeins að pannikka hérna...hohoho).  Hvað segiði?  Er einhver enn að skoða þetta blogg???

Smá upphitun:  Hér eru 3 kerti sem ég gerði fyrir námskeið sem ég er með þessa dagana. Viljið sjá meira? og kannski vita hvernig þau voru gerð  ;)

Eru ekki allir annars alveg komnir á kaf í jólagírinn???

4 comments:

  1. Koma svo kona, aðventubloggaðu - aaaaðventubloggaðu :)

    ReplyDelete
  2. Flott Blogg...baeti ther vid a listann minn!
    kv. Brynja

    ReplyDelete
  3. Er sko alveg til i ad sja hvernig tu gerir tessi flottu kerti!

    Kv.Hjordis

    ReplyDelete
  4. Uuu já! ... aðventublogg, já takk !

    Væri sko alveg til í að sjá hvernig þessi kerti eru gerð !

    ReplyDelete

Umslagakort

Ég hannaði þetta snið af umslagakortum fyrir um 2 árum, bjó síðan til smá sýnikennslu á aðferðinni fyrir snappið mitt. Ég hef oft verið...