Sunday, March 25, 2012

Maskros Makeover


Við tókum svefnherbergið í gegn í haust. Það er reyndar ekki alveg búið, því það vantar hurðir á fataskápinn. Þetta veldur óhjákvæmilega örlítillri sjónmengun svo ég get ekki sýnt allt herbergið strax. En ég get sýnt ykkur smá díteila sem ég hef "föndrað" :)

Byrjum á Maskros Ikea ljósinu, sem er orðið til á öðru hverju heimili. Það er bara svo fallegt! :)

Mig langaði aðeins að breyta því og gera það meira vetrarlegt yfir veturinn. Ég breyti því svo kannski bara aftur núna fyrir sumarið ; )  Mér finnst það nebblega líka alveg rosalega fallegt bara eins og það er.

Það er sum sagt þetta ljós sem við erum að tala um...Í staðinn fyrir að setja bifurnar á ljósið, þá tók ég pappírsdúllur og límdi á endana. Bætti svo tveimur pönsuðum snjókornum ofan á, úr þunnum pergament pappír og þykkum silfruðum pappír. Punkturinn yfir i-ið er svo glær steinn í miðjunni. Smá bling :) og taddaraaaa!


Það sem kom síðan skemmtilega á óvart var hversu flottir skuggar myndast þegar kveikt er á ljósinu. Yndi bara! 


Dúllurnar fékk ég í Húsasmiðjunni, en pönsana í skrappoggaman


Viljiði sjá meira?4 comments:

 1. Þetta er meiriháttar flott hjá þér Linda !!! Miklu flottara en hjá IKEA :) Skuggamyndunin er æði !!

  ReplyDelete
 2. Þetta finnst mér GEGGJAÐ :) jamm, meira meira! Ferlega flott hjá þér!!!

  ReplyDelete
 3. Magnað, í alvöru virkilega fallegt:)
  Kv Hanna

  ReplyDelete

Umslagakort

Ég hannaði þetta snið af umslagakortum fyrir um 2 árum, bjó síðan til smá sýnikennslu á aðferðinni fyrir snappið mitt. Ég hef oft verið...