Thursday, March 8, 2012

2ja vikna afrakstur


jæææææjaaaaaa....loksins er ég búin með síðuna sem er búin að vera í vinnslu í  2 vikur.
Myndin er af fallegu dóttur minni. :)

....og ó dear lord hvað það var sársaukafullt að rífa þennan dásamlega pappír! :Þ

Næstum allt stöffið fæst eða fékst hjá www.skrappoggaman.is , nema kannski EEELDgamli MME ramminn sem er á bakvið myndina.  Já það kemur alltaf rétti tíminn til að nota gamla stöffið :)Fyrir skrappnördana :)

Mest allt dótið var blekað, stainað og málað með hvítri akrílmálningu, í mörgum, mörgum umferðum.


Þetta stóra blóm var beislitað og vínrautt köflótt og grófa laufblaðið ljósbrúnt. Bæði stainað fyrst með distress stain og svo málað með hvítri akríl málningu og svo blekað smá með svörtu bleki. Litlu laufblöðin voru græn og blúndan túrkíslitið og voru bara máluð hvít í nokkrum umferðum og blekuð með svörtu örlítið. Stóra laufblaðið þarna efst var hvítt, en málað með glimmer glam og svo með hvítu. Pappírsblúndan var pönsuð með MS munsturgatara, blekuð og krumpuð og svo þurrburstuð með hvítu.


Það var eins með þessi lauf en stóra blómið með hempbandinu á var hvítt, stainað með túrkís, málað með hvítu og svo blekað með svörtu. Rósin og minna blómið voru bæði túrkís og bara máluð með hvítu og svo blekuð með svörtu. Stafirnir eru frá Glitz.


Þessi fallegi ljósastaur er frá Prima og grunnpappírinn mistaður með chalkboard misti, túrkís og hvítu.


Jæja, hvað finnst ykkur um að ég útlisti síðurnar svona, setji linka á þær vörur sem eru til og þannig? 
er eitthvað gagn í því?


3 comments:

 1. Finnst þetta æðislegt og frabært að fa þetta utlistað eins og þu gerir.


  Kv Inger Ros

  ReplyDelete
 2. Loooove it!!! ... Síðurnar þínar eru alltaf jafn gordjöss!!

  Það gerir póstinn alveg skemmtilegri að fá að sjá vörurnar líka ;)

  ReplyDelete
 3. Æðisleg síða eins og alltaf. Mikið er Kamilla dásamlega lík þér, ég hélt fyrst að þetta væri mynd af þér :)

  ReplyDelete

Umslagakort

Ég hannaði þetta snið af umslagakortum fyrir um 2 árum, bjó síðan til smá sýnikennslu á aðferðinni fyrir snappið mitt. Ég hef oft verið...