...eins og ég lofaði :)
Vona að þið hafið haft gaman að fermingarskreytingunum í síðasta pósti :)
Kamilla við kökuborðið
En eins og vera ber, þá er varla hægt að halda veislu án þess að bjóða uppá eitthvað :Þ og eins og með flest annað í sambandi við fermingu dóttur okkar, þá fékk hún að ráða hvort það ætti að vera matur eða kaffi. Núhh... þar sem að barnið er eitthvað skylt mér, þá vildi hún hafa BÆÐI!
Foreldrarnir íhuguðu þetta í smá tíma og komust svo að samkomulagi um að það væri hægt að hafa bæði, með því að hafa matinn einfaldan og "bara" fermingartertu og kransaköku í desert og gera kannski bollakökur fyrir krakkana. Sammþykkt! :) Það var svo ákveðið að setja mörkin við 3 rétti sem fermingarbarnið valdi, kjúklingarétt, sweetchili hakkbollur og lambalæri með tilbehör :) Við bættum svo við reyktum og gröfnum laxi (svona í forrétt).
Allir voða glaðir með þetta allt. Það var hægt að gera bollurnar og kjúklingaréttinn áður og setja í frysti. Pís of keik :) Fjölskyldan var vel virkjuð í það sem þurfti að gera daginn fyrir og samdægurs svo þetta gekk allt eins og í sögu.
Ömmurnar vildu endilega hjálpa til :) og ekki slær maður nú hendinni á móti því :) Önnur bauðst til að gera voða góðan sjávarréttakokteil og hinni fannst nú ekki alveg nóg að hafa "bara" fermingartertu og kransaköku með kaffinu og stakk uppá að gera marengs og rís"kransa"köku fyrir krakkana :) og þessu var bætt við. Allt í einu varð 3ja rétta maturinn að hlaðborði og "desertinn" að kökuhlaðborði! :Þ Obbosí! O jæja, við fermum bara einu sinni :Þ
Við erum svo heppin að pabbi minn er bakari og var svo yndislegur að sjá um að gera kransakökuna og fermingartertuna með mér (ég sá bara um skreytingarnar).
Því miður gleymdist að taka mynd af öllum matnum á borðinu, En þarna vantar aðalréttinn á borðið, lambalærið og kartöflurnar.
Jæja, nóg um matinn. Eru ekki allir að bíða spenntir eftir kökunum :)
Fermingarkakan, það hljóp nú eitthvað aðeins frá okkur pabba tíminn í eldhúsinu, svo það endaði með því að fermingartertan var skreytt á núll níu, bókstaflega. Ég held það hafi í alvörunni tekið 3 mínútur. Muniði eftir blómunum sem ég notaði í vasana. Þeim var bara skellt á kökuna, borða og skrautblómi. Stafina var ég búin að sprauta með súkkulaði áður á bökunarpappír og var síðan bara raðað ofan á marsipanið.
Súkkulaðiræmurnar þarna með greinunum, er eitthvað sem maður getur keypt tilbúið.
Litlu grænu blómin eru þau sömu og voru notuð sem borðskraut.
Fallega muffinsið :)
Muffinsið og rískakan slóu þvílíkt í gegn hjá krökkunum og þær hurfu eins og dögg fyrir sólu.
Rís "kransa" kakan sem mamma gerði.
Kransakakan!
Ó hvað ég ööölska kransakökur. Ég hef nú séð eina og eina kransaköku sem pabbi minn hefur gert um ævina, en OMG þessi finnst mér sú fallegasta og STÆRSTA! 24 hæðir eða yfir 60 cm há, fyrir utan styttuna. Rískakan varð bara eins og kríli við hliðina á henni, en þó var hún samt 18 hæða.
Ég vildi bara hafa hana einfalda og skreytta með lifandi blómum.
Ég var mikið búin að spá í hvað ég ætti að setja á toppinn. Ég er ekki sérstakur aðdáandi plaststyttna úr bakaríum. En einn daginn þegar ég var að leyta að einhverju allt öðru í blómabúð, sá ég hvað þessi var algjörlega pööööfekt á kransakökuna. Plús að hún var ekkert dýrari en bakaríisstytta og prýðir nú herbergi fermingarbarnsins í stað þess að húka einhversstaðar inní skáp. Kannski engin geimvísindi að fatta uppá þessu, en samt einn af hápunktunum í undirbúningnum fyrir mig :)
Nú þar sem að veisluföngin fóru aðeins úr böndunum, þá var SMÁÁÁ afgangur og því var opið hús heima hjá okkur daginn eftir, sem kom sér vel fyrir ferðalanga og dásamlegt framhald og gæðastund með fólkinu fyrir okkur :)
Já og svo fann ég myndir af blessaðri skreytingunni sem ég fann ekki í fyrradag.
Ég man ekki hvort ég sagði ykkur það, en skreytingarefnið fékk ég að mestu í blómaval og vasann átti ég. Sparaði mér heilan helling með því að gera þetta sjálf.
Eigiði góða helgi elskurnar og þið sem eruð að fara að ferma...njótið þess að undirbúa þennan dag með barninu ykkar og fáið fólk til að hjálpa ykkur. Ekkert stress! Búið ykkur til ánægjulegar minningar!
ok...svo stenst ég ekki að setja inn eina mynd af fallegustu stelpunni minni. Fermingarmyndirnar voru teknar af Páli Pálssyni ljósmyndara á Akureyri.
...já eða tvær.....
....því ég mundi bara núna að við fórum með fermingargjöfina í myndatökuna, sem var viku fyrr. Kamilla vissi ekkert um það og pakkinn var bara þarna á gólfinu í stúdíóinu og svo í lok myndatökunnar setti ljósmyndarinn pakkann inná mitt gólfið og lét hana stilla sér upp við hann á alla kanta í því yfirskini að þetta væri svona platpakki sem hann hefði látið útbúa fyrir sig fyrir fermingarmyndatökurnar. Kamillu grunaði ekkert. Þegar hann bað hana svo að opna annan endann gerði hún það ofurvarlega til að skemma ekki "propsið". hehehe... Stuttu seinna uppgötvaði hún að þetta var hennar pakki og ljósmyndarinn náði undrunarsvipnum og gleðinni á filmu.
Rosalega er þetta fallegt hja þer, æðislegar myndir og fallegar skreytingar. Mer finnst skemmtilegast þegar hlutirnir eru heimatilbunir.
ReplyDeleteKv. Inger Ros
Meistari ;)
ReplyDeleteKv. Helga systitr