Monday, March 26, 2012

Gamalt munstur....

...nýtt lúkk :)


Hér á árum áður var vinsælt að sauma þetta fallega gamla munstur í ullarboj, með litríku ullargarni. 
Ég minnkaði munstrið töluvert og saumaði það svo út í gráum tónum. Garnið er af mörgum sortum og gerðum, s.s. Bródergarn, DMC útsaumsgarn, ullargarn, metalgarn og perlugarn.

Hér er nærmynd af saumnum.
  

Ég saumaði púðann fyrir nokkrum árum, en hef aldrei notað hann. Fyrir löngu var ég búin að sjá hann fyrir mér á hjónarúminu. Það er að segja, þegar ég væri búin að fá mér nýtt rúmteppi.


Ég fann svo rúmteppið loksins í RL eftir jólin. Það er svart hinu megin svo það er hægt að breyta til :) 
Svörtu púðana keypti ég líka í RL á 500 kr. stykkið :)
(tókuði nokkuð eftir því að það er enginn rúmgafl....það er sko í vinnslu!)


Ég er svo ánægð með að púðinn minn sé loksins búinn að fá heiðurssæti, það tók sko alveg nokkra klukkutíma að sauma hann :ÞJæja dömur mínar (og herrar ef einhverjir) nú er bara að taka upp nál og byrja á eins og einum púða...erhaggi bara?5 comments:

 1. Glæsilegur púðinn þinn. Ótrúlega fallegur útsaumur. Væri sko til í að eiga einn svona.

  ReplyDelete
 2. Æðislega fallegur púðinn hjá þér

  ReplyDelete
 3. Jeminn eini hvað þetta er fallegur púði. Held ég láti mig bara dreyma um svona púða, hef ekki bróderað síðan í barnaskóla og var þá ekkert sérlega flink held ég. Kannski maður fari í húsmæðraskóla í ellinni og læri listina.
  Kveðja, Svala

  ReplyDelete
 4. Glæsilegur púði hjá þér, kannski maður rifji upp útsaumstaktana síðan í Húsó í denn.
  kv Svava

  ReplyDelete
 5. Þetta er dásamlega fallegt hjá þér og þvílík vinna sem þarna liggur á baki. Til hamingju með þessa fallegur vinnu
  kveðja Adda

  ReplyDelete

Umslagakort

Ég hannaði þetta snið af umslagakortum fyrir um 2 árum, bjó síðan til smá sýnikennslu á aðferðinni fyrir snappið mitt. Ég hef oft verið...