Hún litla yndislega systurdóttir mín kom í heiminn á föstudaginn langa og mér leið eins og þegar öll hin dásamlegu systkinabörn mín komu í heiminn....eins og ömmu :Þ híhíhí.
Barnið var ekki væntanlegt fyrr en eftir 2 vikur svo ég var ekki reddý með gjöf og hvað gerir maður þegar allt er lokað á föstudaginn langa..... jú...
... maður rýkur í einu búðina sem er opin...Samkaup... og kaupir sitt lítið af hverju og býr til bleyjutertu!
Ekki ný uppfinning...en skemmtileg samt sem áður :)
Í kökuna sjálfa fóru 2 bleyjupakkar. Í fyllinguna: blautþurkur, svali (sérstaklega fyrir mömmuna), tannkrem, plástur og grisjur.
Kakan var svo skreytt með borðum sem ég reif niður efni og tjull í og svo átti ég borða til að binda saman bleyjurnar. Smá blóm og snuð bundin í slaufurnar.
Þessi sæti flóðhestur með sæta tannburstann trónuðu svo á toppnum. :)
Kortið: sætur kjóll :)
Ég rétt náði svo að klára þessa peysu handa dömunni.
Finnst svo fallega mildir litirnir í henni
Sætu tölurnar fundust í föndurdöllunum mínum :)
finnst þetta munstur voða fallegt.
Vááháháhá, þetta finnst mér snilld!!
ReplyDeleteSvo mikið elsk á þetta :)
Snillingur ertu!
Æðislegt hjá þér :)
ReplyDeleteLinda, þú ert nú alveg óborganleg. Þetta er snilldarhugmynd og frábærlega útfærð.
ReplyDelete