Thursday, April 12, 2012

Páskar....

voru páskar? :oÁ þessu heimili fóru nú frekar lítið fyrir páskaskreytingum enda lá mín í þessar líka fínu flensu. 2 vikur! Jesssörrí ! Ekki spennandi :I

En betra er seint en aldrei, aldrei er of seint gott að gjöra og að hika er sama og tapa. Aumur er iðjulaus maður en allt verður einhvernveginn að vera..... nei ok...ég er ekki enn með hita. Það eina sem ég náði að gera sérstaklega fyrir þessa páska var að setja 2 kerti á bakka...  Vúhúú :Þ


...og troða nokkrum blómum á þau. Kertin áttu að vera þrjú, en það þriðja beið alltaf eftir því að lasarusinn skellti bleikri doppóttri servíettu utan á það. En það gerðist aldrei og kertið fær því annað hlutverk seinna. Flest blómin fást í þeirri dásemdarverslun Skrappoggaman

Þennan yndislega kertastjaka og kertið gaf hún bestasta systir mín um daginn. Það fékk smá sona páskaskreytingu í leiðinni. Litla doppan með nótunum er splitti sem ég stakk bara í kertið. Mér finnst það alveg ótrúlega bjútífúl :) jább og þetta dót fæst líka í....aldrei er góð vísa of oft kveðin.....Skrappoggaman


Ég afrekaði líka að skipta um þessi kerti og setja svona soft túrkís kerti sem ég fékk í Europris á útsölu á spottprís :) 

Finnst ykkur þessar hænur ekki ÆÐI! úff hvað ég ÖLSKA þær. Bara tú kjút þessar elskur :) Ég veit ekki hvar þær fást, tengdó gaf okkur þær fyrir nokkrum árum.
Líka þessar :)  Sprellikallinn var keyptur í Puerto Rico í fyrra.

Ég bara stóðst ekki þessar í Europris um daginn. Eitthvað svo flöffí og sætar :)


Ég varð að taka mynd af þessari blómagrein sem ég hef átt lengi. Mér finnst hún bara svo vorleg og falleg eitthvað. En hún fær nú að vera uppivið lengur en bara á páskum :) 

Svo eru það þessar rósir, algjört augnakonfekt.  Keypti þær í fyrrasumar í Europris. Beygði stilkana á þeim og tróð þeim ofaní blómapott.  Unginn í egginu er eitt af elsta páskaskrautinu mínu. Þenna fékk ég í afmælisgjöf fyrir löööngu. Afmælið mitt lendir oft á páskum og því læðist oftar en ekki eitthvað páskaskraut í eða á pakka. Bara gaman að því :)  

Þessi krúttbolti er 25 ára í ár :) 

  Tókuð þið eftir eggjunum á nokkrum myndunum?  Dóttir mín (16 ára) uppástóð það í fyrra að fara að blása úr eggjum og mála. Ég var nú ekki alveg að nenna að fara að sullast við að blása úr eggjum, en gaf henni leyfi til að reyna þetta sjálf. Ég hélt nú reyndar að hún myndi gefast upp fljótlega en sei sei nei. Gellan tæmdi tvo stóra eggjabakka og fór svo að dunda sér við að mála. Það leið nú ekki á löngu þegar "barnið" var búið að standa í öllu veseninu að mamman settist niður og málaði nokkur egg líka. :)


Bara sætt erþaggi? Eða kannski pínu skerí : D


Í upphafi skyldi endirinn skoða.... ég verð nebblega að segja ykkur frá þessari sætu ungafjölskyldu sem býr í þessum eggjabakka :) Ég keypti hann af eldri borgara sem býr þá til. Hún setur þá í eggjabakka bæði til að geyma þá og til að stilla þeim upp á sölubásnum. En ég vildi nottla fá eggjabakkann með. Finnst þetta alveg brill hugmynd :)Allt tekur enda um síðir...  líka meðganga systur minnar (þessari bestustu).  ÉG eignaðist litla yndislega frænku um páskana.  :Þ  Til hamingju Helga og Villi með prinsessuna :)

 Hér er sko SÆTASTI páskaunginn :) eigum við eitthvað að ræða hárið á barninu!No comments:

Post a Comment

Umslagakort

Ég hannaði þetta snið af umslagakortum fyrir um 2 árum, bjó síðan til smá sýnikennslu á aðferðinni fyrir snappið mitt. Ég hef oft verið...