Vinkona mín átti afmæli fyrir stuttu og við slógum saman í gjöf handa henni nokkar vinkonurnar, svona eins og gengur og gerist :) Við keyptum fallegt hálsmen frá Sif Jakobs. Það kom í minn hlut að pakka gjöfinni inn og gera kort, enda finnst mér það svo gaman ; D . Nú jæja, þegar kortið var tilbúið, lenti ég í sömu vandræðum og oft áður, kortið var í svona hefðbundinni stærð, en skartgripakassinn mikið minni. Það fannst mér alveg ómögulegt, svo annaðhvort var að annað og minna kort, eða stækka pakkann. Á síðustu stundu reif ég fram lopapeysu servíettu frá Heklu og hvítt kerti sem ég átti. Notaði vaxpappír og hitabyssu og bræddi servíettuna á kertið. Stillti þessu svo upp á smá kassa sem ég pakkaði inn í svartan pappír og dúndraði þessu svo öllu í sellófan. Borðar og nokkur útþrykkt snjókorn og voila... alles klar. :)
Kortið var gert úr hvítum kartonpappír sem ég stimplaði blómakrans á með vatnsþynntu Tim holtz bleki, fjólubláu. Því næst sletti ég sterkari blöndu af sama blekinu á kortið og bætti við nokkrum slettum af Tattered Angels glimmer misti, graphite. Svarti borðinn og snjókornið eru þrykkt út í pappír með munsturgöturum frá Martha Stewart . Perlurnar gerði ég svo með Viva perlupenna. Blómin er keypt tilbúin, þetta litla frá Skrappoggaman.is og þetta stóra frá Prima. Stóra blómið var hvítt í pakkanum en eftir svipaða mistmeðferð og pappírinn fékk og smá silfur glimmer leit að svona út :)
Ég veit þið trúið því ekki hvað það er gaman að leika sér með blek :Þ
Mér finnst þetta æðislegt hjá þér og gleður vinkonu þína á nokkurs vafa :O)
ReplyDeleteæðislegt!! hvar færðu svona vaxpappír? þetta er ekki það sama og bökunarpappír right?
ReplyDeleteHvernig gerir þú þetta með kertið? Geturu útskýrt það nánar? Ég hef aldrei notað svona hitabyssu, langar mikið að prófa :)
ReplyDeleteHelga Lind, rétt, ekki sama og bökunarpappír, Eini staðurinn sem ég hef séð vaxpappír á íslandi er í Megastore, reyndar fyrir amk ári síðan, en það gæti vel verið að hann fengist þar enn.
ReplyDeleteReyndar hef ég notað þessa aðferð með bökunarpappír, áður en ég fann vaxpappír og það virkar...með smá meiri lagni :Þ
Birna, ég skal vita hvort ég get ekki bara sett inn smá tútorial fyrir svona kerti :)
frábært, fylgist spennt með
ReplyDelete