Wednesday, February 8, 2012

Bókaflóð


Mér hafa alltaf fundist heimili full af bókum eitthvað svo heimilisleg og líka svolítið gáfuleg.  Við eigum ekkert rosalega mikið af bókum :Þ en nokkrar samt.  :)

Einu sinni vorum við með hilluveggi og þá fengu bækurnar að vera í stofunni, en svo fyrir nokkrum árum viku hillurnar fyrir skenkjum í stofunni, og bókunum var holað inní skápa, ofan í skúffur og uppí hillur í vinnuherberginu og góður slatti fór í kassa og á bókasafn.

Núna er vinnuherbergið frekar þétt skipað af ýmsu dóti og ég mikið búin að spá í hvað ég geti gert við blessaðar bækurnar. Það væri dásamlegt að koma amk hluta af þeim úr vinnuherberginu.

Þegar tiltektin mikla í vinnuherberginu stóð yfir í síðasta mánuði, tók ég 24 bóka safn af Encyclopedia Britannica sem fyllti hér nærri 2 hillur og setti þær ofan á einn skenkinn í stofunni til bráðabirgða. En þetta er svo rosalega yfirþyrmandi eitthvað.


Þetta eru svona, svakalega stórar og þungar bækur.  Rúmlega meter allar saman í röð :o


Eiginmaðurinn erfði þetta eftir afa sinn og þar sem að hann býr hér líka, þá verð ég að koma þessu fyrir þannig að ég fór í smá goggle og pinterest leiðangur í leit að lausn á þessu máli.

Eftir laaaanga leit...þá fann ég lausnina....


 Ég læt hann bera þær fram og til baka um íbúðina á meðan ég "prufa" ýmsa staði... eftir stutta stund býðst hann til að gefa þær :Þ Nei ok...  ég verð að taka þetta alvarlega......

Hvað ef ég bora út úr þeim og bý til blómapotta....... eða sker út úr þeim svona vasa, bý til koll eða lampa :Þ
Nei kannski ekki....

EN

Það væri kannski frekar að gera úr þeim bókahillu :) Brill hugmynd :)

takið eftir HILLUNNI!  (já einmitt...ég sá þetta ekki alveg strax heldur)

eða bara massívar bókahillur
aftur takið eftir HILLUNUM


Kannski ekki of vinsælt hjá bóndanum.  Það er smá issue að það sé hægt að nota bækurnar. :)

OK! Einbeita sér að verkefninu! :Þ


Back to business.....Þetta er soltið kúl...
en ekki víst að ég fengi að rífa kápurnar af bókunum : Iawww... ef bækurnar væru nú allar með svona fallegum kjölum sem pössuðu svona flott saman...


aaaaaaahhh....bjútí :)

Stendur ekki einhverstaðar...ekki dæma bókina af kápunni.....
Það væri hægt að klæða kilina í smá dulargerfi... eithvað svona til að brjóta upp þennan risaklump af bókum.


Þetta er kannski aðeins of mikil litagleði fyrir minn smekk en góð hugmynd :)

Svo finnst mér alltaf svolítið kjút að setja bækur í stiga


en enginn stigi á þessu heimili....

Þetta finnst mér ÆÐI!Kannski gæti ég komið þeim fyrir í nýju sófaborði....


Mér líst alltaf betur og betur á þessa hugmynd :)

Ef ég ætti hins vegar fullt fullt af bókum, þá væri þeim örugglega raðað einhvernveginn svona....Svo nú mun ég spá betur í kilina áður en ég kaupi nýjar bækur. 

Þessar mundu t.d. allar komast í gegnum síuna :)


Bækurnar mínar, þessar sem ég á eru þó enn á hrakhólum. 
Hafið þið einhverar frábærar hugmyndir handa mér?

Men hvað þetta var langur póstur. Þið eruð hetjur sem skrolluðuð alla leið hingað :)

3 comments:

 1. Margar geggjadar hugmyndir :) finnst samt svo flott ad hafa þær a skeinknum eins og þær voru :) kv.helga systir

  ReplyDelete
 2. Þú ert nú meiri snillingurinn. ég elska alla kertapóstana þína, og þakka þér svo innilega fyrir kensluna.
  Bókahugmyndirnar eru margar alveg briljant, enda svooo gaman að sktreyta með bókum. Ég hef farið á svona notaðann markað og þar er hægt að fá mækur fyrir næstum ekkert,svo ég vel þær bara nógu gamlar og þreyttar og þá eftir lit og áferð en ekki innihaldi, svo þá er auðvitað hægt líka að rífa af þeim kápuna án þess að pirra eiginmanninn. mér fisnt æði að bynda saman nokkrar í svipuðum lit og stilla upp hér og þar. nota til að hækka upp hluta af uppstillingu.
  úff commentið mitt er bara að verða jafn langt og póstuinn haha.
  kær kveðja og takk fyrir frábært blogg
  Stína

  ReplyDelete
 3. Takk fyrir þetta Stína :) Ég er alveg sammála, er einmitt með nokkrar bækur svona "í" uppstillingum í stofunni. En hvað gerir maður við 24 EINS bækur? heheheh :)

  ReplyDelete

Umslagakort

Ég hannaði þetta snið af umslagakortum fyrir um 2 árum, bjó síðan til smá sýnikennslu á aðferðinni fyrir snappið mitt. Ég hef oft verið...