Friday, February 10, 2012

Bleikur vetur



Þetta er búinn að vera litríkur dagur.  Þorrablót í vinnunni og við stelpurnar héldum "tískusýningu" fyrir fólkið okkar í flottum, skrautlegum og furðulegum kjólum sem við fengum að láni hjá Leikfélaginu.  Svaka stuð :Þ

Svo er ég bara að tjilla núna og bíða eftir að fara í matarboð í kvöld í Matarklúbbnum okkar. Við erum fern hjón sem skiptumst á að bjóða í mat annan hvern mánuð yfir veturinn. Hver hjón halda því bara eitt matarboð á ári. Við hjónin höfum bæði mjög gaman að því að undirbúa þetta kvöld, og eyðum ótrúlegum tíma í að spá í mat, drykk og skreytingar :)  

Verkskiptingin á heimilinu er nokkuð skýr. Við ákveðum matseðilinn í sameiningu, svo sér hann um vínið en ég skreytingarnar ;) Ég sé svo að mestu um eldamennskuna, en hann að mestu um frágang. Góð skipti finnst mér ; )

.....bara 30 mín í mætingu  og við hjónin klár .....ohh hvað ég hlakka til.....  :)

Af þessu tilefni langar mig að sýna ykkur myndir úr matarboðinu okkar sem var rétt fyrir jólin í fyrra, með bleiku vetrarþema.  

Matarborðið að verða klárt fyrir kvöldið


Ég notaði jólakúlur og blóm sem ég bjó til og svo fullt af kertum.



Takið eftir stóra silfraða blóminu :) 


Smá skreytingar í þemanum hingað og þangað um húsið. Snjókornin eru þrykkt úr pappír með munsturgatara.



Steikin klár í ofninn - Nautahryggur, svaðalegt stykki :)

'

Allt grænmeti niðurskorið og tilbúið í slaginn.



Silfur rósirnar fékk ég í RL og diskarnir eru bræddir hjá okkur í vinnunni.


 Jæja, nú mega gestirnir koma :)



Nærmyndir af dúlleríinu. Texti úr jólalögum handskrifaðir utan um kúlurnar.




Glös fyrir fordrykkina bíða þolinmóð....


Alles klar :)


Steikin komin í ofninn


Humarsúpa í forrétt.
 Muniði eftir silfraða blóminu á borðinu.... það var bara þar í 2 mínútur eftir að gestirnir komu. Hvert fór það?  Finnur þú það? :Þ


Hindberjasorbet


Kallinn með steikina áður en hún var skorin


Mmmmmm... úff nú er ég orðin svöng


GJÖÖÖÐVEIKASTA súkkulaðikaka sem ég hef smakkað. Uppskriftina fann ég á krakkamatur og er svona eins holl og góðar súkkulaðikökur geta orðið. Eðal kaffi og jarðaberjalíkjör. De-lissí-jus!


Ég þrykkti út úr pappír alveg haug af snjókornunum til að skreyta og þá datt mér snjallræði í hug. Ég elska þegar maður fær svona skemmtilegar hugmyndir eins og í teiknimyndum. Ég notaði götótta pappírinn sem varð eftir til að sigta flórsykurinn í gegnum yfir kökusneiðarnar :) Kjút :)


Jæja...best að púðra aðeins á sér nefið.....

á meðan þið sitjið hér og slefið.... haha... ókey!...ekki fyndið :Þ

1 comment:

  1. Vá hvað þetta er glæsilegt hjá þér! Matta rósin alltaf flott á borði og allt skrautið þitt kryddar svo um munar... og svo sé ég að Bára frænka mín fær að njóta, dásamlegt :)

    ReplyDelete

Umslagakort

Ég hannaði þetta snið af umslagakortum fyrir um 2 árum, bjó síðan til smá sýnikennslu á aðferðinni fyrir snappið mitt. Ég hef oft verið...