Thursday, February 23, 2012

Skrapp til himnaríkis...


Nei þessi póstur er ekki um mitt hjartfólgna skrapp! Neinei... hann er sko um Öskudaginn :Þ  Það er nú þannig að ég vinn í félagsmiðstöð fyrir eldri borgara og við skvísurnar höfum til margra ára klætt okkur uppá á öskudaginn. Reyndar bregðum við oftar á leik þarna og búum þá bara til tilefni ef ekkert augljóst liggur fyrir. Þetta gerum við auðvitað til gera daginn eftirminnilegan fyrir fólkið sem kemur til okkar, en alls ekki síður fyrir okkur sjálfar! :)

Ég keypti mér þessa fínu vængi í Ice in the bucket. Dró svo fram pils og kjól sem ég átti til. Fjárfesti í dýrindis glimmer legghlífum og saumaði ermar úr gardínuefni sem ég fann inní skáp. Föndraði svo geislabaug/krans, smá meiköpp og mín bara orðin engill :) Ég sem hélt það mundi þurfa svo miklu meira til!

Þetta vakti alveg stormandi lukku, sérstaklega þegar ég sópaði niður gestum og gangandi þar sem ég "sveif" pent um húsið eins og sannir englar gera!

p.s. það er gott að alvöru englar þurfa ekki á klósettið :)



Pússa vængina fyrir myndatöku :)





Strympa, touched by an angel...





Og hér er svo allur hópurinn. Svo miklir snillingar þessar konur sem ég vinn með :)

2 comments:

  1. Vá ekkert smá flottur engill, blúndur og blóm og hvítt fer allt SVO vel saman :)

    ReplyDelete
  2. Jiii, þetta er dásamlegt :) Gaman að taka svona þátt í þessu :)

    ReplyDelete

Umslagakort

Ég hannaði þetta snið af umslagakortum fyrir um 2 árum, bjó síðan til smá sýnikennslu á aðferðinni fyrir snappið mitt. Ég hef oft verið...