Tuesday, March 27, 2012

Alveg óvart....

...varð þetta dúllulega hjarta til og tekur nú svo glaðlega á móti manni í glugganum á hjónaherberginu.


Það vildi nebblega þannig til að ég fór að ganga frá einhverju dóti um daginn, sem hafði safnast saman í dalli í hjónaherberginu. (gerist það nokku heima hjá ykkur?) Uppúr dallinum kemur svo þessi krans sem ég hafði gert fyrir öskudaginn í einhverju hendingskasti.  Þar sem ég stóð með hann í höndunum og var ekki alveg að nenna að fara að rífa hann í sundur og ganga frá öllum perlunum og blómunum á sinn stað, fannst mér mun fljótlegra að nota hann í eitthvað. Ég beygði kransinn á tveimur stöðum, snéri mér í einn hring þar sem ég stóð og smellti honum svo hjá blómunum. Alveg eins og hann hefði alltaf átt að vera þarna. 



Muniði eftir þessu?


Skemtilegt þegar hlutir koma svona að sjálfu sér, finnst ykkur ekki :)



1 comment:

Umslagakort

Ég hannaði þetta snið af umslagakortum fyrir um 2 árum, bjó síðan til smá sýnikennslu á aðferðinni fyrir snappið mitt. Ég hef oft verið...