Monday, December 10, 2012

10.des. - jólapakkar


Fyrsti jólapakkinn er klár og kominn til ömmu. Ég pakkaði honum inn rétt áður en við fórum með hann suður um helgina. Amma fær gullpakka, hún er svo mikið gull :) ég notaði mohair og lopa í blómin og borðann. Skar út merkimiðann og límdi eitt blóm á.


Mig langar að leika mér meira með garn í ár í pakkaskrautinu. Sennilega verða þeir nú ekki mikið með gullpappír, kannski frekar maskínupappír, en það gengur alls ekki fyrir ömmu ;) Það er alls ekki nógu skrautlegt :)


Hvernig er það hjá ykkur, pakkið þið öllu inn í stíl, eða eru pakkarnir allir mismunandi? Leggið þið eitthvað í innpökkunina eða er skiptir það engu máli, þetta er hvorteðer allt rifið í tætlur ánúll níu?

Afsakið seinaganginn, ég skrifaði póstinn í gærkvöldi en gleymdi að ýta á send :Þ obbosí :)

1 comment:

  1. Snillingur!

    Ójá, ég ætla loksins að láta verða af því að hafa þetta svoldið í stíl í ár, búin að ætla mér þetta í mörg ár en aldrei látið verða af því. Hér verður það maskínu pappír, hvít dollies ofan á. Rauður léttlopi sem pakkaband og hörband í merkispjöldin, sem verða rauð og hvít - á bara eftir að finna hvernig ég vil hafa þau.

    ReplyDelete

Umslagakort

Ég hannaði þetta snið af umslagakortum fyrir um 2 árum, bjó síðan til smá sýnikennslu á aðferðinni fyrir snappið mitt. Ég hef oft verið...