Láttiggi eins og þú sértikkjadna, ÉG SÉ ÞIG VEL! :)
Það væri nú sætt ef þú kvittaðir í gestabókina, bara svona svo mér finnst ég ekki vera að eyða tímanum í vitleysu. :)
Hvað langar þig að sjá? Það væri gaman að heyra það :)
Í dag lauk næstum allri aukavinnu fyrir jól. Vá hvað það verður æði! Ekki það að ég elska allt sem ég geri, en nú vantar mig tíma í að jólast. ;) Planið er að íbúðin verði eins og glimrandi jólahús á sunnudag, ég bara ÞARF á því að halda :)
Annars var ég með síðasta námskeiðið fyrir jól á Siglufirði í kvöld. Frábært kvöld með skemmtilegum skvísum :) Á leiðinni heim var ég mikið að hugsa um þessa "litlu hluti". Ég vildi að ég hefði getið myndað þetta allt fyrir ykkur, en ég veit að þið getið séð þetta fyrir ykkur.
Jólaljósin á Sigló voru alveg dásemd, yndislegir ljóskrossarnir í nýja kirkjugarðinum. Myrkrið og stjörnubjartur himininn í Héðinsfirði ólýsanlegt, Ólafsfjarðarkirkja fallega upplýst, glitrandi snjórinn í bílljósunum í múlanum, skakkir girðingastaurar í snjósköflum, ævintýraleg birta við marga bæi á leiðnni og fleira og fleira. Ekki gleyma að taka eftir litlu hlutunum í jólaannríkinu.
og að lokum þá sagði ein góð kona við mig í kvöld eitthvað á þessa leið, "ef þú ættir eina ósk, hvers mundiru óska þér, ef óskin yrði að vera fyrir einhvern annan en þig"? Þetta finnst mér góð spurnig. Ég held við ættum að óska öðrum einhvers oftar! Ég ætla allavega að reyna það!
Ég er hér og kvitta nú stundum, finnst bloggið þitt dásamlegt og ér svo hjartanlega sammála þér um litlu hlutina, það eru þeir sem skipta máli!
ReplyDeleteAw takk fyrir BulluKollan mín :) þó ég sé nú viss um að þú sért nú engin bullukolla :)
ReplyDeleteNei hun er engin Bullukolla....Gaman ad fylgjast med Linda...
ReplyDeleteTakk fyrir mig...thu ert snilli
Brynja
snillingur :)
ReplyDelete