Obbosí, nú er mín komin aðeins á eftir áætlun. Ég biðst velvirðingar á því :Þ
Þessi krans er kominn á útidyrahurðina mína og það er næstum því eina jólaskrautið sem er komið upp á þessu heimili, égsverða! Langar svo að fara að gera jólalegt hérna að það er ruuusalegt! En vinnan situr fyrir og ýmsir aðrir viðburðir sem ég þarf að mæta á, en ég ber miklar væntigar til helgarinnar, það á ALLT að gerast þá! Ó hvað ég vona svo innilega að ég verði í ofurskreyti og þrif stuði.
Það er alveg vonlaust að mynda þessa elsku á hurðinni, það er svo lítið ljós þar, svo ég færðann í meiri birtu svo þið gætuð dáðst að hverju smáatriði :)
Haldiði að ég hafi ekki fundið svona drop dead gordjöss stjörnu úr berki í Garðheimum um síðustu helgi! Réttupphend sem eru að fílana! :)
Kúlurnar tvær eru þæfðar, eins og á aðventukransinum. Blómið er gert úr léttlopa og stjörnuanísinn hvíttaður með akríl málningu.
Þessar dásamlegu bjöllur keypti ég í Byko og svo hvíttaði ég könglana eins og anísstjörnurnar (fást t.d. í Söstrene Grene) og límdi svo á með límbyssu.
Svo bara VARÐ ég að hafa smá glimmer, það eru nú jólin :) Litlu stjörnurnar eru úr Blómaval (minnir mig). Já og borðann fékk ég í Blómaval, guðdómlegur! Hemp bandið hvíttaði ég líka með akrílmálningunni. setti bara smá málningu í hendina og dró bandið í gegn nokkrum sinnum.
Já og nótnapappírinn! hann fékk ég í IKEA um daginn. Hann var líka til hvítur, ég gat nottla ekki valið svo ég keypti BÁÐA! ofkors! :)
En ég skuggalega ánægð með þennan krans. Við hittumst nokkrar í vinnunni og gerðum hurðarkransa á mánudaginn. Þeir voru allir dásamlegir og skemmtilega ólíkir.
Setjið þið eitthvað á útidyrnar ykkar?
Þetta er reglulega fallegt hjá þér. Var svona að spá í hvort hann er veðurþolin hjá þér? Ef þetta er á útidyr. Ég held að ég steli anis hugmyndninni þinni. Jú ég gerði krans í fyrra, keypti á útsölu grein með öllu beygði hana í hring og skreytti svo. Og það er alveg satt hjá þér, það er svo leiðinlegt þegar maður sér að það hafa verið heimskóknir á síðuna en engin segir neitt. Svo nú geri ég breytingu kvitta á þær síður sem ég heimsæki. Þá kannski kvitta einhver á mína. Áttu yndislegan dag.
ReplyDeletekv. Ásta.
Ps: Ég er með svipað blogg og þú slóð hérna: http://asta-sol.blogspot.com/ kíktu í heimsókn.
Takk fyrir að kvitta, Það er bara svo yndislegt að sjá að amk einn les það sem maður er að tauta. Heyrðu, nei kransinn er alls ekki veðurþolinn, en ég bý í fjölbýlishúsi svo útidyrahurðin mín er inni :) Já, anísstjörnurnar finnst mér koma frábærlega út í jólaskraut. Sniðugt hjá þér að nota grein og beyja í krans. :) Frábær lausn! :) Ég hef aldrei gert krans á "úti"dyrnar hjá mér, en hef alltaf haft einhverja keypta kransa á henni. Nú síðustu ár all svakalega glimmersprengju sem ég fékk í möndlugjöf. Mér þykir voða vænt um hann því það var ein lítil frænka sem að valdi hann. Bara krúttlegt! :)
ReplyDelete