ALERT! mikið af myndum!
Ég náði ekki að gera aðventukransinn í gær *snökt* en það verður bara 1. í aðventu í kvöld hjá mér :) Dagurinn fór að mestu í að gera jólakort, ekki fyrir mig, heldur uppí pantanir frá ættingjum og vinum :) Þetta bætist nottla við það sem ég geri fyrir okkur fjölskylduna en það er allt í lagi því mér finnst ÆÐI að gera kort. Ég er reyndar búin að gera 2 prufur af kortum fyrir sjálfa mig, en þið fáið ekki að sjá þau strax, þau eru algjört jólaleyndó :)
Í haust keypti ég mér alveg dásemdar útskurðarmaskínu. Gripurin heitir Silhouette Cameo, er tengdur við tölvuna og virkar svipað og prentari, nema er með hníf en ekki bleki og sker út pappír.
Þetta virkar sem sagt svona: prentað í prentaranum (hægt að sleppa því samt)
skorið í skurðarvélinni
Voila! :) ohh bæbæ skæri :)
Ég er enn að læra á þessa elsku en ég get bókstaflega látið hana skera út það sem mér dettur í hug. Klikkað gaman :)
Að sjálfsögðu er nýji fjölskyldumeðlimurinn látinn púla við útskurð í jólakortin :) 45 kort búin, ca 150 eftir : O Ég notaði vélina í flest kortin en líka pönsa, pappír, stimpla, blek, glimmerlím, perlupenna og eithtvað skraut. Margt af þessu fæst í Skrappoggaman.is
Þessi kort gerði ég svo fyrir kortanámskeið sem ég var með í síðustu viku, vélin fékk ekki að koma nálægt þeim :Þ Ég held ég geri bara fleiri í þessum stíl, sérstaklega þessi með fuglunum og englunum, er alveg rosa ánægð með þau.
Eruði að taka eftir fallega fallega fallega glimmerpappírnum í bakgrunninum sem ég keypti í ömmuríki í haust. Ég get bara ekki hætt að horfa á hann hér á borðinu! Hann mun verða í aðalhlutverki seinna í jóladagatalinu, enda ekki beint svona pappír sem sættir sig við að vera í aukahlutverki :)
Jæja gott fólk, nú er bara að rífa fram pappír, skæri og lím og byrja að föndra :)
fjúff þá er ég búin að ná í rassinn á mér með þetta jólablogg, 3 póstar á sólarhring! Ég hlýt að fá verðlaun! :)
Þetta er auðvitað meiriháttar flott hjá þér !!! Frábært að vélin skuli vera að svínvirka svona :)
ReplyDeleteAWESOME
ReplyDeleteÞetta er algjörlega truflað flott! Til hamingju með græjuna :)
ReplyDelete