Það er eitthvað alveg sérstakt við að kveikja á fyrsta aðventukertinu. Í öllu annríkinu finn ég frið og gleði í hjartanu og það hellist yfir mig löngun til að sitja bara, gera ekkert nema horfa á fallega ljósið á kransinum mínum. Mikið er það yndislegt.
Nú ilmar húsið af greni, Ég notaði greni, furu, silkifuru og búksus í kransinn.
Ég er nú ekkert sérstakt náttúrubarn (get ekki haldið lífi í einni einustu plöntu) en ég læt mig hafa það einu sinni á ári að verða öll í harpix á höndunum og fá mold undir neglurnar. :)
Ég ákvað að nota bara sama sujstemið og síðustu ár, enda alveg dásamlegt að geta notað blautt oasis á bakkann og vökvað grenið. :)
Ég gat ekki valið hvort ég ætti að setja texta á kertin eða tölur, svo ég gerði bara bæði :)
Ég bræddi "Við kveikjum" vísurnar á hvert kerti, sýnikennsla hér.
Kúlurnar þæfði ég með nál á frauðkúlur (lærði það af nýju samstarfskonunni ;) og stjörnurnar bjó ég til úr blaðsíðu úr ónýtri bók og setti perlubrads í miðjuna (fást í skrappoggaman.is)
Gataði svo gamla stafi sem ég átti (Thickers) og stakk prjóni í gegn til að festa á kertið. Þeir verða svo bara færðir neðar þegar kertið brennur niður.
Hvað getur maður eiginnilega tekið margar myndir af einum kransi? Hér eru tvær í lokin svona kósí með engri aukalýsingu.
Það var orðið svo dimmt til að taka myndir að ég bjargaði mér með því að (haldiði ykkur) setja lampa á hausinn á mér á meðan ég tók hinar myndirnar. Já ekki neitt svona iðnarljós á hjálmi eða þannig, ó nei! ég greip bara næsta lampa sem er þessi sniðugi úr Tiger, hvítt blóm á svona sveigjuarmi. Ég beygði arminn þannig að ég gat sett lampann eins og kórónu á hausinn. Jedúddamía það sem maður gerir ekki til að standa sig í jólablogginu :)
En semsagt, eitt stykki aðventukrans, TJÉKK!
JEMINNEINI!!! Lofit :)
ReplyDeleteHann er yndi, kertin æði - ÆÐI, kúlurnar júl og pappírsblómin bara to die for!
*þú rokkar
Ofsalega fallegt ég er strax orðin aðdándi :)
ReplyDelete