SJÖUNDI desember! Vá ég trúi þessu ekki. Vika búin af desember, sem þýðir að ég er búin að halda út að blogga uppá hvern einasta dag í heila viku. :) Kraftaverk!
En bloggið í dag er um :
Kertin maður KERTIN! Það er allt að verða vitlaust útaf þessum kertum. Ég fæ endalausar fyrirspurnir og öll námskeið full. Já og ekki nóg með það, nánast öll hvít kerti á landinu uppseld. Hvað er það? :Þ
Ok, á myndinni eru 3 kerti, og ég var að spá í að svindla pínu, og segja ykkur frá þessu á 3 dögum, eitt kerti á dag. Já nú er ég að spara smá tíma, því ég er á leið í borgina um helgina. Hafa það huggó með kallinum og kíkja kannski eina eða tvær búðir. :) já, nei það verða ekki fatabúðir, meira svona fööööndurbúðir og kannski búðir sem selja KERTI!
Þið takið svona scor-tape (tvöfalt límband fæst víða en scor-teipið er bara sterkast og mér finnst það virka best í þetta) Það fæst í skrappoggaman.is í nokkrum breiddum. Límið það utan um kertið, takið pappírinn af líminu og hellið lausu glimmeri yfir og þjappið því svolítið í límið. (munið að hafa blað undir svo þið getið notað það til að hella afgangsglimmerinu aftur í dolluna). Glimmer fæst víða en er MJÖG misfallegt, misgróft/fínt og mismikið sjæný. og við viljum hafa glimmer sjæný ef við ætlum á annað borð að nota glimmer. Ég get 100% mælt með glimmerinu frá Mörthu blessuninni Stewart en það fæst í ... já einmitt... skrappoggaman.is. Það er alveg gordjöss, fínlegt og fabjúlus! :)
Takið svo mjúkan en nokkuð stífan pensil og dustið glimmerið af sem loðir við kertið á óæskilegum stöðum. :)
Tilbúið! Bjútífúl glimmerkerti á innan við 10 mín.
Hafið það huggulegt um helgina elskurnar :) Það ætla ég svo sannarlega að gera! :)
No comments:
Post a Comment