Thursday, December 6, 2012

6. des - Laufabrauð


Eitt af uppáhöldunum mínum fyrir jólin er að gera laufabrauð.  Ég man eftir að sitja í brauðgerðinni hjá pabba sem krakki inná skrifstofu eða kaffistofu og skera og bretta laufabrauð. Já þannig var nú haft ofanaf fyrir manni í denntíð :)  En svo fór ég nú held ég að sækja í þetta því mér fannst og finnst ennþá alveg ólýsanlega dásamlega gaman að bretta laufabrauð.  Ég segi bretta, því ég nenni ekki hnoða deigið, og breiða það út og helst ekki að steikja það, en mér finnst draumur að skera og bretta, búa til ótal munstur og slappa af í annríkinu.  

Annars var nú ekki mikið slappað af í laufabrauðinu hjá pabba og mömmu þegar maður komst á unglingsárin, þá reif maður sig upp kl. 6 á morgnanna (ef ekki fyrr) um helgar til að hjálpa til við að fletja út laufabrauðskökur fyrir hálfann bæinn í bílskúrnum (bakaríinu) hjá pabba.  


Ég var líka svo heppin að eignast tengdafjölskyldu sem er með mjög ríka laufabrauðshefð. (já og bara eru upp til hópa algjör jólabörn, sér í lagi maðurinn minn, þessi elska! ) Þar taka allir laufabrauð saman og taka heilan dag í þetta, enda erum við að tala um mörg hundruð kökur. Í ár voru það 470 kökur. Takk fyrir pent :) Alveg nóg til að þessi skvísa hér fái útrás fyrir sköpunargleðina. :)


Takið eftir kirkjunni þarna vinstra megin :) Ég skar hana ekki út :Þ Það var einhver snillingurinn í fjölskyldunni :) 



 En ég skar þessa út. Alein!  :D



Og þarna er það komið á fína fatið mitt inná stofuborð og búnkinn(lesist með norðlenskum hreim) strax farinn að þynnast.  

Gerið þið laufabrauð?

2 comments:

  1. Neibb, ét það bara (með bestu lyst)! En hvar fékkstu þessar sætu bjöllur Linda?
    Kveðja, Svala (S&G)

    ReplyDelete
  2. hehe, Svala, ég fékk bjöllurnar í Byko :)

    ReplyDelete

Umslagakort

Ég hannaði þetta snið af umslagakortum fyrir um 2 árum, bjó síðan til smá sýnikennslu á aðferðinni fyrir snappið mitt. Ég hef oft verið...