Sunday, December 2, 2012

1. des - Aðventudagatal



Mér finnast aðventudagatöl svo skemmtileg. Það er eithvað svo að spennandi að telja nidur í jólin. Ég er alin upp við svona dagatal sem mamma saumaði út og setti pakka á handa okkur systkinunum, á tímabili héngu þrír pakkar á hverjum degi. tíhíhí, það hefur verið vinna fyrir gömlu að græja þetta maður! :Þ Þegar að dóttir mín svo fæddist fyrir 17 árum þá myndaðist ég við að sauma út svipað dagatal og hefur það verið notað á hverju ári síðan við mikla gleði heimasætunnar.

Í gegnum tíðina hef ég séð ótal sniðugar útfærslur á aðventudagatölum, þvottaklemmur á snúru, eldspítustokka raðaða saman í mismunandi form, smáskúffudagatöl sem hægt er að mála og skreyta sjálfur, bréfpokar, pakkar í körfu og svo mætti lengi telja. Eitt af því skemmtilegasta sem éghef séð er dagatal með miðum, á miðunum eru hlutir sem fjölskyldan gerir saman á aðventunni, t.d. Kaupa jólagjöf handa pabba, heimsækja ömmu, setja ljós á leiðid hjá afa, fara í bíó, göngutúr með vasaljós eftir að þad er orðiðdimmt, baka smákökur, skreyta jólatréð, poppa og horfa á jólamynd, fara á skauta, lesa jólasögu,  bíltúr að skoða jólaljósin .... Eruð tið að sjá hvad þetta er brilljant!? Í raun eru þetta flest allt hlutir sem að maður gerir á aðventunni, en með tví að setja þá í dagatal þá fá krakkarnir að hlakka til  og eru spenntir að vita hvað á að gera á morgun. :)


Um daginn fékk ég hugmynd. Við fórum öll systkinin í myndatöku með börnin okkar, planið var að gefa mömmu og pabba eina mynd í jólagjöf af okkur saman. Við fengum síðan svo margar góðar myndir og þá kom hugmyndin að búa til dagatal úr þeim. Eina mynd á dag fram að jólum og albúm til að setja þær í.  Miklu skemmtilegar finnst ykkur ekki? Við fórum með dagatalið til þeirra í dag og þau opnuðu fyrsta pakkann.  Þetta hitti svo sannarlega í mark. Nú eru þau eins og litlir krakkar að bíða spennt eftir jólunum .) bara krúttað :)

 Nýja fína útskurðarmaskínan mín, frú Silhouette Cameo, skar þessa merkimiða svona huggulega út fyrir mig, hún er alveg meððettessi elska :) 


 Búið að opna fyrstu myndina heima hjá mömmu og pabba :) Þetta eru systkinabörnin fallegust :)

Jæja, eruði orðin spennt að opna þetta bloggjóladagatal? :) eða aðventudagatal... umm hvort heitir þetta aðventu eða jóla dagatal?  kannski bara bæði betra :)

Gleðilegan Desember!

3 comments:

  1. Frábær hugmynd og að sjálfsögðu frábærlega úr garði gjörð eins og þín er von og vísan !

    ReplyDelete
  2. ó mæ, hvað þetta er fallegt og frábær hugmynd! Ég er einmitt á því að afar og ömmur njóti mynda og persónulegra gjafa einna mest, þau eiga hvort eð er "allt". Hlakka til að fylgjast áfram með aðventublogginu!

    ReplyDelete

Umslagakort

Ég hannaði þetta snið af umslagakortum fyrir um 2 árum, bjó síðan til smá sýnikennslu á aðferðinni fyrir snappið mitt. Ég hef oft verið...